Ljóðormur - 01.12.1990, Qupperneq 47

Ljóðormur - 01.12.1990, Qupperneq 47
Valgerður Benediktsdóttir 45 Valgerður Benediktsdóttir Það er drjúgt sem drýpur Vatnið í íslenskum Ijóðum Menn segja að lífið hafi kviknað í vatni. í móðurkviði Iifir manneskjan í vatni móðurlegsins og bamaskólakennarar fræða ungdóminn um að hann sé vatn að tveimur þriðju hlutum. Hið rennandi vatn lætur stundum lítið yfir sér; mýkst alls en getur þó holað hinn harðasta stein. Og án vatns er ekkert líf. Hér á eftir er ætlunin að svamla um í hinni póetísku sundlaug íslenskrar ljóðlistar frá þessari öld og gægjast ofuriítið yfir barmana í átt tif hinnar nítjándu. Athuguð verða nokkur kvæði sem fjalla um tilvist mannsins, sorg og gleði, og byggja á myndmáli vatnsins, hins eilífa streymandi vatns. íslendingar hafa eins og aðrar þjóðir notað myndmál vatnsins mikið í skáidskap sínum og Þórbergur heitinn Þórðarson skrifaði eitt sinn kostulega grein þessa efnis, er hann kallaði Lýríska vatnsorkusálsýki („psychopatheria lyrica hydrodynamica“). Þar segir meðal annars: Öll póetísk ofurmenni hafa þjáðst meira og minna af þessum hvimleiða kvilla ... það má nefna aðdáun Drach- manns og Byrons á hafinu, stælingu þeirra á öldurótinu ... Matthías Jochumsson, Kristján Jónsson, Þorsteinn Erlings- son, Einar Benediktsson og Hannes Hafstein „leituðu að ám og lækjum eins og vankaðar kindur" og þó einkum fossum, „sátu þar og reru og því hraðar, eftir því sem straumhraðinn varð meiri“, ... Sigurður skáld Sigurðsson segist sitja „einn við fossins fætur, fossins míns sem hlær og grætur, eftir því sem lífið lætur", og virðist sveifiuh- reyfingin í vatninu bergmála eða samræmast eitthvað notalega sveiflum í „psychopathia hydrodynamica“. (Þórbeigur Þórðarson 1971:8-9) Þrátt fyrir mikið streymi í skáldskapnum hafa íslenskir fræði- og vatnaáhugamenn þó ekki gert mikið af því að fjalla um vatnið í bókmenntum á opinberum vettvangi. Þó var það, að haustið 1987 var fluttur fyrirlestur í Reykavík sem kallaðist „Fossafans" og fjallaði um dulda og bælda erótík í íslenskum bókmenntum. Hugðist höfundurinn, Sofíía Auður Birgisdóttir, kanna táknrænt hlutverk fossmynd- arinnar í íslenskum bókmenntum. Soffia Auður gengur í rannsókn sinni út firá ýmsum hugmyndum firæðimannsins Júlíu Kristevu og segist vilja „varpa fram þeirri hugmynd að ein aðalástæöan fyrir tíðni vatnsmyndmáls í skáldsakaparmáli sé samsvörun þess við upplifún sjálfsins í frumbernsku á semíótíska stiginu" (Soffia Auður Birgisdóttir 1987:8B) en hið semíótíska svæði er ofit skýrt út sem svæði móðurinnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ljóðormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.