Skólavarðan - 01.01.2003, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.01.2003, Blaðsíða 9
tíð en valdatogstreita og yfirgangur sáust ekki. Það sem gerir aga í leikskólum oft erfiðan er einmitt valdatogstreitan, hver á að ráða yfir hverjum. Enginn vill láta stýra sér blint fram og aftur. Starfið í báðum leikskólunum var al- mennt mjög mótað og stefnan skýr, það var einhvern veginn eins og hugsunin sæti í veggjunum! Skýr hugmyndafræði skilar sér alltaf. Ef það er ósamræmi í því hvernig kennarar og aðrir starfsmenn koma fram við nemendur þá veldur það agaleysi og slæmri hegðun. Það er ekkert auðveldara að halda uppi aga í leikskólum en á öðrum skólastigum. Ég hef kennt í grunnskóla og munurinn felst í að leikskólabörnin eru miklu hvatvís- ari og hafa ekki tamið sér þær umgengnis- reglur sem gilda. Hins vegar megum við ekki gleyma því að hugtakið agi er ekki síð- ur skilgreint á ólíka vegu en hugtakið sjálf- ræði. Ég legg þá merkingu í aga að hann sé innri sannfæring um það hvernig þú hegð- ar þér en ekki það að fara eftir reglum og stýringu umhugsunarlaust. Ásókn í einfaldar skyndilausnir er hættuleg Ég hef verulegar áhyggjur af því hvað fólk virðist - í þessum hraða samtíma okkar - sækja í einfaldar skyndilausnir. Þetta er bara eins og með skyndibitafæðið. Það á að redda málunum hér og nú. Þetta eru ekki lausnir sem vísa til framtíðar en þær virka á staðnum og stundinni. Sem dæmi má nefna verðlaun, límmiða og aðrar þess háttar at- ferlismótandi aðferðir. Þær stuðla ekki að því að byggja upp einstakling sem býr yfir sjálfsaga og sjálfsstjórn heldur eru einungis til þess fallnar að fá einhvern til þess að gera það sem maður vill að hann geri. Það er mikil ásókn í þessar aðferðir um þessar mundir vegna þess að fólk er í vanda og vill láta leysa hann. Ég hef líka grun um að við höfum stundum lítið þol. Leikskóla- börn eru hávaðasöm og þurfa mikið að vera á hreyfingu, við verðum að taka tillit til þess og virða það. Við gleymum einnig oft að líta til áhugahvatar barnanna. Ef börn hafa brennandi áhuga á því sem þau eru að gera geta þau einbeitt sér mjög mikið. Og barn sem er að vinna verkefni sem það hef- ur áhuga á er sjaldnast að gera eitthvað af sér á meðan. Vandinn er frekar í eyðunum, hléunum á milli vinnustunda og þegar það kemur rót á hópinn af því að hann er að skipta úr einu í annað. Í þessu samhengi er skipulagning um- hverfis lykilatriði. Börnin þurfa að geta val- ið sér og náð í áhugaverð verkefni í skipu- lögðu umhverfi, hafa frjálsan aðgang að þeim og þurfa ekki að biðja um þau. Til þess að geta náð í verkefnin sjálf þurfa nemendur að vera búnir að læra umgengni í rýminu sem er til afnota. Þetta snýr meira að einstaklingsvinnu og sjálfvöldum verk- efnum með einum til tveimur öðrum, en í hópvinnu er unnið sameiginlega í afmörk- uðu verkefni. Þar er kennarinn ef til vill meira áberandi. Smám saman verða svo hópverkefni flóknari og taka þarf tillit til fleiri þátta, upp í til dæmis uppfærslu leik- rits með öllu sem hún felur í sér. Börn þurfa að læra hvort tveggja, að starfa ein og í hópi.“ „Af því bara“ reglur eru út í hött Sesselja hefur flutt fyrirlestra í leikskól- um um aga í leikskólastarfi og skilgreining hennar á aga er svohljóðandi: Að einstaklingur temji sér þær umgengnis- reglur að hann lifi í sátt við umhverfi sitt og að öðrum líði vel í kringum hann. Sesselja bendir á að í aðalnámskrá sé tal- að um að agi sé félags,- siðgæðis- og til- finningaþroski. „Þetta er agi í hnotskurn og það sem málið snýst um,“ segir hún, „miklu fremur en að læra að fylgja reglum. Auðvitað þurfa að vera reglur, einhvers konar „svona gerum við í þessum leik- skóla“, en þær á að setja fram á þennan já- kvæða hátt í stað þess að leggja áherslu á það sem er bannað. Reglur eiga að spretta af þörf og um leið og börn hafa þroska til eiga þau að fá að taka þátt í að móta þær. Reglur mega ekki vera „af því bara“ reglur sem allir eru búnir að gleyma til hvers voru settar. Og það er út í hött að setja reglur sem ekki er farið eftir. Siðir og venjur í leikskólanum eiga að líkjast því sem gengur og gerist úti í þjóð- félaginu almennt. Þá geta nemendur auð- veldlega yfirfært á aðrar aðstæður. Reglan um að ekki megi tala við matarborðið er við lýði í sumum leikskólum en hvers kon- ar mannasiðir eru það? Við notum einmitt matartímana til þess að spjalla saman.“ Að sögn Sesselju eru leikskólar sem starfa í anda leikskólastefnu þeirra Kamii og DeVries ekki endilega hljóðlátari en aðrir leikskólar en þar ríkir ekki agaleysi. Börnin eru frjáls og talsvert á ferðinni og umhverfið er skipulagt með þarfir þeirra í huga, að leikefni sé aðgengilegt og vinnu- umhverfið þægilegt. Skapalónaföndur og verkefnabækur og -blöð sjást ekki. Sesselja telur að leikskólar og grunnskólar geti sameinast í meira mæli en nú er um ýmsar leiðir í starfi, sem dæmi nefnir hún svokall- aða könnunaraðferð (Project Approach) sem er verkefnavinna sem hentar vel í fyrstu bekkjum grunnskóla ekkert síður en í leikskóla. Þegar okkur þykir gaman þá erum við til friðs! „Skilin milli leik- og grunnskóla eru oft of skörp,“ segir Sesselja, „og sjálfræðishug- takið, undirliggjandi hugmyndir og þær að- ferðir sem Kamii og DeVries hafa þróað út frá því henta að mínu mati í allri kennslu. Þvert á skólastig og í kennslu allra barna, líka þeirra sem víkja verulega frá í þroska. Það er dálítið merkilegt - og ýmsir fræði- menn hafa bent á þetta - að það sé mælt með sjálfræði en síðan þegar börnin víki eitthvað frá sé farið að nota allt aðrar að- ferðir. Þá er farið að stýra þeim, þá missa þau áhugann, þar með einbeitinguna og loks hæfileikann til að læra. Í stað þess að skoða áhugahvöt þeirra og hvað þau taka sér fyrir hendur sjálfsprottið. Þetta tengist auðvitað Gardner, að við eigum að byggja Hegðun og hópast jórnun 11 Af námskeiði Sesselju: Hverjum datt eiginlega í hug að til þess að fá fólk til að gera bet- ur þurfi að láta því líða illa? Fólk gerir betur ef því líður vel. Leikskólabragurinn var mjög góð- ur í þessum leikskólum og ég sá ekki árekstra á milli kennara og barna. Umræður og mismunandi sjónarmið voru tíð en valdatog- streita og yfirgangur sáust ekki. Það sem gerir aga í leikskólum oft erfiðan er einmitt valdatogstreit- an, hver á að ráða yfir hverjum. Enginn vill láta stýra sér blint fram og aftur. Hérlendis hugsum við allt of lítið fyrir því að undirbúa börn fyrir það sem við erum að fara að gera. Förum til dæmis með börnin á listasafn, þau láta eins og bestí- ur og þá skömmum við þau! Hvernig eiga þau að vita að þau eiga ekki að hlaupa um og hafa hátt ef við erum ekki búin að segja þeim hvaða umgengnis- reglur gilda á safni?

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.