Ljóðormur - 01.12.1990, Side 54

Ljóðormur - 01.12.1990, Side 54
52 Valgerður Bcncdiktsdóttir Ég er að kveðja. Ég er að kveðja og kem aldrei aftur. Hugsa ég. Og finnst að hljóti að vera hyldýpi fyrir neðan þessar tilfinningar. Eða eru þetta hugsanir. Ég hhýt að hrapa niður og týnast og finnast. Aldrei aftur. Hrapa niður hyldýpi og finna að ég er foss. Ég er foss sem steypist niður. Og það er gott að vera foss og gera ekkert nema steypast. Svo steypist ég og steypist ég og steypist niður. Ég er mikill foss og ég á þetta hyldýpi. Sem hefur fallið í aldir og aldir. Ég held áfram að falla. Kveða og tiverfa. Kem aldrei. Aftur. (Elísabet Jökulsdóttir: VUI 1989=16) Fljót — Á Tómas Guðmundsson er það skáld 20. aldarinnar er hvað mest hefur ort um tilveruna sem fljót er fellur til sjávar. í bókinni Svo kvað Tómas, sem Matthías Johannessen skráði, kemur reyndar ffam að bemskuminningar þær sem hann á frá Soginu hafa haft mikil áhrif á hann. í inngangi að ljóðasafni Tómasar kemst Kristján Karisson svo að orði um Gamalt Ijóð: í þessu kvæði birtist í fyrsta sinn mynd fijótsins, sem á síðar, í Fljótinu helga, efitir að veröa höfuðtákn hinnar ríku og áleitnu tímaskynjunar skáldsins og dregur saman andstæður hennar ... þannig rúmast í mynd fljótsins andstæður hins varanlega og hverfula, hins tímalega og eilífa. Það ber án afláts ffamhjá en er þó ávallt hið sama. Við það em bundnar tilfinningar skáldsins um fegurð og æsku, en jafhffamt um hverfúlleika alls, sem er tímanum háð ... sú tímaskynjun, sem fljótið vekur, og táknar síðan, leysir andstæður lífs og dauða. (Tómas Guðmundsson 1961: XLIII) Fosshljómur bemsku minnar um sál mína streymir sem forðum, er ungur við bakkann ég stóð og starði á strauminn þunga, sem rann án afláts fram hjá. Ég man, ég hugði hann bæri tímann á burtu, á burtu með sér langt út á ókunna hafið.- (Tómas Guðmundsson 1961:34) Tíminns vinsar úr. Sumt geymist, flýtur áffam strauminn — annað sekkur til botns, týnist. Og straumur tímans er mis- jafn, stundum stríður, stundum hægur. Tímaverðir mann-

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.