Skólavarðan - 01.01.2003, Side 27

Skólavarðan - 01.01.2003, Side 27
Dansar og hreyfileikir fyrir leikskólabörn Leikskólakennarar eru mjög duglegir við að láta börnin syngja og kenna þeim vísur og lög. Þess vegna er það okkur mikil ánægja að láta þá njóta úr safni okkar. Veturinn 2001 héldum við námskeið þar sem við kynntum nokkra dansa sem við höfðum safnað og þýtt. Vegna fjölda áskorana frá leikskólakennurum ákváðum við að ráðast í útgáfu þessarar handbókar. Í henni eru 30 dansar og hreyfileikir, íslenskir og erlendir. Auk þess fylgir geisladiskur með. Til að gera okkur kleift að gefa efnið út sóttum við um styrki hjá Barnamenningarsjóði Menntamálaráðuneytisins og Leikskólaráði Reykjavíkurborgar sem við og fengum. Þökkum við þeirra stuðn- ing. Það er von okkar að handbók þessi sé aðgengileg og komi leikskólakennurum og öðrum sem starfa með börnum á leikskólaaldri að góðum notum. Bókin er til sölu hjá okkur og er hægt að panta hana símleiðis eða í gegnum tölvupóst. Einnig bjóðum við upp á námskeið í dönsum og hreyfileikjum bókarinnar. Í von um góðar viðtökur, Kolfinna Sigurvinsdóttir - kolfinn@ismennt.is s: 553 8955 / 893 8949 Hulda Sverrisdóttir - hsverris@ismennt.is s: 568 7688 / 695 8662 Verð bókar ásamt geisladiski er kr. 4.500,- Hús til leigu í Hafnarfirði í eitt ár Við bjóðum til leigu hús í Setbergslandi í Hafnarfirði. Um er að ræða fallegt hús með fallegum garði, vel frágengið, þrjú til fjögur svefnherbergi, eldhús, tvö baðherbergi, stór stofa , þvottahús og skáli. Hægt er að hafa einhverjar mublur ef vill. Húsið er leigt til eins árs frá júli 2003 til júníloka 2004 vegna orlofs eigendanna. Nánari upplýsingar veita : Magnús Þorkelsson, maggi@flensborg.is og Sigríður Gunnlaugsdóttir, siggalo@ismennt.is eða í síma 5654856. Góður, betri, bestur Góður, betri, bestur, námsefni í skrift fyrir 1. til 7. bekk var í upphafi hannað af sex kennurum í Sólvallaskóla, en nú sjá þær Anna Fríða Bjarnadóttir og Ragna Gunnarsdóttir um útgáfuna. Verkefnið var styrkt af Þróunarsjóði Árborgar og tilraunakennt í Sólvallaskóla veturinn 1999-2000. Nú þegar er námsefnið kennt í um 40 skólum víðsvegar um landið. Námsefnið hefur þá sérstöðu að rétthentir og örvhentir nota ekki sömu bækur. Í bókunum fyrir örvhenta er forskriftin höfð hægra meginn í stað vinstra megin venjulega, sem auðveldar örvhentum að sjá forskriftina og léttir þeim skriftarnámið til muna. Í bókunum er að finna fjölbreytt verkefni og lögð er áhersla á sjálfsmat nemenda. Nú þegar eru komnar út eftirfarandi bækur: • Kennarabók með hagnýtum upplýsingum, markmiðssetningu og tillögum að námsmati í skrift. • 1. bekkjar námsefni, mappa til fjölritunar • Skriftarbók A fyrir hvern árgang frá 2. - 7. bekkjar, annars vegar fyrir rétthenta og hins vegar fyrir örvhenta. B-bókin er væntanleg. Hægt er að panta bækur eða nálgast allar upplýsingar á www.simnet.is/skrift Frá Orlofssjóði KÍ Páskaleiga á orlofshúsnæði 2003 Félagsmenn í Kennarasambandi Íslands, athugið! Sækja þarf sérstaklega um úthlutun á orlofshúsnæði um páskana. Í boði eru: • 13 orlofshús með heitum potti í Ásabyggð við Flúðir (verð I 13.400 / verð II 15.600) • 6 ný orlofshús með heitum potti í Heiðarbyggð við Flúðir (verð I 17.000 / verð II 19.500) • 3 orlofshús með heitum potti í Kjarnaskógi við Akureyri (mismunandi verð eftir stærð húsa) • 6 nýjar íbúðir að Sóleyjargötu 25 í Reykjavík • 4 íbúðir og 5 herbergi að Sóleyjargötu 33 í Reykjavík. Páskatímabilinu er skipt í tvennt. Fyrra leigutímabilið er frá 11. apríl - 16. apríl og hið seinna frá 16. apríl - 22. apríl. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Orlofssjóðs Kennarasambands Íslands fyrir 20. mars 2003, netfang orlof@ki.is Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna Verkefna- og námsstyrkjasjóður Kennarasambands Íslands auglýsir styrki til félagsmanna sem vinna að rannsóknum og þróunarverkefnum í grunnskólum skólaárið 2003-2004. Vakin er athygli á því að allir styrkir eru einstaklingsstyrkir til kennara eða kennarahópa. Styrkir til þróunar og nýbreytni í kennslu og skipulags skólastarfs verða settir í forgang að þessu sinni. Einnig verða veittir styrki til þeirra sem eru að vinna að rannsókn á lokastigi framhaldsnáms. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Kennarasambandsins og vefsíðu félagsins www.ki.is. Umsóknir sendist til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs KÍ, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík, í síðasta lagi 1. mars 2003. Verkefna- og námsstyrkjasjóður Kennarasambands Íslands Evrópskt skólasamstarf og endurmenntun kennara styrkt Endurmenntunarstyrkir Sókrates, menntaáætlun ESB, styrkir kennara á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi til endurmenntunar. Námskeið vari í 1-4 vikur í ESB landi. Styrkir í skólastarfi Skólum eru veittir styrkir til þátttöku í evrópskum samstarfsverk- efnum. Þau skiptast í eftirfarandi flokka: Skólaverkefni, tungumála- verkefni og skólaþróunarverkefni. Dæmi um þemu: Umhverfi, menning, landafræði, jarðfræði, matarvenjur og fleira. Umfjöllun- arefni takmarkast í raun af hugmyndaflugi þátttakenda. Ríflega hundrað skólar á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi hafa fengið Comeníusarstyrki á undanförnum sex árum. Verkefni geta varað í allt að þrjú ár og byggjast ávallt á samstarfi a.m.k. þriggja landa. Styrkur felur í sér ferðastyrki til kennara auk verkefnistyrks. Á heimasíðu landsskrifstofu Sókratesar er að finna skóla sem tekið hafa þátt í Comeníusi www.ask.hi.is Nýjungar styrktar Styrkir eru veittir til að koma á endurmenntunarnámskeiðum fyrir kennara og einnig til að þróa námsefni. Samstarf a.m.k. þriggja stofnana frá þremur Evrópulöndum. Upphæð styrkja getur numið allt að 10 milljónum ísl. króna. Lifandi tungumálakennsla Evrópskir verðandi tungumálakennarar eru styrktir frá sínu heima- landi til að aðstoða við tungumálakennslu í 3-8 mánuði. Um fimmt- án evrópskir aðstoðarkennarar eru hér við störf á ári hverju. Íslenskir skólar sækja um að fá til sín evrópska aðstoðarkennara til landsskrifstofu. Umsóknarfrestur rennur út 1. mars nk. Umsóknareyðublöð er að finna á slóðinni: www.ask.hi.is Nánari upplýsingar og aðstoð við umsóknir veita Ragnhildur Zoega rz@hi.is og Katrín Einarsdóttir katei@hi.is Landsskrifstofu Sókratesar/Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, Neshaga 16, 107 Reykjavík. Sími: 525 5813/525 5853. Fax: 525 5850. Smáauglýs ingar og t i lkynningar 29

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.