Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 29

Félagsbréf - 01.08.1961, Blaðsíða 29
FÉLAGSBRÉF 27 Hún kom ekki á stofuna eins og hann hafði fyrir lagt. Og tíminn leið, tækifærið til þess að ná tali af henni kom ekki. Á þeim tíma þróaðist og efldist þrá hans eftir henni. Hann er af léttasta skeiði, og líf hans er oft einmanalegt, efnin mikil, en ánægjan af þeim innantóm. Oft fannst honum sem hún væri í herberginu, eins og svipur hennar og angan svifi í loftinu. Svo kom tækifærið, hún kom á stofuna, og nú hafði hún aðeins kvef — það var allt og sumt. Allt fór eins og hann hafði gert ráð fyrir. Hún þáði heimboð hans. — En hvers vegna hún gerði það, gerði hann sér ekki grein fyrir. Hún kom honum á óvart, andlegur þroski hennar var í andstöðu við líkamsfegurð hennar. Hann varð fyrir vonbrigðum, eftir fyrstu heimsókn hennar. Hún vakti aðeins holdlegar tilfinningar, en var eins og viðutem þegar um andleg efni var talað. — En ég er trúlofuð, sagði hún einu sinni, þegar hann tók hönd hennar og strauk hana viðkvæmt. — Bláeyg, sagði hann aðeins. Gesturinn ber sifurbúnum staf sínum hart niður í götuna. Þessi þjónn er bölvuð álka, hugsar hann. Og stúlkan, þrátt fyrir allt, of góð fyrir hann. Nú híður hún heima hjá honum, ljóshærða, bláeygða stúlkan. Hann ætl- ar að bjóða henni góða atvinnu á stofunni. Og gott herbergi í húsinu. Hann hafði opnað kampavínsflösku, rétt áður en hann fór út. Gesturinn hefur gaman af að láta þjóninn snúast í kringum sig — láta hann þjóna sér. Þegar gesturinn nálgast húsið sitt, er liann ekki ákveðinn. Á hann að sleppa Bláeyg óskemmdri — sleppa henni niður í þá lægð þjóðfélagsins, sem hún er komin frá? Eða taka hana af þjóninum, hefja hana upp á sólarhæðir þjóðfélagsins — þar sem hann og jafningjar hans eiga tennis- velli og leikhús? Veitingaþjónninn lítur á klukkuna. Eins og vanalega silast tíminn þetta aHam. Fimm klukkutíma á hann eftir. Hann er þolinmóður og vinnur verk sitt af alúð og samvizkusemi. Hann gerir sér ekki neina rellu út af lífinu, seni ólgar allt í kringum hann. Hann er þessi jafni meðalmaður, sem hefur vanið sig á að samlagast umhverfinu, laus við óþarfa forvitni eða af-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.