Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 38

Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 38
36 FÉLAGSBRÉF Þeir hafa drukkið nokkuð fast, þjónninn þó öllu meira. Samtalið hefur verið slitrótt, þjónninn svarar alltaf játandi. Hann er óvanur rökræðum, og gesturinn ólíkur þeim mönnum, sem hann daglega talar við. Gesturinn, sem hefur ákveðinn tilgang í huga, gerist nú órólegur. Hann gleðst þó yfir örlæti þjónsins við drykkjuna. Honum finnst það styrkja fyrirætlan sína. Gesturinn hugsar: Þessi þjónsálka er þverhaus. Það fæst ekkert gagn- legt upp úr honum. Hann er annaðhvort heimskur eða slunginn, nema hvort- tveggja sé. Það er ógerningur að halda uppi skynsamlegum samræðum við hann, og rétt vel fullur ætlar hann ekki að verða. En upphátt segir liann: — Er þessi atvinna yðar skemmtileg? Og er hún lífvænleg? Geðjast yð- ur að henni? Ætlið þér að gera þetta starf að ævistarfi yðar? Mér hefur skilizt, að þér séuð ekki ánægður? — Ég er brjóstveikur, og skipti um atvinnu við fyrstu hentugleika, svarar þjónninn. — Einmitt, já — jæja, eigum við að fá okkur einn gráan til? — Já — látum hann koma, þeir horfast eldsnöggt í augu. I augum gestsins má lesa eitthvað á þessa leið: Auðvirðilega þjónsálka, einfeldingsgreyið. Það sem þú átt handan í stofunni, var of gott fyrir þig- Þú munt vissulega ásaka mig. En til þess hef ég boðið þér hingað í kvöld, að ég ætla mér að leika á þig. En í augum þjónsins má lesa eitthvað á þessa leið: — Þú voldugi borgari, þú sem ert menntaður, ríkur og mikilsmetinn. Ef þú vissir að eirin tvöhundraðasti hluti auðæfa þinna mundi nægja til þess að gera mig ríkan og hamingjusaman — mundir þú þá fúslega láta þau af hendi? Upphátt segir gesturinn: •— Þjónar í veitingahúsum eru undirmálsmenn og drykkjupeningarnir eru ölmusur. — Ég get ekki skilið að heiðarlegir og heilbrigðir karlmenn leggi sig niður við slíka atvinnu. Við þessi orð gestsins tekur þjónninn viðbragð á stólnum, augu þeirra mætast eldsnöggt, og þjónninn sér djöfullegan glampa í augum gestsins- Gesturinn stendur snöggt upp, drekkur út úr glasinu. Gesturinn segir: — Þetta er mín skoðun, en þér hafið sjálfsagt aðra skoðun á þessu máli?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.