Ljóðormur - 01.12.1990, Page 22

Ljóðormur - 01.12.1990, Page 22
20 Konstantínos Kavafls i^> að flytja ræður sínar, að viðra skoðanir sínar? Vegna þess að barbaramir koma í dag og þeim leiðast ræðuhöld og mælgi. Hví verður þessi skyndilegi órói, allt þetta fát? (Naumast að menn eru orðnir alvarlegir í bragði!) Hví tæmast götur og torg í einni svipan en allir halda í þungum þönkum heimáleið? Vegna þess að farið er að nátta og barbaramir ókomnir. Og nokkrir menn sem vom að koma frá landamærunum segja að barbarar séu ekki lengur til. Og hvað verður nú um okkur án barbaranna? Þeir leystu vissan vanda þessir menn. Komdu aftur Komdu aítur — oit — og gríptu mig, elskaða tilflnning komdu aftur og gríptu mig — þegar líkamans minning vaknar og gömul löngun bærist með blóðinu á ný, þegar hömnd og varir muna og höndunum finnst þær aftur snerta. Komu aftur — oft — og gríptu mig á næturnar þegar hömnd og varir muna ... Til Ammonísar sem dó 29 ára gamall árið 610 Við biðjum þig, Rafael, að yrkja fáeinar línur sem grafskrift handa skáldinu Ammonís. Eitthvað fjarska fágað og þokkafullt. Þú getur það. Þú ert maðurinn til að yrkja einsog við á um skáldið Ammonís, hann Ammonís okkar.

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.