Skólavarðan - 01.01.2003, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.01.2003, Blaðsíða 28
Dag einn árið 1876 komu saman nokkrir blásturshljóðfæraleikarar í Reykjavík og héldu tónleika undir stjórn Helga Helgasonar tón- skálds. Skömmu síðar birtist gagnrýni í Þjóðólfi og þar var sagt frá því að tónlistarmennirnir hefðu sungið inn í hljóðfærin sín. Gagn- rýnandanum fannst það óskaplega spaugilegt og taldi að svona píp ætti varla framtíð fyrir sér. Íslenskt tónlistarlíf hefur vaxið með undraverðum hraða síðan þá og hefur aldrei verið eins blómlegt og nú. Ekki er langt síðan fyrstu alvöru tónleikasalirnir, Ýmir - tónleikahús Karlakórs Reykja- víkur - og Salurinn í Kópavogi, voru vígðir og því má kannski segja að nú séu tímamót í tónlistarheiminum hér, líkt og árið 1876. Báðir salirnir eru reyndar litlir og því verður fyrst ástæða til að skála þegar hin margumrædda draumatónlistarhöll verður reist við höfnina, en hún er enn á astral- planinu og hefur ekki líkamnast ennþá. Þangað til verður Laugar- dalshöllin að duga fyrir stærstu uppákomurnar. Gróskan í tónlistarlífinu á Íslandi birtist ekki síst í vinsæld- um tónlistarnáms. Tónlistar- skólar hér eru fjölmargir og á haustin komast færri að en vilja. Margir fara þá á biðlista og þar eru væntanlega nokkrir sem vona að einhverjir hinna heppnu detti á bananahýði eða eitthvað þaðan af verra svo að hægt sé að komast að. Flestir bið- listanemendur óska eftir píanókennslu, enda er píanóið vinsælast allra hljóðfæra og stór hluti allra sígildra tónverka samið fyrir það. Sem dæmi má nefna að Beethoven samdi 32 píanósónötur en aðeins 10 fiðlusónötur, og reyndar eru fiðlusónöturnar bæði fyrir fiðlu og píanó. Fjölmörg tónverk eru einnig fyrir söngrödd en þar hefur píanóið troðið sér líka, yfirleitt sem undirleikshljóðfæri. Gildi tónlistarnáms Til gamans má geta að undirleikarar eru oftar en ekki ógurlega viðkvæmir fyrir því að vera kallaðir undirleikarar og það er skiljan- legt. UNDIRleikari er hálfniðurlægjandi orð, það er næsti bær við að vera uppnefndur undirlægja, þræll, ambátt eða svín. Fyrir utan það að á tónleikum gleymist yfirleitt að kynna undirleikarann, nafn hans misritast í tónleikaskránni eða er skrifað með ósýnilegu bleki. Best er því að sýna undirleikurum nærgætni og kalla þá MEÐleikara sem er miklu fínna orð. En burtséð frá goggunarröð píanóheimsins þá hafa rannsóknir sýnt fram á að tónlistarnemendur, ekki bara þeir sem læra á píanó, eiga oft auðveldara með almenn fög en þeir sem ekki stunda tónlistarnám. Hljóðfæraleikur hefur jákvæð örvandi áhrif á heila barna, sennilega vegna þess að þar koma bæði heilahvelin við sögu, rökrétt hugsun þess vinstra og heildræn innsýn hins hægra. Hugur og hönd tengj- ast því að allskonar tilfinningar og hugmyndir eru tjáðar með líka- manum. Barnið lærir flókna samhæfingu sem nýtist því fyrir utan tónlistarnámið og í leiðinni þarf það að temja sér sjálfsaga og sjálfsgagnrýni. Með því að spila reglulega á nemendatónleikum og í hóp- tímum eykur það svo sjálfs- traust sitt. Tónlistarnám er því afar hollt og með því albesta sem foreldrar geta veitt börnum sínum. Mér datt þetta sisvona í hug þegar ég var beðinn að skrifa nokkur orð í þetta ágæta blað. Nú er rúmt ár síðan verkfall tónlistarkennara leystist og var það stór áfangi í sögu tónlistar á Íslandi. Ef tilkoma tveggja tónlistarhúsa braut ekki blað í íslenskri tónlistar- sögu þá gerði verkfallið það alveg örugglega. Þá hættu tónlistarkenn- arar að vera undirlægjur því að allt í einu gerðu allir sér ljóst hve tónlistar- nám skiptir miklu máli og hve tón- listarkennsla er stór hluti af menn- ingu okkar. Án hennar væri engin sinfóníuhljómsveit, engin ópera, engir menntaðir kórstjórar, engir undir... ég meina meðleikarar og engin íslensk tónlist, nema kannski rímnarapp. Hvernig þjóðfélag væri það? Núna sé ég í bara eitt ský á himninum en það er einsetning grunnskólanna sem takmarkar tón- listarkennslu allt of mikið. Ég er alls ekki á móti einsetningunni en hún er tónlistarkennurum vandamál sem þarf að leysa. Væntanlega þarf að stokka upp það kerfi sem nú ríkir, grunnskólar og tón- listarskólar þurfa að taka upp nánara samstarf eða jafnvel renna saman og ég trúi ekki öðru en að það sé hægt. Þegar það gerist (og stóra tónlistarhöllin rís við höfnina!!!) er ástandið virkilega orðið gott og þá fyrst er hægt að segja að tónlistarlífið á Íslandi sé orðið eins og það á að vera. Jónas Sen Höfundur er tónlistarkennari og tónlistargagnrýnandi, með meiru. Smiðshöggið 30 Undirlægjur! Núna sé ég í bara eitt ský á himninum en það er einsetning grunnskólanna sem takmarkar tón- listarkennslu allt of mikið. Ég er alls ekki á móti einsetningunni en hún er tónlistarkennurum vandamál sem þarf að leysa. Væntanlega þarf að stokka upp það kerfi sem nú ríkir, grunnskólar og tónlistarskólar þurfa að taka upp nánara samstarf eða jafnvel renna saman og ég trúi ekki öðru en að það sé hægt.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.