Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 7
7SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 10. ÁRG. 2010 KJARAmÁL Fæðingarorlof Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi KÍ Lj ós m yn d: S te in un n Jó na sd ót tir Breytingar á fæðingarorlofslögum Fæðingarorlofslögin taka stöðugum breytingum, sú síðasta var í árslok. Alþingi samþykkti þá breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof og gildir hún fyrir foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2010 og síðar. Útgreiðsluprósenta af meðaltali heildarlauna umfram kr. 200.000 er 75% (var áður 80%). Meðaltal heildarlauna að kr. 200.000 er áfram með útgreiðsluprósentuna 80%. Hámark greiðslna er kr. 300.000 á mánuði (var kr. 350.000). Miða skal við tólf mánaða samfellt tímabil sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingardag barns eða þann dag sem barn kemur inn á heimili við ættleiðingu eða í varanlegt fóstur. Fæðingarstyrkur Sjúkrasjóður KÍ greiðir fæðingarstyrki til félags- manna í fæðingarorlofi. Upphæðin er kr. 200.000 (kr. 119.760 eftir skatt) miðað við fullt starf sex mánuði fyrir fæðingu barns eða sam- kvæmt meðalstarfshlutfalli þann tíma. Skilyrði er að sjóðfélagi/félagsmaður fari með forsjá barnsins og taki að lágmarki þriggja mánaða fæðingarorlof. Vegna fjölburafæðinga er greidd sama upphæð (kr. 200.000) fyrir hvert barn umfram eitt. Um ættleiðingar gilda sömu reglur. Séu báðir foreldrar félagsmenn geta báðir sótt um fæðingarstyrk. Útfylla þarf sérstakt eyðublað sem nálgast má á vef KÍ og senda ásamt fæð- ingarvottorði barns. Það er því ekki hægt að sækja um þennan styrk fyrr en eftir að barn fæðist. Fæðingar vottorð eru gefin út af Þjóð- skrá. Allar umsóknir um fæðingarstyrk sem berast fyrir 20. hvers mánaðar eru afgreiddar í næsta mánuði á eftir. Fæðingarorlof telst starfstími Sá tími sem starfsmaður er í fæðingarorlofi reiknast sem starfstími og vinnur hann sér inn rétt til orlofstöku og lengingar orlofs samkvæmt kjarasamningum eins og hann væri í starfi. Sama gildir um starfsaldurshækkanir, veikindarétt, upp- sagnarfrest og rétt til atvinnuleysisbóta. Foreldri greiðir í lífeyrissjóð að lágmarki 4% meðan á fæðingarorlofi stendur en Fæðingarorlofssjóður greiðir að lágmarki lögbundið mótframlag. Fæð- ingarorlofssjóður greiðir hins vegar ekki mót- framlag vegna séreignarsparnaðar. Rétt er að benda á að starfsmaður sem framlengir fæð- ingarorlof sitt telst taka launalaust leyfi í fram- haldi af fæðingarorlofinu og orlof ávinnst ekki af launalausu leyfi. Þetta á einnig við um þá sem dreifa greiðslunum á lengri tíma því orlof ávinnst ekki af framlengingunni. Ég hvet félagsmenn á leið í fæðingarorlof til að hafa samband og fá aðstoð við þessa útreikninga ef þeir hyggjast framlengja fæðingarorlofið. Ráðningarmál þeirra sem eru á leið í fæðingarorlof Það er mikilvægt að vera vakandi yfir ráðninga- rmálum ef kennari er á leið í fæðingarorlof. Af gefnu tilefni er rétt að benda á að hafi kennari ekki gildan ráðningarsamning í fæðingarorlofinu fær hann ekki greitt orlof á fæðingarorlofið. Sem dæmi má nefna að kennari sem ekki hefur gilda ráðningu í fæðingarorlofinu og fer í sex mánaða fæðingarorlof sem lýkur um áramót og kemur aftur inn til kennslu á vorönn á ekki rétt á fullum launum sumarið á eftir þar sem hann telst eingöngu hafa verið í starfi á vorönn. Sá sem hefur gilda ráðningu í fæðingarorlofinu fær hins vegar full laun sumarið eftir fæðingarorlofið hafi hann verið í fullu (100%) fæðingarorlofi og ekki framlengt það. Ef ráðning rennur út áður en fæðingarorlof hefst verður kennari að skrá sig á atvinnuleysis- skrá um leið og ráðning rofnar eða sækja um sjúkradagpeninga ef heilsa leyfir ekki að við- komandi fari á atvinnuleysisskrá. Bæði atvinnu- leysisbætur og sjúkradagpeningar teljast til þátttöku á atvinnumarkaði og þess er krafist að starfsmaður sem sækir um greiðslur úr Fæð- ingarorlofssjóði hafi verið samfellt sex mánuði á vinnumarkaði fyrir fæðingu barns. Það er hins vegar ekki skilyrði fyrir greiðslum úr Fæðingar- orlofssjóði að vera með ráðningu út fæðingar- orlofið. Ég hvet alla sem eru í vafa um einhver atriði varðandi fæðingarorlofið eða annað að hafa samband. Bæði er hægt að senda mér tölvupóst á netfangið ingibjorg@ki.is eða hringja til mín í síma 595 1111. Ingibjörg Úlfarsdóttir Það er mikilvægt að vera vakandi yfir ráðningarmálum ef kennari er á leið í fæðingarorlof. Af gefnu tilefni er rétt að benda á að hafi kennari ekki gildan ráðningarsamning í fæðingarorlofinu fær hann ekki greitt orlof á fæðingarorlofið.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.