Ljóðormur - 01.12.1990, Qupperneq 50

Ljóðormur - 01.12.1990, Qupperneq 50
48 Valgerður Benediktsdóttif Og á botni hins óræða djúps hef ég vitund og vilja minn grafiö, og ég veit ekki lengur, hvort hafið er ég eða ég er hafið. (Steinn Steinarr: Haf 1982:87-8) Menn hafa rakið módemismann í íslenskri ljóðagerð til T.S. Eliots og þá sérstaklega til Eyðilandsins, Tbe Waste Land, sem út kom 1922. Það er eitt af meginverkum þessarar aldar í enskrí ljóðlist og olli miklum straumhvörfúm þegar það kom út. í verkinu eru andstæöumar eldur og vatn meðal annars notaðar á magnþrunginn hátt sem tákn dauða og Iífs. Raunar hefur merking verksins löngum vafist fyrir mönnum og Eliot sagði reyndar sjálfur eitt sinn að kvæðið væri pærsónulegt nöldur út í lífið. Það er almennt viðurkennt að fyrsta íslenska ljóðabókin sem ort var undir merkjum módemismans sé Dymbilvaka eftir Hannes Sigfússon, er út kom 1949- Ttminn og vatnið eftir Stein Steinarr, sem út kom árínu áður, er einnig oft talið með í hópi brautryðjendaverkanna í anda stefnunnar, þó formið sé vissulega hefðbundið. Þar er svolítið skemmtilegt að athuga hvað vatnið streymir víða í þessum kvæðum, þó það sé nú kannski að bera í bakkafullan lækinn að ætla sér að finna einhverja fasta merkingu út úr myndmáli vatnsins í þeim. Þar er kannski best að setja skynjun ofar beinum skilningi. Það er því dtjúgt sem drýpur og víst er að vatnið er eilíf uppspretta, hvort sem er í náttúrunni eða meðfömm skáldanna. I daglegu máli sem og í skáldskaparmáli hafa ýmsar birtingarmyndir þess öðlast fasta merkingu, það hefur staðið sem tákn sköpunar og eyðingar, lífs og dauða, minn- inga, nútíðar, þátíðar og tilvistar mannsins. Það virðist ekki skipta mestu máli undir hvaða stefnu skáldin eru flokkuð — allar birtingarmyndir vatnsins koma fyrir undir mcrkjum ólíkra bókmenntastefna þó í mismunandi hlutfalli sé. Táknin eru því hin sömu. Það er hins vegar einstaklingsbundið hver niðurstaðan verður, eftir því hvaða kennd skáldið vill koma frá sér. Sú kennd markast auðvitað oft af ríkjandi viðhorfum en með bteyttum viðhorfum veröa breytt efhistök, breyttir tímar kalla á breytt form og inntak. Þrátt fyrir það leita skáldin mikið í persónulegan fárveg, óháð ytri straumum. Eg tók hins vegar eftir því, þegar ég fletti gegnum ljóðabækur, að táknmynd vatnsins leitar mismildð á skáld. Þannig virðast Sigfús Daðason og Gyrðir Elíasson nota mynd vatnsins ákaílega sjaldan meðan önnur skáld, svo sem Einar Bragi og Tómas Guðmundsson, bregða henni þráfaldlega upp. Lind Undantekningarlítið stendur lindin í ljóðum fyrir eitthvert jákvætt afl í tilverunnni. Hún er hið hreina lag lífsins, hún er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ljóðormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.