Ljóðormur - 01.12.1990, Síða 48

Ljóðormur - 01.12.1990, Síða 48
46 Valgerður Benediktsdóttir andstætt hinu symbólska sem staðfestir lögmál föðuríns. Hugmyndir Kristevu eiga að stórum hluta rætur sínar að rekja til sálarfræðinnar en vatn er í sálarfræði gjama skilgreint sem hið kvenlega og ómeðvitaða er mýkir hið harða, karllega og meðvitaða. Dæmi um þetta má reyndar sjá allt aítur til fomra goðsagna. Táknræna vatnsmyndmáls í skáldverkum er að sálfsögðu mismunandi eftir höfundum og viðfangsefnum og ef til vill lesa bókmenntafiræðingar eða aðrir lesendur sitthvað annað út úr myndmálinu heldur en skáldin sjálf. Ýmis orð yfir vökva / vatn hafa þó unnið sér ákveðinn sess í táknmálinu og dýpka oft skynjun lesenda á náttúmlegum hvötum sögupersóna: Safinn, vatnið, svitinn, fljótið, brimið, fossinn, hin safamikla kona, þar sem safinn er á tíðum sjálfur lífskrafturinn, ástríðan, em síendurtekin minni sem kailast á við fmm- merkingu ótal sagna. Bylgjur, hreyfingar handa og alls líkamans eins og eilífleg hafaldan, fossandi hár, flóð, eiga oftlega sinn þátt í að leysa tilfinningahöft úr læðingi; stigmögnun æsingar líkt og í villtu samræði. Þessa má sjá dæmi í íslenskum skáldskap fiá þeim tíma þegar kynlífslýsingar vom ekki viðhafðar og má benda á margfræga sögu Þorgils gjallanda Upp við fossa í því tilviki. Á einum stað finnst parinu Gróu og Geirmundi fossins syngja hærra og skærara en áður eftir að hafa vafið hvort annað örmum í munúðarfullri þrá, og jafnframt leyndri þögn höfundar. Af yngri verkum má benda á ýmsar sögur Thors Vilhjálmssonar, til dæmis Fljótt, fljótt, sagði fuglinn. Það fer ekki hjá því að efnistök íslcnskra skálda hafi almennt breyst í tímans rás. Samfara breytingum í ytra lífi, kreppum og styrjöldum og flutningum úr sveit í borg, hefur gildismat manna tekið stak- kaskiptum. Ljóðskáld nútímans yrkja þannig á annan hátt um náttúmna en skáldbræður þeirra öldinni áður. í stað beinna stórbrotinna náttúmlýsinga sem vom yfirgnæfandi í náttúmkveðskapnum á síðustu öld er náttúran í kveðskap tuttugustu aldarinnar oftar en ekki notuð til að túlka sálarástand manneskjunnar í nútímanum, oft á tíðum angist, tómleika eða gleði sem og tilvist mannsins almennt séð. (Reyndar má ekki gleyma því að um aldamótin síðustu lögðu menn mikla áherslu á einstaklinginn og dulin öfl í myrkviðum hugans þannig að slíkt er fjarri því uppfinning tuttugustu aldarinnar.) Það má segja að þróunin sé svipuð í íslenskri smásagnagerð. Þar hverfur með tímanum áherslan af samfélaginu yfir á einstaklinginn og hans tilvist og innri vitundarheim. Þar með er þó ekki sagt að tungumálið sé orðið flatneskjulegra en áður, en það er öðruvísi, hin mikla fyrri tíðar hrynjandi hefur vikið að stórum hluta ásamt ákveðinni upphafhingu, en hversdagslegra málfar rutt sér meira til rúms. Viðhorf skáldanna sjálfra þurfa samt sem áður ekki endilega að spegla hugsunarhátt heils tímabils í sögunni heldur geta

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.