Ljóðormur - 01.12.1990, Síða 51

Ljóðormur - 01.12.1990, Síða 51
Valgerður Benediktsdóttir 49 eilíf uppspretta, lífið sjálft, sálin, ástvinur okkar. Hún er einn- ig sem brunnur, manneskjan sest við hann og sækir þangað hugsanir daganna: minningar sem streyma fram úr degi þátíðar. Skáldin leita lindarinnar — ef þau finna hana færir hún þeim fró, hljóð og dreymin: Ég leggst í grasið og loka augunum, heyri lind á heiðinni, djúpt undir jörð og sól streymir hún hljóðlát, geymir hún landiö, Líf hvers lítils blóms og dýrs og manns sem það ól. (Snorri Hjartarson: Kyrrðin á heiðinni 1981:139) Þegar liðnir dagar eru rifjaðir upp og fortíðin rennur sem straumur áfram til nútíðar og þaðan til framtíðar fer ekki hjá því að návist endalokanna bregði leiftri á þá mynd. Enda- lokin eru óumflýanleg; eitt sinn skal hver deyja. Fjölmörg ljóð geyma þessa hugsun bak við mynd lindarinn- ar. Lindin, sem speglaði bamsandlitið forðum tíð, líður um veg sinn til hafsins er bíður þess að taka hana í fang sér. í ljóði Tómasar Guðmundssonar Morgunljóð úr brekku, kemur þessi hugmynd vel fram. Lindin talar, Lífið er fagurt og hana langar að geyma allt glitskrúð vorsins bjarta. En jafnframt veit bún bvað verða vill: En seinna, er dalinn þrýtur og sól og degi hallar, þá syngur annar strengur, þá niða ég ei lengur, en fel mig niðri í hyljum og hlusta skelfd í giljum á hafið, sem mig kallar og tæmir lindir allar. Og þung og köld er röddin, sem þaggar silfúrljóðið, en það er alveg sama: ég verð að renna á hljóðiö. (Tómas Guðmundsson 1961:196) Lækur Lækurinn á það sammerkt með lindinni, fljótinu, ánni, að renna til sjávar, samsamast hafinu, mást út í þeirri mynd sem hann var áður. Lækurinn er að flestu leyti svipaður lindinni, hann er jákvætt afl í tilverunni en t lækjarkvæðum virðast skáldin þó enn meðvitaðri um ósinn sem allra bíður. Eins og dauðinn tekur manninn tekur hafið lækinn. Sem líf manns frá fæðingu til dauða er lag lækjarins sem bamahjal, leið hans til sjávar aö endalokum lífsins.

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.