Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 8
8 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 10. ÁRG. 2010 FRÉTTIR Herferð Alþjóðasambands kennara (EI - Education International) og stéttarfélaga kennara um allan heim kynnt á baráttudegi kvenna Kynferðið er konum um allan heim fjötur um fót í margvíslegu tilliti. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti, 8. mars, kynnti Alþjóðasamband kennara (EI) herferð fyrir jafn- ræði í launum (pay equity, innskot blm.) með sérstaka áherslu á að berjast gegn kynbundnu launamisrétti. Alþjóðadagur launajafnræðis (e. equal pay day) er búinn að hasla sér völl í fjölmörgum löndum um allan heim undanfarna áratugi. Dag- setning hans er mismunandi á milli landa en í Evrópu er auk þessa dags haldið upp á sam- evrópskan dag launajafnræðis (European pay equity day) þann 15. apríl. Í ár notar Alþjóða- samband kennara þennan dag til að marka upphaf herferðar sinnar RÉTTMÆT LAUN STRAX sem kynnt var á alþjóðlegum baráttu- degi kvenna fyrir friði og jafnrétti 8. mars. „Jafnræði í launum er lykilatriði í jafnrétti og sanngirni“, segir í kynningarbréfi Alþjóðasam- bandsins um herferðina. „En því miður er milljónum kvenna um allan heim mismunað í launum og í raun hefur ekki eitt einasta samfélag náð fullu launajafnrétti kynja þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir ýmissa alþjóða-stofnana um að koma því á.“ Alþjóðasambandið styður félagasamtök sín og þeirra á meðal Kennarasamband Íslands í því að krefjast jafnræðis í launum fyrir jafngild laun þvert á kynferði en því miður er það svo að konur um allan heim líða fyrir kynferði sitt á þessu sviði eins og fl eirum. Í kynningarbréfi nu segir að kennsla sé kvengert (e. feminized) starf en almennt séð fækki kven- kennurum í hlutfalli við hækkandi aldur nem- enda. „Það er sérstaklega áberandi að háskóla- stigið nýtur mestrar virðingar og er jafnframt það skólastig þar sem konum reynist erfi ðast að komast í stjórnunarstöður. Konur eru auk þess líklegri til þess en karlar, sem kenna á sama skólastigi, að vera í hlutastarfi , lausráðnar og í störfum sem veita ekki aðgang að ákvarðana- töku. Allir þessir þættir ýta undir kynjamismunun í launum.“ Herferð EI, RÉTTMÆT LAUN STRAX, miðar að þessu: Að vera kennarasamtökum um allan heim hvatning í að safna upplýsingum um þessi mál, taka upp stefnu í þeirra þágu og koma á fót og samhæfa aðgerðir til að fá ríkisstjórnir til að hrinda launajafnræði í framkvæmd, líka í kreppunni. jafnræði í launum, eða réttmæt laun, merkir eftirfarandi: 1. Sömu laun fyrir sömu vinnu. 2. Sömu laun fyrir jafngilda vinnu. 3. Að eyða launabili milli karla- og kvennastarfa 4. Skoða hvort þættir á borð við þjóðerni, félagslegan bakgrunn og fötlun skerða laun og leiðrétta ef svo er. Réttmæt laun eru tæki sem dregur úr fátækt og efl ir frelsi, sjálfsvirðingu og velferð fjöl- skyldna og samfélaga. Gerum kynbundið launamisrétti sýnilegt! Það felst ekki bara í sömu launum fyrir nákvæmlega sömu vinnu heldur í kynbundnu gildismati á störfum eins og fram kemur hér að ofan. Allir græða á jafnræði í launum sem eykur virði vinnu almennt. Þess utan vinna karlar líka kvennastörf. Jafnræði í launum er grundvallar- mannréttindi. keg Hægt er að panta bæklinga með því að senda tölvupóst á equality@ei-ie.org eða hlaða þeim niður af vef Alþjóðasambandsins, nánar tiltekið af síðunni download.ei-ie. org/Docs/WebDepot/pay%20Equity%20 Leafl et%202010_e.pdf Nánari upplýsingar og hjálpargögn af ýmsum toga er að fi nna á sama vef, þ.e. ei-ie.org kennarar og aðrir sem láta sig málið varða eru hvattir til að sækja heim vef EI og afl a sér upplýsinga og/eða senda myndir, veggspjöld og sögur af aðgerðum í eigin landi í þessa þágu. Önnur skilgreining: PAY EQUITY: Pay equity incorporates the principle of equal pay for work of equal value which is the requirement to pay males and females within the same organization the same salary for work that is judged to be of equal value. A methodology is used which identifi es wage gaps and the female salary is raised to the male salaries to achieve the goal of pay equity. Steward´s dictionary RÉTTMÆT LAUN STRAX – það er engin sanngirni í öðru Samkeppni um myndverk og slagorð fyrir nýja og breytta Skólavörðu! Skólavarðan/kÍ ætla að halda samkeppni um 1) myndverk á forsíðu Skólavörðunnar fyrir árið 2010 og 2) slagorð sem einnig munu birtast í Skólavörðunni og fréttabréfi kÍ. verðlaun eru veitt í hvorum fl okki um sig. Þemað í samkeppninni er „Kennarinn“ – og er þar skírskotað til starfs kennarans og þess jákvæða við að mennta sig og næra líkama og sál í samfélagi við aðra. Myndverk á forsíðu getur verið samsett mynd, ljósmynd, ljóð, teikning eða á hverju því formi sem hægt er að prenta á forsíðu Skólavörðunnar og hæfi r viðfangsefninu. Athugið að kennimerki Skólavörðunnar á ekki að fylgja (þ.e. orðið Skólavarðan) því það er með föstu sniði. Nánari upplýsingar um samkeppnina og verðlaun verða sendar félagsmönnum í rafrænu fréttabréfi í apríl. Nýverið kom út skýrsla með niðurstöðum viðhorfskönnunar í Reykjavík þar sem foreldrar grunnskólabarna voru spurðir ýmissa spurninga. Þetta er í sjötta sinn sem könnun af þessu tagi hefur verið lögð fyrir reykvíska foreldra, í fyrsta sinn árið 2000. Meðal annars kemur fram að heildaránægja með skóla barns hefur breyst umtalsvert til hins betra frá 2008, farið úr 77,6% í 83,7%. Ánægja foreldra yngri barna er almennt meiri en foreldra eldri barna. Ánægja með umsjónarkennara hefur alltaf verið mikil meðal foreldra og er enn. Þá telur mikill meirihluti foreldra telur að börnum þeirra líði vel í skólanum, bæði almennum kennslustundum og frímínútum. Ánægja með aðstæður til að matast heldur áfram að aukast jöfnum skrefum. Um 76% foreldra telja grunnskóla barns þeirra vera vel stjórnað sem er aukning um eitt prósentustig frá 2008 en er samt nokkuð frá hlutfallinu þegar ánægja með stjórnun skólans var mest árið 2000 (81%). Hægt er að glugga í skýrsluna á vef Reykjavíkurborgar rvk.is, nánar tiltekið á www.rvk.is/Portaldata/1/ Resources/menntasvid/ skjol/Foreldrakoennun_ Reykjavik_2010.pdf Ánægðir með grunnskólastarf í Reykjavík

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.