Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 30

Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 30
28 FÉLAGSBRÉF skiptasemi. Hann hugsar um ljóshærðu stúlkuna sína, sem er hamingju- draumur lífs hans. í þokukenndri hugsýn sér hann framtíð sína. Lítið hús og fagran blómagarð umhverfis það. Tvö lítil börn, dreng og telpu — og stúlkuna sína — glóhærða í þunnum sumarkjól. Sól og sumarangan. Hann sér þessa hugsýn oft, þá er svipur hans hýr og viðkvæmur. Stund- um horfir hann raunsæjum augum yfir mannmergðina í veitingasalnum, þá verður hann þrjózkur á svip og undirgefinn. En hann vinnur markvisst, hann veit, að stúlkan hans bíður, þess vegna er honum ljúft að gera skyldu sína, með bakka í höndunum og blýantinn á bak við eyrað. Gestinum er ekki rótt í skapi. Hann hefur þó tekið ákvörðun. Hann ætl- ar að eiga Bláeyg. Hann horfir snöggt upp í gluggana á húsi sínu, áður en hann gengur inn í húsagarðinn. Ljóshærða, bláeygða stúlkan situr í þægilegum stól í einni af íbúðarstof- um hans. Hún er föl og óttaslegin, hrædd eins og lítill fugl, sem hefur flogið inn um opinn glugga, en finnur hann ekki aftur. Þegar hún heyrir fótatak hans niðri í stiganum, þá fær hún ákafan hjartslátt. Hvað er ég að gera? hugsar hún. Guð hjálpi mér, ég er í gildru. Að ég skyldi ekki hlaupa út á meðan hann var fjarverandi. Og hún ákvað að verjast. Heyja einvígi við hann. Sigra eða deyja. Það suðar fyrir eyrum hennar, og þegar fótatak hans nálgast, þverr mót- stöðuafl hennar. Uppreistin sem fyrir stundu logaði upp í henni, dofnar nu. Hún þekkir hendur hans, þær eru hvítar og mjúkar. Er henni ekki leyfilegt að eiga góðan vin? Vin og ævintýri öllum dulið? Nei, það gæti hún í raun og sannleika ekki. Slíkt gæti hún ekki látið' eftir sér. Og aftur logar uppreistin um allan líkama hennar. Sigra eða deyja! Svo er hurðinni hrundið upp, hún skelfur. Veitingaþjónninn gengur á milli borðanna. Hann hreinsar af þeim, leg?" ur áhöld á þau. Hellir víni og öli í glös, og kaffi í bolla. Þegar sítrónu- gulur whiskysjússinn barmafyllir glasið, sér hann stúlkuna sína brosandi í ókyrru yfirborðinu, og loftbólurnar, sem stíga frá botni glassins, afmá að lokum mynd hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.