Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 11

Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 11
FÉLAGSBRÉF 9 huga, að ekki voru til ótakmarkaðar birgðir af handritaskinnum. Og hér á Islandi gæti þessi snjalli höfundur haft þau ein áhrif, að opna augu skrifandi manna fyrir frásagnartækni íslendinga- sagna, sem Hemingway hefur nú sett í verðugt öndvegi utan þess hóps, sem veit að stílviðhorf hans hefur verið til öldum saman á tungu, sem lesin er af fáum. Það er því ekki að undra þótt bók- um Hemingway hafi verið tekið vel hér á Islandi, því í þessu ljósi hafa sigrar hans einnig verið sigrar þess, sem okkur þykir vænst um. Hemingway leit á ritstörf sín eins og smíð. Ein kona hans sagði uin hann, að hann hugsaði með fingrunum, og sjálfur skrifaði hann um rittækni sína eins og það væri eitthvert ákveðið stílvopn í bezta skilningi þess orðs. í formála fyrir The First Forty nine Stories, út- gefnum að Jonathan Cape 1955, segir hann: „Með því að fara þangað sem þú þarft að fara, og gera það sem þú þarft að gera, og sjá það sem þú þarft að sjá, slævirðu og skarðar þú það tæki sem þú skrifar með. En ég vildi heldur að það skarðaðist og slævðist og vita að ég þyrfti að dengja það og bregða því á hverfisteininn og hrýna það, og vita að ég hefði eitthvað til að skrifa uin, heldur en geyma það gljáfægt og skínandi, og hafa ekkert að segja, og rennilegt og vel smurt inn í skáp, en ónotað.“ Þelta er snjallt viðhorf og skírar línur höfundar, sem smíðaði stórvirki sín úr fangbrögðum við dauðann og átti ekki önnur at- hvörf en þær grænu hæðir, sem unglingurinn í honum hafði að sinni veröld og stækkuðu liann sem mann og höfund. Af þeirri landsýn urðu margar fagrar kenndir lil í hókum hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.