Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 26
26
Skólavarðan 1. tbl. 2012
Góðar skýrslur hafa verið samdar til þess að undirbúa ráðstefnurnar
tvær og mér sýnast þær almennt vel unnar; þær eru bæði efnismiklar,
en einnig vel dregnar saman, og að mörgu leyti mjög samhljóma
og þess virði að fara rækilega yfi r þær vilji menn einhverju breyta.
Spurningin er ávallt hvernig sé best sé að gera sér mat úr svona efni,
en þó miklu frekar hverjir skuli gera það og til hverra ætla þeir að
skila afrakstri starfs síns?
Fyrir ráðstefnuna 2011, var birt skýrslan „Building a High-Quality
Teaching Profession. Lessons from around the world“ (frá OECD)
og (frá Asíufélaginu; eilítið öðruvísi, eldri útgáfa). Kafl arnir eru
Recruitment and initial preparation of teachers, Teacher development,
support, employment conditions and careers, Teacher evaluation and
compensation, Teacher engagement in education reform.
Fyrir ráðstefnuna 2012, voru gerðar tvær veigamiklar skýrslur.
Aðra skýrsluna vann John MacBeath, prófessor í Cambridge, fyrir
tilstuðlan Education International. Sú heitir, „Future of Teaching
Profession“. Þetta er mjög læsilegt, gagnsætt og gagnrýnið yfi rlit með
áhugaverðri framtíðarsýn, þar sem m.a. er gerð grein fyrir mikilvægi
fagmennsku, en jafnframt talsverðri íhaldssemi í menntakerfunum.
Þetta er að mínu mati lykilrit um kennarastarfi ð og framtíð þess.
Undirbúningsfundur hafði verið haldinn í Cambridge í febrúar, sjá
slóðina: sms.cam.ac.uk, þar kynnti MacBeath skýrslu sína (mjög
aðgengileg samantekt en hljómgæði takmörkuð) og góð samantekt
um umræður fundarins er aðgengileg á netinu. Gott grunnefni um
kennarastarfi ð.
Síðari skýrslan er á vegum OECD og er beint framhald skýrslunnar
fyrir fyrri fundinn og um margt keimlík og einnig afar gagnleg.
Hún heitir „Preparing Teachers and Developing School Leaders for
the 21st Century“. Lessons from around the world. Kafl arnir eru,
Developing effective school leaders, Teacher development, support,
employment conditions and careers, Preparing teachers: matching
demand and supply.
í síauknum mæli beint að þeim kennurum sem eru í starfi í stað
þess að einblína aðeins á grunnmenntun kennara. Í auknum mæli
er rætt um kerfi sbindingu þessarar starfsþróunar og nýsköpunar í
starf skóla, þótt hægt sé að fara ólíkar leiðir í þessu efni. En þetta er
dæmigert viðfangsefni þar sem samræða verður að eiga sér stað á
milli hagsmunaaðila, ekki síst þeirra sem sátu þessu ráðstefnu. Þetta
viðfangsefni tengir saman öll hin atriðin sem hér hafa verið nefnd
að framan.
Uppeldi og menntun ungra barna
(e. early childhood education)
Talsmenn Norðurlandanna voru nokkuð áberandi í þeirri umræðu og
meðal þess sem þeir vildu draga fram og hafði samhljóm var menntun
yngstu barnanna. Þeir sögðust allir leggja rækt við þá aldurshópa og
beindu því til annarra að gera það líka.
Að mörgu leyti var þetta með áhugaverðari ráðstefnum um mennta-
mál sem ég hef setið, sennilega einkum vegna þess að hún óf saman
veruleika sem stjórnmálamenn og kennarar glíma við og hugsjónir
um menntun og fræði. Hún var bæði vel skipulögð og málefnaleg þar
sem fjallað var um efni sem mér fannst verðskulda að vera ofarlega
á baugi í umræðu um menntun. Átakaefnin voru ekki falin þótt þau
réðu ekki ferðinni og þarna fór fram raunverulegt samtal stjórnmála-
manna, stéttarfélaga og fræðimanna sem mér fannst skila talsverðu til
allra aðila.
Skipulag
Helsti leiðarvísir
Áhugavert stoðefni
Ráðstefnan var skipulög sameiginlega af OECD, alþjóðasamtökum
kennarafélaga, Education International og bandaríska menntamála-
ráðuneytinu, ásamt nokkrum bandarískum samtökum. Meðal þeirra
var Asíufélagið (asiasociety.org), en nokkur Asíulönd voru áberandi
á ráðstefnunni, þ.á.m. fulltrúar Hong Kong, Japan, Kína (Shanghai),
Singapore og Suður-Kóreu. Í grunninn voru þetta þó fulltrúar
OECD landa. Fulltrúar á ráðstefnunni voru menntamálaráðherrar
landanna ásamt sendinefndum. Frá Íslandi voru auk mennta- og
menningarmálaráðherra Katrínar Jakobsdóttur og Þórðar Hjaltested
frá Kennarasambandi Íslands: Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri,
Jón Torfi Jónasson, forseti Menntavísindasviðs HÍ, og Sigurjón
Mýrdal, deildarstjóri stefnumótunar- og þróunardeildar ráðuneytisins.
Fyrsta ráðstefnan af þessu tagi var haldin í mars mánuði árið 2011,
einnig í New York, sjá efni asiasociety.org, þá var yfirskriftin
„Improving teacher quality around the world“. Efni ráðstefnunnar
er á síðu Asíufélagsins, en þar er að fi nna gott efni um umbætur í
menntamálum. Gögn frá ráðstefnunni nú, 2012, þar sem þemað var
„Preparing Teachers and Developing School Leaders“ er að fi nna
(OECD), eða hér (menntamálaráðuneyti BNA), eða (Education
International, samantekt Fernardo Reimers) eða (Education
International, ávarp John Bangs) eða (Asíufélagið, minnst ennþá),
með ólíku fylgiefni í þessum tilvikum. Stefnt er að þriðju ráðstefnunni
í Amsterdam í mars 2013.
ALþjóÐAsAmstARf