Skólavarðan - 01.03.2010, Qupperneq 12

Skólavarðan - 01.03.2010, Qupperneq 12
12 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 10. ÁRG. 2010 SIÐAREGLuR KENNARA Um þessar mundir vinna Siðaráð Kennarasambands Íslands og Skólavarðan saman að kynningu á siðareglum kennara. Þegar hefur verið birt viðtal um siðferði og hlut- verk siðareglna við Atla Harðarson formann Siðaráðs KÍ og grein um siðareglur og fagmennsku, „Skólinn er áhrifaafl í samfélagsbreytingum“, eftir Jónas Pálsson fyrrverandi rektor Kennaraháskóla Íslands. Tilgangurinn með þessari umræðu er að efla vitund kennara um siðareglur sínar og stuðla að umræðu um þær innan stéttarinnar. Í þessu blaði og öðrum út árið skrifa tveir einstaklingar hverju sinni um efni að eigin vali sem þeim finnst áhugavert að fjalla um í tengslum við siðareglurnar. Núna fengum við Anh-Dao Tran kennslufræðing og Ragnar Þorsteinsson fræðslu- stjóra Reykjavíkur til liðs við okkur og kunnum þeim kærar þakkir fyrir góðar móttökur og pistla sem vekja til umhugsunar og vonandi samræðu í kennarahópum. Hugsað og rætt um siðareglur kennara Skýrar reglur og leiðbeinandi lög eru nauðsynleg starfsfólki innan menntakerfisins. Undanfarna tvo áratugi hafa bæði grunn- og framhaldsskólar í vaxandi mæli tekið að endurspegla fjölþjóðlegt eðli samfélagsins í heild. Þar er nú um að ræða gífurlega fjölbreytni. Vangaveltur mínar snúa að því hversu vel menntakerfið mætir þörfum kenn- ara og enn fremur með hvaða hætti þeir eru þjálfaðir eða endurmenntaðir þannig að þeir búi yfir þeim tækjum sem best þjóna nemendum þeirra og renna stoðum undir þau orð sem finna má í lögum þeirra og reglum. Í nýrri rannsókn Nínu Magnúsdóttur (2009) Allir vilja eiga íslenska vini kemur fram að meiri- hluti nemenda, bæði af erlendum og íslenskum uppruna, á ekki samskipti út fyrir sinn hóp – hvorki á grunn- né framhaldsskólastigi. Heiti rannsóknarinnar Allir vilja eiga íslenska vini gefur skýrt til kynna óskastöðu þeirra nemenda sem af erlendu bergi eru brotnir. Auk þess kemur það fram í rannsókn Þórodds Bjarnasonar (2008) að skólabörn innflytjenda séu oftar þunglynd, hafi lægra sjálfsmat og séu líklegri til að verða fórnarlömb eineltis. Það eru einnig minni líkur á að þau ráðgeri að ljúka framhaldsskólanámi. Niðurstöður þessara rannsókna vekja mann til umhugsunar um þær leiðir til aðlögunar sem skólarnir fara og hversu áhrifaríkar þær eru í raun. Skólinn er sá staður þar sem nemendur ættu, í samskiptum sínum við aðra nemendur og kennara, að þjálfast í aðlögunarhæfni, sam- skiptum ólíkra menningarhópa og skilningi þeirra á milli. Nemendur læra þannig að meta menningu og sögu ólíkra þjóða og þjóðar- brota. Þessi kennslufræði eru þekkt sem fjöl- menningarkennsla (e. multicultural education). Slík menntun veitir öllum nemendum sömu tækifæri til velgengni í námi óháð kyni, trú, skoð- unum, upprunaþjóð, kynstofni, litarafti, félags- legri stöðu eða hverju öðru sem þar gæti komið til greina (Banks, 2007). Kennsla af þessu tagi krefst breytinga af hálfu kennarans og að hann lagi kennsluhætti sína í miklum mæli að fjölbreytni nemendanna svo að þeir geti að fullu tileinkað sér þá þekkingu og hæfni sem sérhvert námsfag getur veitt þeim (Nieto,1999). Í henni er beitt ákveðnum kennsluaðferðum og náms- efni til að breyta skynjun og hugsun nemenda um fordóma. Áherslubreytingar einskorðast þó ekki við námsefnið heldur er hér um að ræða alhliða nálgun þar sem allir þættir skólastarfsins eru vandlega skoðaðir: „Flokkun í bekki, starfs- mannahald, lesefni, upplýsingatöflur, veitingar í mötuneytum, íþróttastyrkir, heimsend bréf til foreldra og á hvaða tungumáli þau eru rituð í þessu felst að nota reynslu nemenda dag frá degi sem hluta af námskránni“ (Nieto, 2000). Eru þessi kennsluvísindi ekki eitthvað sem verður að taka tillit til í núverandi menntakerfi okkar svo að siðareglur kennarans geti staðið undir nafni? Anh-Dao Tran Höfundur er menntunarráðgjafi og doktorsnemi í fjölmenningarfræði. Heimildir Banks, J. A. (2007). Multicultural education: Characteristics and goals. . In J. A. Banks & C. A. Banks (Eds.), Multicultural education. Issues and perspectives (6th ed.). New York: John Wiley & Sons. Nieto, S. (Ed.). (1999). The Light in Their Eyes - Creating Multicultural Learning Communities. New York Teachers College Press. Nieto, S. (2000). Affirming diversity: The Sociopolitical Context of Multicultural Education (3rd ed.). New York: Longman. Nína V. Magnúsdóttir (2010). "Allir vilja eignast íslenskar vinir" Hverjar eru helstu hindranir á vegi erlendra grunn- og framhaldsskólanemenda í íslensku skólakerfi? Reykjavík: Háskólaprent ehf. Þóroddur Bjarnason (2008). Félagsleg staða grunnskólanema af íslenskum og erlendum uppruna. Sótt 20. Mars 2010: http://www. felagsmalaraduneyti.is/media/innfl/Thoroddur_Bjarnason.pdf Fjölmenningarhyggja og siðareglur kennara Anh-Dao Tran

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.