Ljóðormur - 01.12.1990, Síða 31

Ljóðormur - 01.12.1990, Síða 31
Hjörtur Pálsson 29 Hjörtur Pálsson Töfrar Kattaraugu glóa í dimmum lundi holhljóð lækjaríns dýpkar við bakkann haustvindar bjóða oddhvassri mánasigð á dansleik í vetrargarðinum. Til vinar míns, leikarans Hver útmæld þögn orðum dýrari hljómar en innlifun, herrar mínir, innliíún verður ekki keypt. Því miður. Havajírós hún opnar til fulls eldrauð blöð sín að morgni vefúr þau saman að kvöldi og fellir næsta dag. Kurteist blóm, Havajírósin og veit hvað hún vill! Orðabók flett Allur er varinn góður, hugsa ég þegar ég fletti orðabókinni og kem að 2. dálki, bls. 573: Laxness, Halldór 1902- íslenskur rithöfúndur, hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1955.

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.