Skólavarðan - 01.01.2003, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.01.2003, Blaðsíða 21
varð nafnið Tónskólinn Do-Re-Mi ofan á en ekki Tónskóli Vilbergs. Skólinn hefur gott orð á sér en er of lítill miðað við vest- urbæinn og ekki er hægt að taka við öllum þeim sem vilja hefja þar nám. Við skólann starfa nú níu kennarar en nemendur eru rúmlega eitt hundrað. „Þegar við vorum í Njarðvík höfðum við hug á að stofna píanóskóla í Reykjavík, sem við svo gerðum með vinkonu okkar, Ingu Ástu Hafstein. Þetta tók allt mikinn tíma og svör frá borginni drógust á langinn. Í febrúar árið 1994 var Agota komin að því að fæða tví- burana sem við eigum, mér var boðið að stjórna Karla- kór Keflavíkur og þá loks kom leyfið fyrir stofnun skólans og við fengum nóg að gera. Við byrjuðum með skólann á Víði- mel og vorum þar í fimm ár. En þetta hef- ur ekki gengið áfallalaust fyrir sig og um tíma hékk framtíð skólans á bláþræði en að lokum var höggvið á hnútinn og starfsemi skólans tryggð.“ Til náms í borginni þar sem C- vítamínið var fundið upp Árið 2000 fengu þau hjónin styrk frá Starfsmenntunarsjóði tónlistarkennara og höfðu því möguleika á hálfs árs námi í út- löndum. Fjölskyldan tók sig upp og fór til heimalands Agotu, borgarinnar Szeged, til að skoða hvernig píanónámi væri háttað í Ungverjalandi. En árin urðu tvö. Seinna árið var aðal- verkefni Vilbergs að undirbúa útgáfu bókar með tólf jóladúettum fyrir píanó sem hann hafði útsett og kom sú bók út núna fyrir síðustu jól. „Ég hef útsett mikið í gegnum tíðina, kennarar voru farnir að biðja mig um út- setningarnar en þær voru svo illa frágengn- ar að ég varð að skrifa allt upp aftur og á endanum var ákveðið að gefa það út. Bókin er þannig byggð upp, sem er nýmæli, að sá sem er neðri rödd fær líka að leika laglín- una þannig að þetta virkar eins og kamm- ermúsík og það er svo miklu skemmtilegra fyrir krakkana. Bókin er skreytt fallegum myndum sem ungversk listakona, að nafni Szucs Édua, teiknaði og hefur henni tekist mjög vel til. Ég notaði þekkingu mína úr klassíkinni og poppinu í þessa bók. Öll reynsla í tónlist er af hinu góða og þroskar mann sem listamann.“ Eldorganistinn Vilberg telur að öll reynsla í tónlist geri mann að betri tónlistarmanni og hann sjálfur komið víða við, var meðal annars kirkjuorganisti á Ísafirði, Útskálum og á Keflavíkur- flugvelli. Organistaferillinn byrjaði ekki vel því eftir fyrstu messuna hans á Ísa- firði brann kirkjan, sem varð til þess að hann fékk viður- nefnið eldorganistinn, og sumir vinir hans vildu halda því fram að Guði líkaði ekki allt sem hann spilaði. Hér hefur verið stiklað á stóru í lífi Vil- bergs Viggóssonar píanóleikara, tónlistar- kennara, skólastjóra og eldorganista en þetta er aðeins brot af því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur í gegnum tíðina. En þegar við yfirgefum Frostaskjól þennan morgun flýgur hugsunin „ég vildi að ég hefði lært á hljóðfæri“ gegnum huga blaða- manns. Steinunn Þorsteinsdóttir Viðta l 23 Ég held að ég hafi verið latasti nemandinn sem Ragnar var með, sjálfur hef ég aldrei fengið svona latan nem- anda. Ragnar hreinlega stundi þegar ég var að koma í sjötta og sjöunda skiptið með c dúr og ekki enn kominn með fingrasetninguna á hreint.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.