Ljóðormur - 01.12.1990, Page 43

Ljóðormur - 01.12.1990, Page 43
Czeslaw Milosz 41 Czeslaw Milosz Skrifað í morgunsár Svo fátt hef ég sagt. Dagar eru stuttir. Stuttir dagar, stuttar nætur, stutt ár. Aðeins lítið hef ég sagt. Komst ekki yfir. Hjarta mitt þreyttist af hrifningu, af örvæntingu, af vímu, af von. Jörmungandsgin luktist um mig. Nakinn lá ég á ströndum eyðieyja. Hinn hvíti hvalur heimsins hreif mig með sér í djúpið. Og nú veit ég ekki hvað sannlega var. Þú sem særðir Þú sem særðir þinn minnsta bróður og glottir af ánægju yfir nauð hans og safnaðir í kring um þig smjaðrara hjörð, og þótt þeir lytu þér allir og lofsyngju dyggð þína og vizku og heiðruðu þig gullhömrum, fegnir að lifa af hvem dag.

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.