Skólavarðan - 01.04.2003, Page 4

Skólavarðan - 01.04.2003, Page 4
Íslenskukennarar virðast ekki hafa teljandi áhyggjur af áhrifum SMS skeyta á ritmálið öndvert við kenn- ara í Skotlandi sem vilja spyrna við fótum og telja að ritmáli stafi raunveruleg ógn af þessu nýja tjáningar- formi. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir skömmu á íslensku vefsetri kom fram að tæplega fjórir af hverj- um tíu telja að ritmálinu stafi hætta af smáskilaboð- um í farsímum. Rúmlega helmingur taldi hins vegar að hættan væri ekki fyrir hendi. SMS skeytin hafa á tiltölulega skömmum tíma orðið mjög vin- sæl, mest meðal ungs fólks, en þessi tækni spyr ekki um aldur og allir sem sjá hagkvæmni þess að senda fáein tákn milli farsíma hafa nýtt sér SMS. Kristján Árnason, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, er einn þeirra, en hann sagði í nýlegu viðtali við Morgunblaðið að hann teldi ekki stafa hættu af skeytastíl SMS skilaboðanna. „Það verður til ákveðinn stíll, svona símskeytastíll. Sérstakur stíll skapað- ist í kringum gömlu símskeytin en hann hætti þegar símskeytin hurfu. Ég veit ekki hvort má beita svipaðri líkingu á þetta,“ sagði í Kristján í viðtalinu. Hann nefndi líka að íslenskukennarar hefðu ekki rætt þetta sérstaklega og Kolbrún Kristinsdóttir varaformaður Samtaka móðurmálskennara segir að samtökin hafi ekki fjallað um áhrif SMS skeyta á ritmálið á opinberum vettvangi. Sjálf kveðst hún ekki hafa orðið áþreifanlega vör við SMS skeytastíl á ritverk- um nemenda. Kennarar í Skotlandi hafa hins vegar aðra sögu að segja. Þeir vilja sumir hverjir grípa til aðgerða gegn notkun styttinga í SMS stíl sem skotið hafa upp kollinum í ritgerðum og prófúrlausnum. Margir fjölmiðlar í Bretlandi birtu fyrir skömmu skólabókardæmi um áhrif SMS á ritmálið sem var að finna í ritgerð þrettán ára stúlku í Skotlandi. Upphaf ritgerðarinnar var á þessa leið: „My smmr hols wr CWOT. B4, we used 2go2 NY 2C my bro, his GF & thr 3 :- kids FTF. ILNY, it´s a gr8 plc.“ (Á ensku hefði textinn átt að vera þessi: „My summer holidays were a complete waste of time. Before, we used to go to New York to see my brother, his girlfriend and their three screaming kids face to face. I love New York. It´s a great place.“ - Eða í lauslegri íslenskri þýðingu: Sumar- fríið mitt var alger tímasóun. Áður fyrr fórum við iðulega til New York að heimsækja bróður minn, kærustuna hans og þrjú organdi börn þeirra. Ég elska New York. Það er frábær staður.) Þegar stúlkan var spurð hverju það sætti að hún skrifaði ritgerðina í SMS skeytastílnum svaraði hún því til að henni þætti það auðveldara en að skrifa venjulega ensku. Kennari stúlkunnar gapti af undrun þegar hann fékk ritgerðina í hendur. „Ég trúði ekki mínum eigin augum,“ sagði hann í við- tali við fréttamenn. „Síðan var sneisafull af myndleturstáknum og mörg þeirra þannig að ég gat ekki þýtt þau.“ En hvað finnst varaformanni Samtaka móðurmálskennara á Íslandi? „Mér finnst þetta skoska dæmi all- hrikalegt og ég vona að styttingarnar séu ekki eins hér heima,“ segir Kolbrún. „Hér á landi má hins vegar finna slíkt á svokölluð- um bloggsíðum, dagbókarsíðum á Netinu. Að mínum dómi er þróunin ekki heillavænleg, varla æskilegt að ritmálið breytist svona mikið og hafi svo ef til vill víðtækari áhrif,“ segir hún. Af viðbrögðum skólamanna í Skotlandi að dæma virðast margir telja að ritmálinu stafi veruleg ógn af þessari þróun. Ein kennara- samtök hafa þegar sent frá sér ályktun þar sem hvatt er til þess að innleiða algert bann við notkun SMS í móðurmálstímum því út- breiðsla þess „fari sem eldur í sinu“. Þá vöktu skólastjórar nýlega athygli á málinu í ársskýrslu sinni um samræmd próf ársins 2002 Ges task r i f 5Eru SMS skeytin ógn við ritmálið? „My smmr hols wr CWOT. B4, we used 2go2 NY 2C my bro, his GF & thr 3 :- kids FTF. ILNY, it´s a gr8 plc.“

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.