Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 13
13
Skólavarðan 1. tbl. 2012KEnnARInn
Biddu kennarann þinn
að spila þennan blús fyrir
þig. Hlustaðu á hvernig
hann spilar og spilaðu
svo með honum.
Fjölhæfur heimshornaflakkari með hugsjón
Ingi Haraldsson myndskreytir og eru teikningar hans uppfullar af
kímni og leikgleði. Kostuleg myndasaga geymir kennslufræði sem
talar til nemandans þar sem álfarnir Tikk og Takk færa honum sanninn
um hvað sé sameiginlegt með appelsínflösku og saxófón og fleira
sem varðar hljóðfærið. Lesandinn verður þar að auki þátttakandi
í myndasögunni með því að svara spurningum og leysa skapandi
verkefni sem þar eru innan um og saman við. Höfundur talar við
lesendur sína í annarri persónu og bendir þeim á leiðir til að hafa áhrif
á kennsluna. Stundum er kennaranum leiðbeint eða nemanda bent að
að biðja hann um ákveðna aðstoð. Mælt er með því að syngja lag áður
en hafist er handa við að leika það. Myndlist og bókmenntir eru með í
för. Heimsþekkt málverk, t.d. eftir Dali og Kandinsky koma við sögu
sem kveikjur fyrir skapandi umræður og túlkun og sagan af Búkollu
er í bókinni, skemmtilega myndskreytt og fær splunkunýtt hlutverk.
Nemandinn á að hugsa sér hvers konar tónlist passi við söguna, búa til
nýjan endi á hana, spila lítið lag byggt á henni og semja síðan nýjan
endi á lagið. Fjöldi þekktra smálaga og söngva eru tónsett í bókinni og
vænn kafli af jólaefni.
Passaðu að bakið sé beint og höfuðið upprétt þegar þú spilar
Áhersla er lögð á andlega og líkamlega vellíðan nemandans á meðan
hann æfir sig og kemur fram. Víða í bókinni eru áminningar um
líkamlega þætti eins og standa beinn, anda rétt og hafa hálsinn opinn.
Mundu að æfa þig í að spila
langar nótur og tónstiga
heima í hverri viku.
Slökunar- og öndunaræfingum er lýst í orðum og myndum en faðir
Albertos, Carlos, sem er læknir, lagði þær æfingar til. Aftast í bókinni
eru tvær mandölur sem nemandinn á að gefa sér tíma til að lita og það
má taka marga mánuði ef það hentar.
Alberto leggur áherslu á að útgáfa bókanna sé teymisvinna og
hann njóti ómetanlegs stuðnings margra aðila hérlendis sem erlendis.
Félag tónlistarskólakennara, mennta- og menningarmálaráðuneytið
og Tónlistarskólinn á Akureyri og fjöldi annarra koma að verkinu
með einum eða öðrum hætti. Bækurnar eru ekki gefnar út með
gróðasjónarmið í huga, t.d. selji Eymundsson bókina án álagningar
segir Alberto. Áhugasamir geta hlaðið bókinni frítt niður gegnum
vefinn Listin að leika.