Félagsbréf - 01.08.1961, Page 11

Félagsbréf - 01.08.1961, Page 11
FÉLAGSBRÉF 9 huga, að ekki voru til ótakmarkaðar birgðir af handritaskinnum. Og hér á Islandi gæti þessi snjalli höfundur haft þau ein áhrif, að opna augu skrifandi manna fyrir frásagnartækni íslendinga- sagna, sem Hemingway hefur nú sett í verðugt öndvegi utan þess hóps, sem veit að stílviðhorf hans hefur verið til öldum saman á tungu, sem lesin er af fáum. Það er því ekki að undra þótt bók- um Hemingway hafi verið tekið vel hér á Islandi, því í þessu ljósi hafa sigrar hans einnig verið sigrar þess, sem okkur þykir vænst um. Hemingway leit á ritstörf sín eins og smíð. Ein kona hans sagði uin hann, að hann hugsaði með fingrunum, og sjálfur skrifaði hann um rittækni sína eins og það væri eitthvert ákveðið stílvopn í bezta skilningi þess orðs. í formála fyrir The First Forty nine Stories, út- gefnum að Jonathan Cape 1955, segir hann: „Með því að fara þangað sem þú þarft að fara, og gera það sem þú þarft að gera, og sjá það sem þú þarft að sjá, slævirðu og skarðar þú það tæki sem þú skrifar með. En ég vildi heldur að það skarðaðist og slævðist og vita að ég þyrfti að dengja það og bregða því á hverfisteininn og hrýna það, og vita að ég hefði eitthvað til að skrifa uin, heldur en geyma það gljáfægt og skínandi, og hafa ekkert að segja, og rennilegt og vel smurt inn í skáp, en ónotað.“ Þelta er snjallt viðhorf og skírar línur höfundar, sem smíðaði stórvirki sín úr fangbrögðum við dauðann og átti ekki önnur at- hvörf en þær grænu hæðir, sem unglingurinn í honum hafði að sinni veröld og stækkuðu liann sem mann og höfund. Af þeirri landsýn urðu margar fagrar kenndir lil í hókum hans.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.