Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 16

Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 16
14 FÉLAGSBRÉF III Lög hafa verið með því fyrsta, sem skráð var á íslenzka tungu, og eru þau nefnd til þess fyrst alls í svonefndri fyrstu málfræðiritgerð Snorra- Eddu (frá miðri 12. öld), þótt sennilega hafi helgar þýðingar — og ef til vill fleira — verið ritaðar fyrr, og þá þegar á 11. öld. En fyrsta meira hátt- ar ritverk á íslenzku, sem við höfum fullar heimildir um, var skráð snemma á 12. öld, kafli lögbókarinnar Grágásar (1117—18), skrifaður því sem næst áratug áður en Ari fTóði ritaði íslendingabók sína. Lögin hafa því átt mikinn þátt í mótun íslenzks ritmáls, — þau eru þar einn af elztu og traustustu hyrningarsteinunum. Á 13. öld — blómaöld fornrar sagnritunar og frægasta skeiði bókmennta okkar — voru tveir af frábærustu nafngreindu sagnariturunum — og einnig snjöll dróttkvæðaskáld — lögfræðilegir embættismenn, þeir lögsögumenn- irnir Snorri Sturluson og bróðursonur lians Sturla Þórðarson. Sturla mun einnig hafa átt hlut að lögbókinni Járnsíðu — sem var að vísu gölluð — og varð eflir lögtöku hennar (1272) fyrsti lögmaður á Islandi, en sá var arftaki lögsögumanns og æðsti dómari landsins. Og ómetið er, hver skóli lögvísin var snillingnum Snorra og sagnameistaranum Sturlu. Einhver rishæsti og djúpsæjasti ritsnillingur þessarar gullaldar — og þar með allra tíma, — höfundur Njáls sögu, hafði einstaklega mikinn áhuga á lögum, svo að jafnvel varð til að raska nokkuð listaverkinu mikla- En hefði hann orðið samur rithöfundur, ef þennan þátt hefði vantað i hugðarheim hans og menntun? Hver veit, hve þrinnuð kunna að hafa verið saman lögvísi hans, mannskilningur og listþroski? — — Verður nú farið fljótt yfir sögu. Eitt helzta skáldið á fyrsta þriðjungi 15. aldar var Loftur ríki Guttormsson, hið bragsnjallasta ástaskáld. Hann varð hirðstjóri, æðsti umboðsmaður konungs á landinu, og til þess þurfti auðvitað góða lagaþekkingu. — En það er ef til vill ekki einber tilviljun, að þau þrjú skáld okkar, sem ein hafa orðið auðmenn, voru öll lögvís, þeir Snorri Sturluson, Loftur ríki og Einar Benediktsson. En það er varla fyrr en eftir siðaskipti — og hina nýju skipan, sem þá komst á skólamál — sem ástæða er til að gera verulegan greinarmun a skólagengnum skáldum og alþýðuskáldum. Næstu tvö hundruð ár — fram til miðrar 18. aldar — er sjónhringurinn jafnvel svo þröngur, að munarins gætir ekki sérlega skýrt. Frá næstu tveimur öldum er margt markvert eftif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.