Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 29

Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 29
29SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 10. ÁRG. 2010 SmIÐShöGGIÐ Hvað er einelti? Einelti er útskúfun, andlegt mein, vandamál sem gegnsýrir samfélagið. Andstaðan við kærleik, samlíðan, skilning, vellíðan og virðingu. Það leyfir ekki manneskjum að birta hæfileika og eigindir sínar, vera ljóslifandi getnaður og skapnaður lifandi guðs almáttugs. Þar ræður afbrýðisemi og öfund oft ferðinni, gengur gjarnan í bandalag við valdníðslu og drottnunargirnd þeirra er halda um stjórnvölinn. Sýnir sig í getuleysi samferðafólksins sem upp- hefur sig á kostnað annarra. Binst í samtök og flokka með þöggun, afskiptaleysi, skot- grafahernað og undirlægjuhátt að vopni! Sýnir sig í lítilmannleik og geðluðruhætti þeirra sem taka sér bessaleyfi og ganga í lið með óttaslegnum múgnum að útiloka lifandi mann- eskjur; þeirra sem gefa sig á vald veraldlegra sérhagsmuna vegna atvinnu og vinsælda. Andvirði sálarinnar verður ruslatunnufæði sem hent er á haugana og mokað yfir. Það veldur loks mengun á lífeðlisfræðilegu og vistfræðilegu lífskerfi jarðarinnar. Þar veldur það svo djúpum sársauka að það er eins og hjartað sé rifið úr brjóstinu og gert viðskila við líkamann. Til verða svo djúp sár að varla nær að gróa um heilt. Á endanum snýst þetta upp í harmleik í fjölskyldum, andlegt svartnætti þar sem skuggi magnleysis og djúprar sorgar grúfir yfir vötnunum. HVAð ER TIL RÁðA? Að slíta stjórnsýsluna úr vendisás sjálfrar sín! ? Að gera stjórnendum hins opinbera það ljóst að þeir eru fyrst og fremst þjónar réttlætisins. - þjónar fólksins og eiga að gæta að hagsmunum fólksins sem þeir eru í vinnu hjá. ? Að þeir eigi að vera fyrirmynd fólks í mannlegum samskiptum, sýna velvilja og mannkærleika og leitast við að skapa jöfn tækifæri. ? Að þeirra er að ganga fram fyrir skjöldu í ósættum og deilum og leggja eigin persónu til hliðar, til framdráttar fyrir bætt og betra samfélag. ? Að stjórnendur þurfa að vera fyrirmynd annarra landsmanna og skapa jákvætt og hrósvert umhverfi þar sem innri fegurð mannsins er dregin fram í dagsljósið. Engin manneskja er svo aum og lítilsverð að hún búi ekki yfir einhverjum hæfileikum og getu til að skapa samfélag! Litla gula hænan fann fræ Á ferðalagi mínu um stjórnsýsluna hefur mér verið vísað úr einni stofnuninni í aðra, úr einu ráðuneytinu í annað og bent á að tala við for- svarsmenn og lögfræðinga undirstofnana undir- stofnana, verið vísað frá einu embættis til annars, út og suður, frá Heródesi til Pílatusar. Ég hef kannað og skannað undirheima laga- og regluverksins og skil nú vel hvers vegna skipu- lagsfræðingur borgarinnar vildi fremur byggja fyrir mig himnastiga en brýr á milli embætta, nefnda og stofnana stjórnsýslunnar. Ef á að takast að byggja upp réttvíst sam- félag ? land allsnægta ? þurfa stjórnendur og forsvarsmenn þjóðarinnar að temja sér þá reglu að gæta hagsmuna fólksins, fara að eigin lögum og reglum en verja ekki ráðuneytin sín eða flokkinn sinn, starfsvettvang eða vinnustaði, skóla og aðrar opinberar stofnanir. Því geri ég þá kröfu á hendur forsvarsmönnum þjóðarinnar að þeir velji sér það hlutskipti að hætta að vera meðreiðarsveinar samkeppni og fáfræði, hræðslu- og svartgallsrauss. Hugmynd um úrræði í formi sérhæfðs fag- teymis: Sérsveit gegn einelti Samkvæmt tilmælum forsvarsaðila fyrirhugaðrar Sérsveitar gegn einelti var komið á samvinnu þriggja ráðuneyta sl. vor. Í framhaldi af því settu talsmenn Sérsveitarinnar fram þá hugmynd að koma á fót sérhæfðu fagteymi, skipuðu lög- manni, sálgæsluaðila og talsmanni þolenda. Hugmyndin var lögð fyrir samráðsfund þriggja ráðuneyta 16. júní 2009, menntamálaráðu- neytis, heilbrigðisráðuneytis og félagsmálaráðu- neytis, að viðstöddum Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra og Ögmundi Jónassyni Hrakin, smánuð, hædd og pínd, hrakyrt, spotti vafin. Sólin horfin, sálin týnd, í sálarmorði grafin. KROSSFESTING Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.