Skólavarðan - 01.01.2003, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.01.2003, Blaðsíða 25
Skólaþróun og fagleg forysta - rann- sóknir og reynsla Um þennan dagskrárlið sáu þau Peter Earley frá Háskólanum í London og Eve Reynolds skólastjóri Colby school á Englandi. Peter Earley ræddi málið út frá fræðilegu hliðinni en Eve Reynolds kom inn á það út frá raunveruleikanum og reynslu sinni. Í máli sínu fór Peter Earley yfir muninn á forystu (leadership) og stjórnun (manage- ment) og nauðsyn þess að báðir þessir þættir væru í lagi við stjórnun. Þá fór hann yfir mismunandi stjórnunarstíl til að ná sem bestum árangri og mismunandi að- ferðir eftir eðli viðfangsefnisins. Í lok máls síns lýsti hann því mikilvægasta varðandi forystu. Þar kom fram mikilvægi þess að stjórnendur viðurkenni að þeir geri mistök og að þeir taki tillit til við- horfa og starfa annarra. Eve Reynolds sagði frá reynslu sinni þegar hún kom í september 1996 sem að- stoðarskólastjóri úr stórum skóla og gerðist skólastjóri Colby school sem er lítill sveitarskóli. Ástandið þar var mjög bágborið þegar hún tók til starfa. Stjórnun, kennsla, hegðun og árangur nemenda var í ólestri. Hún fékk þrjú ár til að snúa dæminu við en ákvað nemendanna vegna að gefa sér aðeins átján mánuði í verkefnið. Í janúar 1998 var svo gerð úttekt á skólanum frá ríkinu og kom hann þá út sem besti skólinn. Hún gerði síðan grein fyrir stöðunni í janúar 2001 og var þá öll starfsemin orðin til fyrirmyndar. Í máli sínu greindi hún frá þeim aðferðum sem hún beitti til að ná þessum frábæra árangri. Hún skipti mánuðunum átján sem hún ætl- aði í verkið í þrjú tímabil og afmarkaði þá þætti sem bæta skyldi á hverju tímabili. Nú gegnir skólinn vissu forystuhlutverki (Lead school) og fær 35.000 punda fjárveitingu á ári til að leiðbeina öðrum skólum. Ein- kunnarorð skólans eru: Hugsandi skóli - hugsandi kennarar - hugsandi börn. Eve Reynolds lét af störfum við Colby school um áramótin og tók við stjórn skóla í London þar sem 70 - 80% nemenda tala ensku sem annað tungumál. Flutningur grunnskólans til sveitar- félaga - var það heillaspor? Hverju svara skólastjórar? Þau Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhanns- son og Steinunn Helga Lárusdóttir frá KHÍ fjölluðu um niðurstöður úr rannsókn- um sem þau hafa gert á störfum skólastjóra við íslenska grunnskóla og viðhorfi þeirra til flutnings grunnskólans til sveitarfélaga. Fyrri rannsóknin var gerð árið 1991 og sú síðari árið 2001. Mesta athygli vakti hversu jákvæð viðhorf skólastjóra voru til tilfærsl- unnar. Í umræðu á eftir framsögunni komu fram vafaraddir um að sama niðurstaða fengist ef rannsóknin færi fram nú. Ástæð- ur sem meðal annars voru nefndar voru breytingar á störfum skólastjóra, ekki síst eftir gerð núgildandi kjarasamnings. Útgáfa námsgagna - Námsgagna- stofnun Framsögu höfðu þau Ingibjörg Ásgeirs- dóttir forstjóri Námsgagnastofnunar, Guð- laug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri Anda- kílsskóla og Kristinn Kristjánsson for- stöðumaður grunnskóladeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í upphafi máls síns fór Ingibjörg Ásgeirs- dóttir yfir tölulegar upplýsingar um Náms- gagnastofnun, hlutverk hennar og útgáfu- stefnu. Þá gerði hún grein fyrir við- horfskönnun sem var gerð á meðal kennara á haustþingum sl. haust. Guðlaug Erla byggði erindi sitt á eigin rannsókn. Hún kom meðal annars inn á breyttar áherslur í kennslu í takt við nýja aðalnámskrá, hvar skórinn kreppir varðandi námsefni, vef stofnunarinnar og sérkvótann. Í máli Krist- ins Kristjánssonar kom fram að námsefnis- skortur virtist ekki há skól- unum þó að raddir væru uppi um aukið fjármagn. Hann sagði að ríkið vildi gjarnan losna við rekstur Námsgagnastofnunar en spurði einnig hvers vegna þörf væri á að breyta rekstr- arforminu þegar eining væri um reksturinn. Kristinn setti fram þá skoðun sína að það ætti að hætta að eyða orkunni í að finna leiðir til að losa ríkið við Námsgagnastofnun en einbeita sér að því að tryggja stofnuninni meira fjármagn til að tryggja rekstur hennar. Að dagskrá námsstefnunnar lokinni var haldinn ársfundur SÍ. Auk þess að sam- þykkja þar reikninga ársins 2001 var félags- aðild deildarstjóra og starfsfólks á skóla- skrif-stofum að SÍ rædd. Þá voru kynntar niðurstöður úr könnun SÍ, FG og LN varðandi framkvæmd kjarasamningsins og í framhaldi af því voru kynnt drög að launa- og kjarastefnu SÍ. Fundargerðir ásamt glærum, bæði frá námsstefnunni og ársfundinum, er að finna á heimasíðu SÍ. Jón Ingi Einarsson Skólast jórar funda Námsstefna SÍ var haldin á Akureyri 8. og 9. nóvember sl. Góð aðsókn var að henni og voru þátttakendur alls 170. Viðfangsefni námsstefnunnar skiptist í þrennt: Skólaþróun og fag- leg forysta - rannsóknir og reynsla, flutningur grunnskólans til sveitar- félaga og útgáfa námsgagna. Námsstefna Skólastjórafélags Íslands 27 Eve Reynolds sagði frá reynslu sinni sem skólastjóri lít- ils sveitarskóla. Á einungis einu og hálfu ári tókst henni að snúa vörn í sókn og gera slæman skóla að skóla sem gegnir forystuhlutverki og fær háa fjárveitingu ár- lega til að leiðbeina öðrum að sama marki. Einkunnar- orð skólans hennar Eve eru: Hugsandi skóli - hugsandi kennarar - hugsandi börn. Nokkrar myndir frá námsstefnu SÍ. Gífurleg að- sókn var á námsstefnuna og hún heppnaðist með eindæmum vel, enda framsöguerindi bæði fróðleg og áhugaverð.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.