Ljóðormur - 01.12.1990, Síða 45

Ljóðormur - 01.12.1990, Síða 45
Jón Egill Bergþórsson Kjallarinn Jón Egill Bergþórsson 4 3 Dreg skítugt og rykugt teppið af andliti mínu eftir langan þungan svefn Einhverjir brölta fyrir utan gluggann minn trufla lítinn geisla sem fellur á krosslagðar hendur mínar Þá taka hamarshöggin að dynja en mér verður hugsað til þín svo órafjarri og mér finnst ég aldrei hafa verið til nema í augliti þínu Hamarshöggin dynja á köldum nöglum svo nú er tími vöku en ég sé að geislinn er horfinn og þungt og rakt myrkur fytfir herbergið ég ligg kyrr og hfusta og hfusta á höggin sem deyja út og hugsa um þig Á bryggjunni Þeir sigla inn í höfnina togarar og smábátar í helkaldri og hún er kannski léttúðug og til í hvað sem er faliega stúlkan á heita barnum er hugsað komdu hvað er svarað manninum á bjargfastri bryggjunni sem kallar til þeirra sem stökkva hlæjandi og fullir eftirvæntingar í land og geta vart ímyndað sér allt það sem ekki bíður þeirra og virða hann ekki frekar viðlits komið með mér en hún er þama á barnum og bíður þeirra og áfeng borgin öil bíður barmafúll og þrýstin og mjúk

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.