Skólavarðan - 01.11.2009, Side 23
SKóLAþING SíS
FT og samvinnu við menntamálaráðuneytið
um úttekt á listfræðslu á Íslandi, fjallaði um
vinnu félagsins að þróun kennaramenntunar
tónlistarskólakennara og samræður, meðal
annars við Listaháskóla Íslands, um þau mál.
Sigrún fór í erindi sínu yfir þýðingu listnáms
og áherslu á það í námi og námskrám og
tengingu við námsárangur almennt, til dæmis
niðurstöður í Pisa. „Félagið tók þá ákvörðun,“
sagði Sigrún í upphafi máls sins, „að besta
leiðin til að vinna sig út úr kreppunni væri
að beita sér með markvissum hætti í stórum
faglegum málefnum sem styrkja umgerð tón-
listarfræðslu og starfsemi tónlistarskóla,
sem efla tónlistarkennara og stjórnendur
og hafa áhrif á fagvitund, stefnumótun og
stefnumótunaraðila.“ Sigrún svaraði spurn-
ingunni sem lagt var upp með játandi, þ.e.
að hægt væri að auka gæði og þjónustu í
kreppunni, og sagði stóru málefnin sem félagið
beitir sér markvisst í eiga það sammerkt að
„þróa og efla kerfi tónlistarskóla, bæði sem
sjálfstætt kerfi og sem hluta af menntakerfi
þjóðarinnar“.
Sigrún vísaði í máli sínu til dr. Anne Bamford
sem hefur rannsakað listkennslu víða um
lönd, þar á meðal hérlendis fyrir mennta- og
menningarmálaráðuneytið (að tilstuðlan FT)
og stýrir alþjóðlegri rannsókn fyrir UNESCO.
Í niðurstöðum Anne kemur fram að þar sem
listum er gert hátt undir höfði í menntakerfi
þjóða eru gæði almennrar menntunar hvað
mest. Þau eru mest þar sem tekst að virkja
sérþekkingu úti í samfélaginu til stuðnings
hinu almenna skólakerfi. Sigrún vitnaði í fleiri
aðila, innlenda og erlenda, skýrslur, stofnanir
og einstaklinga sem með einum eða öðrum
hætti taka undir að auka eigi vægi listnáms
og lýsti í framhaldi af því þeirri sýn FT að
menntastefna dagsins í dag þurfi að vera gljúp
og umlykja meira en tilteknar stofnanir hvers
skólastigs. „Í tengslum við sterka stöðu og
frumkvæði Íslands á sviði lista, menningar og
skapandi starfs,“ sagði Sigrún, „teljum við að
Ísland geti verið leiðandi í að nýta fyrirliggjandi
og nýjar rannsóknir til þróunar skólakerfisins,
til samræmis við breyttar þarfir samfélagsins
á nýrri öld. Fjöldi rannsókna og stefnumark-
andi pólitískra yfirlýsinga benda á nauðsyn
þess að menntakerfið setji í forsæti að stuðla
að alhliða persónuþroska einstaklinga í stað
hefðbundinna áherslna á þekkingu og miðlun
þekkingar, sem birtast meðal annars í því
gildismati sem Pisa könnunin undirstrikar.“
Þá varpaði Sigrún fram þessari spurningu:
„Hefur Ísland ekki alla möguleika til að vera
leiðandi í þróun menntunar til samræmis
við breyttar þarfir á 21. öld?“ Sigrún lagði
áherslu á hvernig gott samstarf aðila gæti
haft áhrif til aukinna gæða í skólastarfi, „og
ég held,“ sagði hún, „að það hljóti að vera
sameiginleg sýn okkar allra að við þurfum á
þeim samlegðaráhrifum að halda sem traust,
frjótt og faglegt samstarf aðila getur gefið af
sér. “
Kristinn Breiðfjörð, formaður Skólastjóra-
félags Íslands, ræddi meðal annars um
niðurstöður í TALIS rannsókninni og nýlegri
lestrarkennslurannsókn og tengdi við mál-
efni símenntunar og starfsþróunar. Hann
ræddi mikilvægi stoð- og sérfræðiþjónustu
á krepputímum og hvatti skólayfirvöld til
þess að ganga varlega fram í niðurskurði
og hagræðingu og fórna alls ekki meiru fyrir
minna. „Það eru erfiðir tímar og við þurfum
að finna lausnir,“ sagði Kristinn og lagði
áherslu á að staða sveitarfélaga væri miserfið
og því ekki hægt að tala um eina lausn sem
öllum hentaði. „Ég er sannfærður um að það
er hægt að auka gæði,“ sagði Kristinn. „Það
er alltaf hægt. En hin spurningin, hvort hægt
er að auka þjónustuna, þá vefst mér tunga um
tönn.“
Kristinn sagði aukin gæði og betri árangur
vera nátengd hugtök og eðlilegt að skoða
það sem vel væri gert, hvernig það væri gert
og hvar væru brotalamir. Í þessu samhengi
nefndi hann fjóra þætti sérstaklega sem benda
SKÓLAVARÐAN 7.TBL. 9. ÁRG. 2009 23
Þetta sagði ráðherra
Katrín Jakobsdóttir kom inn á framkvæmd menntalaga og
þrýsting, meðal annars frá SÍS, um að fresta tímabundið
tilteknum ákvæðum þeirra. Hún lagði áherslu á að stíga
varlega til jarðar í slíku og að alls ekkert yrði gert í þessa
veru án samráðs við KÍ og sveitarfélög.
Fjöldi rannsókna og
stefnumarkandi pólitískra
yfirlýsinga benda á nauðsyn
þess að menntakerfið setji í
forsæti að stuðla að alhliða
persónuþroska einstaklinga.