Ljóðormur - 01.12.1990, Page 11

Ljóðormur - 01.12.1990, Page 11
Steinunn Ásmundsdóttir 9 Mátti ekki seinna vera Það var einn þessara daga þegar líkami og sál virtust aðskilin í dofinni kvöl og ráfuðu um, hvort í sínu hominu á tilvemnni. Jaðraði við uppgjöf, öryggið eins og veikur þráður og þættirnir að bresta hver af öðmm. Þá var það að sást til sólar í miðjum vetrinum og líf kviknaði á ný í áður andvana augum. Um þrönga slóð í þá daga var hún aldrei ein, óttinn var alltaf nálægur og vemdaði hana fyrir hinu góða. Enn er hún ekki ein, en nú er það ástin sem henni fylgir og verndar hana gegn óttanum. Líkt og þegar grös taka að spretta í vorinu. Hulan mjúka Húmið læðist hægt inn í daginn, og fyrr en varir er komið myrkur. Myrkur, — hulan mjúka, sem slævt hefúr svo margar sorgir, hægt ekka og þerrað tár af hvarmi ein þess megnug að breyta tálsýn í fyrirheit um betra líf.

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.