Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 18

Skólavarðan - 01.09.2012, Blaðsíða 18
18 Skólavarðan 1. tbl. 2012gEgn EInELtI Brot úr kafl anum Forvarnir gegn einelti Stjórnandinn og staðarbragur Vellíðan og vinsemd á vinnustað … smitar út frá sér til barnanna og foreldra þeirra með beinum og óbeinum hætti. Áhrifamáttur fyrirmynda er mikill. Börn læra það sem fyrir þeim er haft og tileinka sér það. Börn sem sjá kennara sína og leiðbeinendur glaða og geislandi í vinnunni fá skilaboð um að í þessum skóla geti öllum liðið vel. Jákvætt andrúmsloft kemur ekki af sjálfu sér heldur byggist það á fjölmörgum þáttum. Jákvæður staðarbragur er einnig sjaldnast sjálfbær og eigi hann að vera viðvarandi þarf að hlúa að honum. Ábyrgðin er ekki í höndum tiltekins starfsmanns, kennara eða leiðbeinanda en ábyrgð stjórnenda og umsjónarmanna er þó mest. Þeir geta í krafti stöðu sinnar lagt línurnar um samskiptahætti og reglur og séð til þess að þeim sé framfylgt. Hvort þeir fá starfsfólkið til liðs við sig er háð stjórnunarstíl, leiðtogahæfi leikum og sambandi stjórnandans við starfsfólkið. Farsæll stjórnandi er heiðarlegur og lætur nærumhverfi ð sig varða. Hann heldur starfsfólkinu upplýstu um nauðsynleg vinnutengd atriði og gefur skýr skilaboð um samskiptareglur. Stjórnunarstíll hans er gegnsær og fyrirsjáanlegur. Góður stjórnandi er oftast einnig góður leiðtogi. Hann býr yfi r færni í samskiptum, er næmur á líðan fólks og hugmyndaríkur þegar kemur að lausn ágreiningsmála. Góður stjórnandi veit að vandamál leysast ekki af sjálfu sér og hefur þess vegna tiltæka viðbragðsáætlun sem skapar lausnarfarveg fyrir vandamál. Góður stjórnandi hvetur starfsfólkið til að gera skaðvalda óvirka séu þeir á staðnum og upplýsa um neikvæða hegðun verði hennar vart. Hann ber heilsu og hag allra á staðnum fyrir brjósti. Stjórnandi sem hefur þessa þætti í heiðri er líklegur til að vera í heilbrigðu og jákvæðu sambandi við starfsfólkið. Jákvæðum staðarbrag er viðhaldið með því að skapa tíðan vettvang fyrir umræðu og hvatningu. Ræða þarf hvernig almenn ánægja sé í þágu allra. Umræðan ætti ekki að vera á neinn hátt háð því að kvörtun eða eineltismál sé í ferli. Stjórnendur skóla og íþrótta- og æskulýðsfélaga eins og annarra vinnustaða hafa margar leiðir til að mynda og viðhalda góðum tengslum við kennara, leiðbeinendur og annað starfsfólk. Nefna má: • Starfsmannaviðtöl • Skýrar starfslýsingar • Starfsánægjukannanir • Tíða starfsmannafundi Það þarf ekki að kosta skóla eða aðrar stofnanir mikið fé að kanna líðan starfsfólks. Fáeinar spurningar geta gefi ð mikilvægar upplýsingar um staðarmenninguna og ríkjandi andrúmsloft: • Hvernig líður þér á staðnum? • Hvaða þætti ertu ánægð(ur) með á staðnum? • Hvað er það sem þú myndir helst vilja að breyttist á staðnum? Slakur stjórnandi: • Hefur ekki leiðtogahæfi leika • Er óheiðarlegur og undirförull • Baktalar starfsfólk • Heldur upplýsingum frá starfsfólki • Leggur á ráðin baksviðs • Veltir ekki fyrir sér líðan og aðstæðum starfsfólks • Viðhefur sveifl ukenndan stjórnunarstíl • Er óútreiknanlegur í skapi • Hefur þrúgandi nærveru, skapar ógn og veldur kvíða Brot úr kafl anum Úrvinnsla eineltismála Einelti er ofbeldi. Afl eiðingar langvarandi eineltis geta orðið alvarlegar og lifað með þolandanum alla ævi. Sjálfsmat og sjálfsöryggi bíður skaða af og verður oft rústir einar ef ekki næst að taka í taumana. Tilfi nningar svo sem reiði og vanmáttur geta fylgt eins og skuggi. Hvenær og hvort bataferill getur hafi st er háð því að eineltið hætti. Þess vegna er nauðsynlegt að allar stofnanir þar sem börn stunda nám, íþróttir eða tómstundir hugi að forvörnum, hafi tiltæka viðbragðsáætlun og leggi metnað í faglegt úrvinnsluferli. Því fyrr sem tekið er eftir að einelti viðgangist og það stöðvað, því meiri líkur eru á að hægt sé að vinna úr neikvæðum áhrifum og afl eiðingum þess. Öllum skólum ber nú skylda, samkvæmt lögum, til að vera með viðbragðsáætlun í eineltismálum. Engin tvö eineltismál eru eins. Viðbragðsáætlun getur því aldrei verið eins og mataruppskrift sem hægt er að fylgja í blindni. Engu að síður þarf viðbragðsáætlun að innihalda ákveðin atriði eigi úrvinnsla að vera markviss og fagleg. Fálmkennd vinnubrögð geta leitt til þess að málið taki á sig verri mynd. Viðbragðsáætlun við einelti þarf að endurskoða reglulega og endurbæta í samræmi við fengna reynslu. Góð viðbragðsáætlun batnar með hverri endurskoðun. Hvers vegna er nauðsynlegt að gera viðbragðsáætlun? • Af því að einelti er vandamál sem fyrirfi nnst víða, í mismiklum mæli þó. • Af því að öllum þarf að vera ljóst að einelti eða önnur ótilhlýðileg háttsemi er ekki liðin. • Af því að allir þurfa að fá að vita hvernig tekið verður á eineltismálum sem upp koma. Út er kominn leiðarvísir um aðgerðir gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélaga, foreldra og börn. Höfundur er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur. Meginhluti bókarinnar er tileinkaður umfjöllun um úrvinnslu eineltismála, viðbrögð og viðbragðsáætlun í eineltismálum og reynt er að miðla tilteknu verklagi, hvernig best er að forgangsraða í úrvinnsluferli og hvað einkennir fagleg vinnubrögð. Kolbrún leggur mikla áherslu á að bókin hafi almennt notagildi fyrir fullorðna og börn, gerendur og þolendur. Hún leyfði okkur að birta texta úr bókinni sinni, glóðvolgri úr prentsmiðjunni. Leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn Kolbrún Baldursdóttir K o lb r ú n B a ld u r sd ó t tir EKKI MEIR EK K I M EIR Bók um eineltismál B ó k u m e in e ltism á l Bókin EKKI MEIR er leiðarvísir ásamt því að vera verkfæri til að nota í fyrirbyggjandi vinnu gegn einelti eða grípa til í úrvinnslu mála. Hún hefur að geyma ráðgjöf fyrir skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. Í bókinni er umfjöllun um hinar mörgu tegundir forvarna og tengsl þeirra við uppbyggingu jákvæðs starfsanda í skóla- og frístundaumhverfinu. Jákvæður staðarbragur og almenn vellíðan kennara, leiðbeinenda íþrótta- og æskulýðsfélaganna og annars starfsfólks skilar sér til barnanna og foreldra þeirra eftir ýmsum leiðum. Bókin er ekki eingöngu hugsuð fyrir fullorðna. Í henni eru einnig leiðbeiningar til barna um hvað einkennir jákvæða samskiptahætti ásamt skilaboðum til þeirra barna sem eru annars vegar þolendur eineltis og hins vegar gerendur eineltis. Hægt er að miðla efni bókarinnar til barna með ýmsum hætti. Ein leiðin er að lesa úr bókinni fyrir barnið sitt eða bekkinn/ hópinn. Kolbrún Baldursdóttir hefur sem sálfræðingur komið að málefnum barna og unglinga með fjöl- breyttum hætti svo sem með fræðslu, ráðgjöf og meðferð. Hún hefur jafnframt reynslu af kennslu á öllum skólastigum. Lengst af hefur Kolbrún verið sálfræðingur barnaverndarmála og skólasálfræðingur. Hún hefur rekið eigin sálfræðistofu frá 1992. Leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn EKKI MEIR Bók um eineltismál strikamerki Ekki meir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.