Ljóðormur - 01.12.1990, Page 52

Ljóðormur - 01.12.1990, Page 52
50 Valgerður Benedíktsdóttir En þó margt eigi maðurinn sameiginlegt með læknum er þó eitt sem sldlur að: forgengileikinn. Ævi mannsins tekur enda um síðir en hringrásin í náttúrunni heldur sífellt áfram. Með þá hugsun í huga er lækurinn í ljóði Jóns Helgasonar Ttl lcekjarins, ávatpaður: Þitt spor mun eigi að sumri síður létt, þitt sönglag eigi að vori miður kátt, en ævi manns var eigi fyrirsett að öðlast nýjan styrk á slíkan hátt. Því hrukkan verður aldrei aftur slétt, og aldrei dökknar framar hárið grátt. (Jón Helgason 1986:30-31) Eftirtektarvert er þegar yngri ljóð eru lesin, hve stemningin er breytt. Fyrrum hjalaði lækurinn við Ijóðgengil en smálækjarsprænumar víkja óðfluga með ámnum. Ágætt dæmi um nútímalækinn er kvæði Hafliða Helgasonar, En- dalok. Þar er maðurinn enn á ný borinn saman við lækinn á leið til sjávar: Án uppsprettu er hann eins og lækur sem rennur sinn síðasta sp>öl til sjávar gerir sér grein fyrir verksummerkjum tilverunnar þurr farvegur nakinn bakki rótarsprotar stöku steini snúið neyðaróp síðasti ldiður við sjávarmál (Hafliði Helgason 1987:162) Foss Algengt yrkisefhi ættjarðarskálda sem annarra á 19. öld er fossmyndin. Fræg eru til dæmis Dettifosskvæði þeirra Matthíasar Jochumssonar, Kristjáns Jónssonar og Einars Benediktssonar. Þau eiga það öll sameiginlegt að leggja áherslu á kraft og mikillcik fossins; hið tröllslega og ægisterka og öll ávarpa skáldin fossinn í ljóðum sínum. Matthías lýsir kraftinum og mælir til „fosströllsins“ og þykir lítið um hans dauðu tár miðað við fáein bamstár. í kvæði Kristjáns kveður fossinn við raust með fimbulrómi eilífðarinnar; niður aldanna hljómar í dmnum hans, ævi

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.