Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 16
16 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 10. ÁRG. 2010 KöNNuN VINNuumhVERFISNEFNdAR Störf kennara og stjórnenda í skólum eru margvísleg og fjölbreytt en jafnframt krefjandi. Í slíku starfsumhverfi skiptir miklu máli að starfsmannahópurinn takist í sameiningu á við dagleg störf og að jákvæðni sé ríkjandi. Til að auka samheldni og bæta samskipti fólks á vinnustaðnum er mikilvægt að gera sér annað slagið dagamun og njóta þess að kynnast samstarfsfólki sínu betur og eiga með því skemmtilega stund. Vinnuumhverfi snefnd (VUN) kannaði í lok síðustu annar meðal félagsmanna KÍ hvað þeir gera saman til að lyfta starfsandanum á vinnustaðnum. Könnunin var á rafrænu formi og alls bárust 2.245 svör. Það jafngildir því að rúm 19% félagsmanna KÍ hafi svarað könnuninni. Spurt var um aðildarfélag innan KÍ og hvað fólk geri til að lyfta starfsandanum á vinnustaðnum. Hér fyrir neðan eru niðurstöður könnunarinnar. Í spurningunni um hvað fólk geri til að lyfta starfsandanum var settur fram listi með nokkrum hugmyndum og hægt var að haka við fl eiri en einn möguleika. Í lok listans var boðið upp á möguleikann „annað“ og þar var hægt að skrifa aðra þætti. 463 svör bárust undir þeim lið og hér koma nokkur dæmi um það helsta. Vinnuumhverfi snefnd vonar að þessi stutta könnun hafi vakið áhuga einhverra kennara og stjórnenda á að efl a liðsandann á sínum vinnustað og niðurstöður hennar komi á framfæri hugmyndum að tilbreytingu og skemmtilegri samveru á vinnustaðnum. Lyftum starfsandanum! Að vaxa í starfi Félag um starfendarannsóknir og Félag áhugafólks um skólaþróun standa fyrir ráðstefnu um starfendarannsóknir föstudaginn 16. apríl kl. 14:00-17:00. Ráðstefnan verður haldin í Verslunarskóla Íslands. Þar munu kennarar af öllum skólastigum kynna rannsóknir sínar og síðan verða umræður í hópum um starfendarannsóknir. DAGSkRÁ kl. 14:00 Setning ráðstefnustjóra Þorkell Diego, yfi rkennari Verzlunarskóla Íslands kl. 14:05 Hvað eru starfendarannsóknir? Hafþór Guðjónsson, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands kl. 14:20 Samfélag jafningja Svava Björg Mörk leikskólastjóri Bjarma kl.14:40 Spinnum þráðinn saman, foreldrar og kennarar Erna Ingvarsdóttir, deildarstjóri, Grunnskólinn í Hveragerði kl.15:00 „Það er ekki röddin sem svarar, það er bara fi ngrasetningin“ Ívar Rafn Jónsson, sálfræðikennari, Borgarholtsskóla kl. 15:20 Heyrandi íslenskukennari í leit að lestrar-og ritunarauðlindum heyrnar- lausra nemenda Karen Rut Gísladóttir, doktorsnemi við menntavísindasvið Háskóla Íslands kl.15:40 Kaffi hlé kl.15:50 Umræður í hópum kl.16:40 Ráðstefnulok kl. 16:40 Aðalfundur Félags um starf- endarannsóknir Hjördís Þorgeirsdóttir, konrektor Menntaskólans við Sund, stýrir fundi Aðgangur er ókeypis. Skráning á www.skolathroun.is fyrir 13. apríl. ÁRSFUNDUR KENNARASAMBANDS ÍSLANDS ER 16. APRÍL. Fylgist með á www.ki.is VEGNA FJÖLDA FYRIRSPURNA... Lausnin á jólamyndagátunni: Góður kennari er eins og kerti: Brennur upp til að lýsa öðrum.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.