Skólavarðan - 01.04.2003, Page 6

Skólavarðan - 01.04.2003, Page 6
Þá finnst mörgum einkennilegt að búa í umhverfi þar sem gerð er sívaxandi krafa um mat á starfi stofnunar og upplýsingar þar um. Hin eiginlega yfirfærsla verður oft erfiðari. Það var þess vegna mikið fagnaðarefni þegar bandaríski fræðimaðurinn Penelope Lisi frá háskólanum í Connecticut var gistikennari um hríð hjá Háskóla Íslands og bauð fjórum skólum að taka þátt í verk- efni með sér og dr. Sigurlínu Davíðsdóttur um mat á skólastarfi og tilgang þess. Skólarnir fjórir eru Flensborgarskólinn, Foldaskóli, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Ölduselsskóli. Þeir hafa nú notið leið- sagnar Penni Lisi frá ársbyrjun 2001. Þar sem mat á skólastarfi hefur verið mikið til umræðu og úttekt á sjálfsmatsað- ferðum skólanna stendur sem hæst ákváðu þeir sem að matsverkefninu standa að halda ráðstefnu um mat á skólastarfi og var þangað boðið skólum sem hafa unnið sjálfsmat, fulltrúum menntamálaráðuneyt- isins, úttektaraðilum sem og öðrum áhuga- sömum. Ráðstefnan var haldin í MH laug- ardaginn 22. mars sl. Ekkert eitt líkan hentar öllum Þingið var sett með ávarpi Lárusar H. Bjarnasonar, rektors MH. Síðan töluðu þau Tómas Ingi Olrich, menntamálaráð- herra, Gerður Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík og María Þ. Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur hjá menntamálaráðueytinu. Í ávarpi ráðherrans kom fram að ráðuneytið skynjaði vaxandi áhuga meðal skólamanna á sjálfsmati og taldi ráðstefnuna sýna vilja þeirra til að miðla og skiptast á skoðunum um málið og minnti á að sjálfsmat leiddi fjölmargt jákvætt í ljós. Í ávarpi Gerðar var spurt hvers vegna viljum við meta skólastarf, hvað er mat á skólastarfi, er þetta ný bóla eða tilfallandi og hvernig eigum við a snúa okkur í mál- inu? Hún svaraði þessum spurningum og vísaði í bækling sem finna má á vefnum grunnskolar.is. María fór yfir stöðu úttektarmála. Hún útskýrði lagaákvæðin sem að baki búa, fór yfir úttektir og val úttektaraðila, tæki út- tektaraðila og leiðbeiningar til þeirra. Hún útskýrði framkvæmdina og meðferð niður- staðna. Þá skýrði hún niðurstöðurnar og greindi þær nánar. Sigurlína Davíðsdóttir fór yfir kenningar um mat á skólastarfi. Hún sagði að það byggði undir ákvarðanatöku og greindi bæði góða og lakari þætti skólastarfsins. Hún fór yfir matslíkön og skýrði þau og gerði jafnframt grein fyrir þeim kerfum sem tíðkast hér á landi. Hún spurði hvort til væri eitt líkan sem hentaði öllum og taldi svo ekki vera. Að- stæður í skólunum væru ólíkar, sem og þarfir, þekking, reynsla og tímasetningar. Allt slíkt ynni gegn einu kerfi fyrir alla. Penelope Lisi flutti erindi á ensku sem hún kallaði Focused Evaluation. Hún byrj- aði á dæmisögu sem sýndi að þetta snýst allt um ferlið. Það snýst allt um að bæta árangur nemenda. Hún fór yfir aðferðir og forsendur og minnti á að oftast er auðveld- ast að takast á við einföldu verkefnin sem þægilegt er að breyta, svo sem húsnæði, tímasetningar og mötuneyti, en menn forðast flóknu verkefnin, til dæmis kennsl- una og breytingar á henni. Nú tóku við kynningar á verkefnum skólanna fjögurra og eftir hlé tóku við kynningar á ýmsum skólum. Þær voru frá MS, FSu, Engjaskóla, Fjölbrautaskóla Suð- urnesja, Kópavogsskóla, FG, Árbæjarskóla, MA, Mýrarhúsaskóla en að auki var fjallað um forrit Benedikts Sigurðarsonar, fram- halds-skólarýni. Í erindunum komu fram fjölmargar nálg- anir og reynslusögur um ánægju og erfið- leika tengda sjálfsmati. Að lokum voru pallborðsumræður sem Ólafur Jóhannsson stjórnaði en auk hans tóku þátt María Þ. Gunnlaugsdóttir, menntamálaráðuneyti, Sigurjón Mýrdal, KHÍ, Unnar Hermannson, KPMG, Gunn- steinn Sigurðsson, Lindaskóla og Árni Heimir Jónsson, MR. Meðal þess sem fjallað var um var lærdómurinn af úttektum, hvernig ganga ætti frá greinargerðum, veita meiri ráðgjöf og hverju ætti að breyta við næstu endur- skoðun. F.h. ráðstefnuaðila Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólameistari Flensborgarskóla Ráðstefna Mat á skólastarfi hefur verið slagorð stjórnvalda um nokkurt skeið. Mörg- um hefur þó fundist erfitt að finna raunveruleika þess eða tilgang. Þetta hefur einnig orðið til þess að lagðar hafa verið fyrir gríðarmiklar kannanir sem stundum hafa beint athygli að styrkleika eða veikleika stofnunar en ekki endilega orðið meira en heimild um viðkomandi könnun. Mat á skólastarfi og raunveruleikinn Ráðstefna um mat á skólastarfi í Menntaskólanum við Hamrahlíð 22. mars 2003 7 Nánari upplýsingar um þingið og erindin sem þar voru flutt er að finna á Matsvefnum - http://www.flens- borg.is/maggi/matsvefurinn en þar er líka heilmikið af tenglum og verður bætt við eftir því sem tilefni verður til. Laugardaginn 3. maí verður haldið námskeiðið Næring og form - mikilvæg- ustu þættir uppeldis. Fyrirlesari er bandaríski uppeldissérfræðingurinn Jean Illsey Clarke, sem er Íslendingum að góðu kunn, en námskeið hennar í nóvem- ber sl. naut mikilla vinsælda. Jean er jafnframt höfundur bókarinnar Að alast upp aftur, sem margir kannast við. Námskeiðið fjallar um grundvallarþætti í uppeldi barna á ýmsum aldri og er sagt höfða jafnt til kennara og foreldra. Námskeiðsgjald er kr. 9,500 og áhugasamir geta skráð sig á vefsetrinu www.obradgjof.is eða í síma 553 9400. Námskeiðið er haldið á Hótel Nordica (áður Hótel Esja) og stendur yfir frá kl. 13-17. Námskeiðið Næring og form

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.