Ljóðormur - 01.12.1990, Síða 14

Ljóðormur - 01.12.1990, Síða 14
12 Vilhjálmur Bergsson SS fjarlæg er sólin mannsauganu um nætur úr hrímþoku vetrardags vefur hún glitvef þú nafnlausa hugmyndasmiðja sem reisir tum á tumi þytur þinn — fagnaðarríkur berst um brimi sorfna strönd og grösugar lendur víðar þótt grafi sandur sand og akrar hyljist ösku rís lítil hönd styrk úr kófinu og færir stórri þroskahönd fjársjóði hugmyndavagga nærir kunnáttuna undir víðum væng í mánaljósi hjá skýfláka búa vökul augu þótt sandbylur æði og aska hylji völl munu vökul augu lyftast hærra dýpra og skírast í regnskúrum kvölds og morguns * heiðríkja rökvísi traust undirstaða Undir víðum væng ég augu mín í skugga hússins þegar hæðimar byrjuðu að titra í tunglsljósinu allt varð kvikt í skugga þeirra það sem þar var það sem þar var ekki skelfdi mig heillaði mig andvörp hafsins soghljóð í klettum við ströndina skjálfti í barnstaugum ást á rökkurmyndum kemur til mín í löngum sveig böðuð í tunglsljósi liðinnar tíðar hugmyndavaggan nærir þroskahönd

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.