Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.03.2010, Blaðsíða 20
20 SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 10. ÁRG. 2010 hREYFING Umræður spunnust í leikskólanum Garða- seli á Akranesi um hvort ástæða væri til að bjóða þeim fjögurra ára börnum sem glíma við slaka grófhreyfifærni upp á viðbótar- hreyfingu. Börnum með slakan málþroska, slaka fínhreyfifærni eða slaka hljóðkerfis- vitund hefur staðið til boða að fara í átakshópa en það sama hafði ekki gilt um þá sem voru eftirbátar jafnaldra í gróf- hreyfifærni. Hugmyndin var því sú að kanna hvort einhver börn væru það slök í hreyfingu að þau þyrftu að fá sérstaka eflingu á því sviði. Garðasel er heilsuleikskóli og þar hefur hreyfing, næring og listsköpun verið sett í forgrunn ásamt því að lögð er áhersla á gæði í samskiptum. Þau börn sem stunda nám í heilsuleikskólum eiga öll heilsubók þar sem upplýsingar eru færðar inn tvisvar á ári um heilsufar, hreyfifærni, úthald, hæð og þyngd, næringu og svefn, lífsleikni og færni í listsköpun. Lögð er áhersla á öflugt hreyfinám sem örvar og eflir hreyfifærni barnanna ásamt því að þau upplifa þá ánægju og vellíðan sem hreyfingin veitir þeim. Markmiðið er að efla alhliða þroska barnsins, líkamsvitund og trú á eigin getu, sem leiðir af sér aukna félagsfærni og leikgleði sem treystir vináttubönd. Spurningin var hvort nóg væri að líta til heilsubókarinnar og finna þannig þau börn sem þyrftu á hreyfiátaki að halda eða hvort ætti að leggja staðlað hreyfifærnipróf fyrir börnin. Eftir að hafa rætt þessi mál við Sigríði Kr. Gísladóttur iðjuþjálfa sem starfar hjá heilsugæslu SHA og Sérfræðiþjónustu Akranesskaupstaðar var ákveðið að fara af stað með samvinnuverkefni. Áður en lagt var upp í þessa vegferð voru sett niður markmið, leiðir og endurmat tímasett. Samið var um ýmis praktísk atriði, svo sem kostnað sem fylgdi verkefninu, ákveðið hver fylgdi því eftir og hvernig best væri að haga skilum á niðurstöðum til foreldra. Ákveðið var að nota hreyfiprófið M-ABC-2 (Movement Assessment Battery for Children-2), sem er staðlað hreyfiþroskapróf ætlað þriggja til sextán ára börnum. Það tekur til samhæfingar, fínhreyfinga og fingrafimi, samhæfingar sjónar og hreyfinga auk jafnvægis í kyrrstöðu og á hreyfingu en viðmið eru bresk/bandarísk. Kostir þessa prófs eru að það er mjög myndrænt og fyrirlögn tekur stutta stund, eða 20-30 mínútur. Færni barnanna, sem öll eru fædd árið 2004, yrði metin og ákveðið að þau börn sem mældust undir 16. hundraðsröð færu í hreyfistund þrisvar sinnum í viku næstu þrjá mánuði. Að þeim tíma liðnum yrði færni barnanna könnuð á ný með sama matstæki. Útbúinn var upplýsingabæklingur til foreldra auk eyðublaðs þar sem þeir gáfu samþykki sitt fyrir því að prófið yrði lagt fyrir barn þeirra. Í bæklingnum voru foreldrar meðal annars hvattir til að virkja börn sín til að taka aukinn þátt í ýmsum daglegum viðfangsefnum sem ýta undir hreyfifærni, svo sem að klæða sig, taka þátt í heimilisstörfum, fara í gönguferðir og sund og nýta önnur tækifæri í umhverfinu. Foreldrar fengu upplýsingar um verkefnið í janúar 2009 og þá þegar var hafist handa við að leggja prófið fyrir. Sigríður iðjuþjálfi sá alfarið um prófun, sem fór fram í leikskólanum, en þrjá dagshluta tók að leggja M-ABC -2 fyrir börnin. Áður en Sigríður skilaði inn niðurstöðum úr prófinu bað hún starfsfólk deildarinnar að skrá á blað þau börn sem það taldi líkleg til að vera með slaka færni í fínhreyfingum annars vegar og grófhreyfingum hins vegar. Þetta var gert til þess að bera faglegt mat leikskólakennara á stöðu barnanna saman við niðurstöður úr prófinu. Niðurstöður og framkvæmd Niðurstöður úr prófinu voru þær að af þeim 26 börnum sem þátt tóku reyndust þrjú þeirra með færni fyrir neðan 16. hundraðsröð eða um 11,5%, sjá töflu 1. Þetta var að mestu í góðu samræmi við faglegt mat leikskólakennara. Þeim sem viku frá í hreyfiþroska var boðið að fara aukalega í skipulagða hreyfingu tvisvar sinnum í viku auk þess sem þau héldu áfram að fara í vikulega hreyfistund með deildinni sinni. Ástæða þótti til að bjóða einu barni í viðbót að taka þátt í þessum tímum. Heildarframmistaða þess barns mældist í 16. hundraðsröð auk þess sem það glímdi við víðtækari þroskafrávik. Tímarnir voru þannig samansettir að einn tími var hefðbundin hreyfistund í leikskólanum með allri deildinni, annar tími var einnig í leikskólanum en einungis Hreyfiátak í Garðaseli Það er mat okkar sem þátt tókum í þessu samvinnuverkefni að það sé ekki nauðsynlegt að prófa hreyfiþroska allra barna heldur nægi að skoða færni þeirra sem grunur leikur á að séu eftirbátar jafnaldra. Hoppað fram af borði í hreyfistund Jafnvægisæfing Lj ós m yn di r f rá h öf un du m .

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.