Þjóðmál - 01.09.2005, Side 48

Þjóðmál - 01.09.2005, Side 48
 Þjóðmál haust 2005 47 Nýlega kom út á vegum Bókafélagsins Uglu bókin Kommúnisminn eftir Richard Pipes, prófessor emeritus í sagnfræði við Harvard­ háskóla í Bandaríkjunum, í þýðingu Jakobs F. Ásgeirssonar og Margrétar Gunnarsdóttur. Þetta er fyrsta bókin sem kemur út á Íslandi um sögu kommúnismans. Bókin er einungis um 200 blaðsíður og má kalla að hún sé eins konar summa af fræðistörfum höfundarins um ævina, en Richard Pipes er einn þekktasti sérfræðingur heims í sögu kommúnismans. Hann hefur skrifað fjölmörg fræðirit um bylt­ inguna og kommúnismann í Rússlandi en einnig þungvæg rit um eignarrétt og frelsi. Þá var Pipes öryggismálaráðgjafi ríkisstjórnar Ronalds Reagans á árunum 1981–1982 og er að finna fróðlega lýsingu á þeim þætti í ævi hans í skemmtilegum endurminningum sem hann sendi frá sér undir yfirskriftinni Vixi (latína: ég hef lifað). Í bókinni Kommúnisminn er sagan rakin á aðgengilegan og skýran hátt. Lýst er fræði­ legum grunni kommúnismans, fjallað um fyrstu hugmyndir um eignalaust samfélag og hvernig kommúnisminn varð að fræðikenn­ ingu um afnám séreignarréttarins og vopnaða byltingu. Rakin er saga kommúnismans í Rússlandi og velt vöngum yfir því hvers vegna Rússland, þvert á alla spádóma Marx, varð fyrst landa til að verða kommúnískt. Sagt er frá stjórnarháttum Leníns og Stalíns í Sovét­ ríkjunum, samyrkjuvæðingunni og ógninni miklu, hnignun kommúnistastjórnarinnar og loks falli hennar í Evrópu. Fjallað er um sögu kommúnismans á heimsvísu – útbreiðslu hans til Kína og þróunarlanda, viðtökur hans á Vesturlöndum og kalda stríðið. Loks er reynt að grafast fyrir um það hvers vegna kommúnisminn mislukkaðist og gerð grein fyrir þeim óskaplegu mannfórnum sem hann kallaði yfir heimsbyggðina á 20. öld. Hér er birt stutt brot úr bókinni þar sem segir frá tilraun Salvadors Allendes til að koma á kommúnisma í Chile á upphafsárum áttunda áratugar 20. aldar. Marxistastjórn. Salvadors. Allendes.í. Chile. á. árunum. 1970–1973. er. óvenjulegt.dæmi.um.kommúnistabyltingu. sem.reynd.var.í.lýðræðislegu.landi.með.lýð- ræðislegum.aðferðum . Á.sjöunda.áratug.20 ..aldar.var.ríkisstjórn. Marxistastjórn Salvadors.Allendes Kafli.úr.bókinni.Kommúnisminn eftir.Richard.Pipes

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.