Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 16
16 Skólavarðan 1. tbl. 2012 „Ég kynntist Olweusar áætluninni fyrir tíu árum hjá Sigrúnu Ágústs- dóttur námsráðgjafa þegar farið var að vinna eftir þessari áætlun í Réttarholtsskóla. Lögð var áhersla á að sett væru fram skýr skilaboð varðandi einelti. Mér er minnisstætt fyrsta viðtalið sem ég tók við nemanda þar sem ég fór eftir leiðbeiningum Sigrúnar. Ég sá þá hvað skýr skilaboð eru mikilvæg og það er betra fyrir umsjónarkennara, eins og ég var þá, að segja það sem þarf að segja á hreinskilinn hátt og merkilegt að uppgötva að það virkar,“ útskýrir Sesselja Ingibjörg. Hún nefnir líka að krakkar á unglingastigi sýni oft mikinn þroska í samtölum. Oftast leiðir samtalið til þess að þeir sjá að hegðun sín hafi ekki verið sú besta. Þegar samtali lýkur sýna langflestir vilja til að bæta sig. Sesselja Ingibjörg tók við stöðu skólastjóra í Hagaskóla árið 2007. Hún var fljót að uppgötva að skólastjóri getur ekki verið allt í öllu og því sé mikilvægt að treysta öðrum fyrir verkefnum. Þær Ásdís Lovísa Grétarsdóttir námsráðgjafi og Brynja Baldursdóttir verkefnastjóri sinna því eineltisverkefninu sameiginlega og er Sesselja Ingibjörg viss um að sá árangur sem náðst hefur við að vinna bug á einelti sé að miklu leyti tilkominn vegna þess að verið sé að fylgja áætluninni markvisst eftir. Einelti og sýnileiki Sesselja Ingibjörg telur brýnt að árétta reglulega hvað felst í verk- efninu. Með því er verkefnið og mikilvægi þess gert sýnilegt. Hún segist þó varast að ofnota orðið „einelti“. Ýmsir erfiðleikar í samskiptum falla ekki undir hugtakið einelti en notkun orðsins er viðkvæm og ákveðnar forsendur þurfa að vera til staðar. Í staðinn talar hún um jákvæðni, tillitssemi og virðingu. „Vinátta – virðing – jafnrétti“ er heiti á þróunar- og forvarnar- verkefni í Hagaskóla, sem hefur það að markmiði að auka jákvæð samskipti milli nemenda. Það verkefni styður vel við Olweusar áætlunina og eykur félagsþroska nemenda. „Ef grannt er skoðað þá snúast í rauninni flestöll eineltisvandamál nemenda um samskipti,“ segir Sesselja Ingibjörg með áherslu. „Foreldrum allra nemenda 8. bekkjar er boðið á námskeið í skólabyrjun þar sem unnið er markvisst með samskipti foreldra og barna og mikilvægi foreldra í skólastarfinu – þar er að sjálfsögðu komið inn á Olweusar verkefni skólans,“ bætir hún við. Í Vesturbænum er samvinna á milli stofnana sem koma að uppeldi barna og unglinga. Samvinnan miðar að því að vera samstíga í því að draga úr einelti. Boðskapurinn er að öllum eigi að líða vel í skólasamfélaginu. Til þess að svo geti orðið þurfa allir sem koma að uppeldi barnanna að vinna saman. Að skipta sér af Eitt birtingarform eineltis er rafrænt í gegnum tölvur og síma. Þegar Ingibjörg ávarpar væntanlega 8. bekkjar nemendur á vorin þá hikar hún ekki við að segja að hún sé afskiptasöm. Hún útskýrir að séu nemendur að gera eitthvað heima sem snertir illa aðra nemendur skólans þá komi það skólanum við og hún skipti sér af því. Þannig sendir hún skýr skilaboð um að skólinn fylgist með börnunum og að tekið sé á óviðunandi hegðun. Á sama tíma vill hún hafa góðan og jákvæðan skólabrag sem einkennist af því að fullorðnir sýni börnunum ákveðinn myndugleika og hlýju. Í Hagaskóla er tekið á þeim samskiptamálum sem upp koma. Það er gert með því að fara í gegnum atvikið og skoða það sem miður hefur farið. Jafnframt er vísað til styrkleika barnsins og hæfni þess til að bæta sig. „Oftast segi ég við nemanda sem ég þarf að ræða við, að þegar hann útskrifist úr skólanum, lifi í minningunni allt það góða sem hann stendur fyrir en ekki þetta einstaka atvik. Ég trúi því að einstaklingurinn geti bætt sig þó hann hafi misstigið sig og legg mig fram um að sannfæra viðkomandi nemanda um slíkt,“ segir Ingibjörg. Mælingar Mælingar eru gerðar á haustin og lögð áhersla á að fá niðurstöður sem fyrst svo hægt sé að vinna með þær í skólastarfinu og upplýsa aðra um Ég vil ekki einelti Í Hagaskóla er unnið eftir Olweusar áætluninni en aðferðafræðin er ákveðið tæki og ferli sem nýtt er í baráttunni við einelti. Viðtal við Sesselju Ingibjörgu Jósefsdóttur skólastjóra í Hagaskóla Texti: Hrafnhildur Hreinsdóttir Myndir: Frá viðmælanda og Tryggvi Már Gunnarsson sKoÐun

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.