Skólavarðan - 01.01.2003, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.01.2003, Blaðsíða 26
Kjaramál , frétt 28 Aðilar kjarasamninga ríkisins hafa ákveðið að efna til sameiginlegrar fræðslu fyrir trúnaðarmenn, sam- starfsnefndir og forstöðumenn í framhaldsskólum til þess að efla samstarf starfsmanna og stjórnenda og stuðla að faglegri gerð og virkri framkvæmd stofn- anasamninga. Þetta er gert í samræmi við bókanir með síðustu kjarasamningum. Vinnuhópur er skipaður fulltrúum BHM, BSRB, Félags for- stöðumanna í ríkisstofnunum og fjármálaráðuneytisins, og fyrir hönd KÍ þeim Elnu Katrínu Jónsdóttur formanni Félags fram- haldsskólakennara og varaformanni KÍ og Ingibjörgu Guð- mundsdóttur skólameistara. Hópurinn hefur skipulagt námskeið í fjórum hálfsdags lotum sem saman mynda eina heild. Boðið verður upp á fyrri tvær loturnar frá febrúar til október 2003. Seinni tvær verða í boði frá september 2003 til maí 2004. Fyrsta lotan hefst 11. febrúar nk. Hvert námskeið verður haldið sjö sinnum, fimm sinnum í Reykjavík og einu sinni á Akureyri og á Egilsstöðum. Gert er ráð fyrir að sömu einstaklingar sæki allar fjórar loturnar, en námsvísir og tímasetningar auk annarra upp- lýsingar hafa verið sendar út til þeirra er málið varðar. Í fyrstu lotunni verður fjallað um stjórnun starfsmannamála. Í annarri lotunni er umfjöllunarefnið launastjórnun, samstarfs- nefndir og stjórnun breytinga. Yfirskrift þriðju lotunnar er sam- starf og samvinna og í síðustu lotunni verður athyglinni beint að matskerfum og hvatningu. Öll námskeiðin í Reykjavík verða haldin á Grand Hóteli. Á Eg- ilsstöðum verða námskeiðin haldin á Fosshóteli Valaskjálf en ekki hefur endanlega verið ákveðið hvar kennslan fer fram á Akureyri. Leiðbeinendur eru Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, lektor á sviði stjórnunar við Viðskipta- og hagfræðideild H.Í., Svali H. Björgvinsson, forstöðumaður starfsþróunarsviðs IBM Business Consulting Services, Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður Endur- menntunar Háskóla Íslands og Rannveig Einarsdóttir, deildar- stjóri MFA, fræðsludeildar ASÍ. Þeir sem enn hafa ekki skráð sig geta haft samband við End- urmenntun Háskóla Íslands í síma 525-4444 eða með tölvu- pósti á endurmenntun@hi.is Framhaldsskóli Samstarf og samningar Ráðstefna - sýning - verð laun Skóli á nýrri öld Markmið ráðstefnununnar er að vekja athygli á því sem vel er gert á sviði nýbreytni í skólastarfi, miðla upplýsingum til skóla og vera skólum hvatning til dáða. Efni hennar er í stuttu máli kennsluhættir á 21. öld, ein- staklingsmiðað nám og samvinna nemenda þar sem beitt er fjölþrepa kennsluskipulagi. Fjallað verður um þessi viðfangsefni bæði frá sjónarhóli fræðanna og framkvæmdar í skólunum. Fyrirlesarar koma frá grunnskólum, háskólasamfélaginu og kanadískur sérfræðingur í kennsluráðgjöf, Maxine Giberson, fjallar um einstaklings- miðað nám og fjölþrepa kennslu. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis, en hún stendur yfir frá kl. 14:00 til 17:30. Ráðstefnustjóri er Ólafur H. Jó- hannsson lektor í stjórnsýslufræði við Kennaraháskóla Íslands. Hvatningarverðlaunin verða veitt sex grunnskólum í Reykjavík fyrir framúrskarandi nýbreytni- og þróunarverkefni. Á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, www.grunnskolar.is, eru upplýsingar um ráðstefnuna, sýninguna og verðlaunin. Þar er einnig að finna skráningareyðublöð. Fimmtudaginn 13. febrúar verður haldin ráðstefna um ný- breytni í kennsluháttum grunnskóla á Grand hótel í Reykjavík undir yfirskriftinni Skóli á nýrri öld. Ráðstefnan er samstarfs- verkefni Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, Kennarafélags Reykjavíkur og Skólastjórafélags Reykjavíkur og er ætluð kennurum, stjórnendum og starfsmönnum skóla. Jafnframt verður efnt til sýningar um nýbreytni í skólastarfi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur dagana 15. og 16. febrúar og hvatningar- verðlaun verða veitt í Ráðhúsinu sunnudaginn 16. febrúar kl. 15:00.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.