Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 19

Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 19
FÉLAGSBRKF 17 var skipaður varalögmaður árið áður en hann fórst. Öndvegisverk hans er ferðabókin um rannsóknir þeirra Bjarna Pálssonar, sem er bezta og mesta lslandslýsing, sem þá var til, og var það enn í nærfellt hálfa aðra öld, fram lil Þorvalds Thoroddsens. og líka stórmerk menningarsöguleg heimild. En hún var lengi þekktari erlendis en bérlendis. Hér var Eggert mest metinn sem skáld af samtíð sinni og næstu kynslóðum, og finnst ýms- um það nú lítt skiljanlegt, því að hann er sjaldan listfengur og mestallur kveðskapur hans heldur ógirnilegur nútímamönnum. En öldum saman höfðu rímur og sálmar verið ríkjandi, na»sta fábreytileg að formi og efni og oft innviðalítil. Hér kom liins vegar maður með ný efni og ný viðhorf, þrunginn áhuga og trú á landið og lífið og stuggaði við doðanum í þjóðinni, — maður, sem hafði eitthvað að segja, lá eittlivað á hjarta. En í stað undirgefni undir iorsjónina kom framsæknishvöt, í stað barlómsins bjartsýni, og sjálf náttúr- an verður nú í fyrsta sinn á síðari öldum hlutgengt efni í skáldskap okkar, l>ótt meir væri þar búsældin metin en fegurðin fyrst í stað, og Fjallkonu- myndin er sköpunarverk Eggerts. Hann er fyrsti fslendingur, sem er að ráði mótaður af upplýsingar- eða fræðslustefnunni, er boðaði aukna alþýðumenntun á skynsemisgrundvelli, nytjar náttúrugæða og heilbrigðan velfarnað manna á jörðinni. — En hjá Eggert er þessi erlenda og alþjóðalega farsældarhyggja samtímans blönduð þjóðarmetnaði og fornaldardýrkun, sem birtist m. a. í málfyrnsku, er spillti oft kveðskap hans. Annar og meiri lögfræðingur varð hreinræktaðasti og skeleggasti boðberi 'tpplýsingarstefnunnar hérlendis, Magnús Ólafsson Stephensen. Hann var ^jölmenntaðasti íslendingur sinnar kynslóðar og lauk háskólaprófi í lög- fræði (1788). Hann var æðsti dómari hérlendis 44 ár, fyrst lögmaður, og l'egar alþingi var afnumið og landsyfirréttur stofnaður árið 1800, varð hann dómstjóri réttarins og var það til dauðadags, 1833. Einnig var hann 11 m skeið seltur landfógeti og settur stiftamtmaður, og hann var hlaðinn nafnbótum og vegtyllum. Hann varð doktor fyrir ritgerð um þágildandi lög á fslandi (1819), en fékk aldrei komið á prent því, sem hann lagði í tnesta vinnu, Jónsbókarverki sínu (textaútgáfu og orðaskýringum lögbók- arinnar). En hann er umsvifamesti maður í bókmenntum okkar og að kalla einráður um bókaútgáfu á íslandi rúman aldarfjórðung, frá lokum 18. nldar og fram undir ævilok, með stofnun og umráðum Landsuppfræðingar- ^élagsins og litlu síðar yfirráðum einu prentsmiðju landsins. Bækur frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.