Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 10

Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 10
8 FÉLAGSBRÉF Á þessari öld hafa Bandaríkjamenn ekki eignazt annan höfund, sem hefur verið jafn skilyrðislaust viðurkenndur í hinum gamla heimi og Ernest Hemingway. Það voru raunar þýzk bókmennla- blöð, sem fyrst þóttust sjá, að þarna væri óvenjulegur og mikill rithöfundur á ferðinni. Og í félagahópnum í París var enginn í vafa, löngu áður en nokkuð birtist eftir hann á prenti. Þar hafði hann sálufélag við fólk eins og Ezra Pound, James Joyce, F. Scott Fitzgerald, Sherwood Anderson og Gertrude Slein, og J)að var cinn af þessum, F. Scott Fitzgerald, sem flýtti fyrir því að saga eftir Hemingway var gefin út í Bandaríkjunum. Þegar bókin Vopnin kvödd (þýð: Halldór Kiljan Laxness) kom út skömmu fyrir 1930, voru málsmetandi menn í bókmenntum ekki í nokkrum vafa lengur. Þá kvað hið virðulega brezka stórblað, The Times, svo fast að orði, að Vopnin kvödd væri bezta bók sem nokk- urntíma hefði verið rituð af Ameríkumanni. Um sama leyti orti skáldið Archibald MacLeish eftirfarandi um höfund Vopnanna: Veteran out of the wars before he was twenty: Famous at twenty-five: thirty a master — Whittled a style for his time from a walnut stick In a carpenter’s loft in a street of that April city. Landar hans og vinir í aprílborginni París voru sem sagt ekki í neinum vafa á þessum árurn um hlutverk Hemingway, enda segir MacLeish að hann hafi smíðað stíl handa samtíma sínum og það var all nokkuð fyrir þrítugan mann frá lllinois. Það má vera nokkurt gleðiefni norrænum mönnum, að stíH Hemingway hefur mikinn keirn þeirrar frásagnarlistar, sem meðal þeirra hefur verið talin dýrust og bezt á öllum tímum; sá stíll sem er á Islendingasögum. Hemingway sagði eitt sinn að menn ættu að skrifa með það í huga að þeir þyrftu að borga tuttugu sent undir orðið. Þeir sem skrifuðu Islendingasögur hlutu að hafa 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.