Ljóðormur - 01.12.1990, Blaðsíða 58
56 Valgerður Benediktsdóttir
svella í brjósti sér:
Eitt kvöld
í vor
þegar rauð sól
hneig á vit blárra fjalla
kom hún til mín þar sem ég stóð
á gulrí ströndinni
og fyilti hjarta mitt saung
Við
vorum böm
og við tókum ekki eftir
að sofandi særinn
fór allt í einu að ólga
og hvítt brimið
vafði okkur bæði örmum sínum.
(Jóhann Hjálmarsson 1956:42-43)
Þannig er hafið afskaplega margbreytilegt í ljóðum. Við
sjáum mynd þess lygna, ofsafengna, glaða og reiða, sem
skellur á strönd og hörfar, gælir við — snertir — hverfur.
Vekur upp tómleikakennd og minnir á að draumar mannhaf-
sins hverfa oft í eiiífðarhafið.
Regn
Regnið er mörgum tákn einsemdar, en öðrum frjósemi og
grósku. Regnið lemur gluggana, regnið sem gælir við hús
mannanna, kliður þess eins og lágróma raddir, hljóðlátt fólk
sem skrafar í rökkrinu. Regnið er tár himinsins, veröldin
grætur, sálin.
í þess konar ljóðum er yfirleitt vísað til hjartans og tilfinnin-
ganna eftir ytri lýsingar. Þá dýpkar skilningur lesandans á
regninu sem fellur á hjartað, sorginni:
og þungt regn
fellur á heit hjörtu.
(Sigvaldi Hjálmarsson: Kyrrð 1976:8)
En regnið hefúr einnig víðari skírskotun, það er sem
stundaglasið er telur daga okkar inn í eilífðina:
Drýpur dögg að ofan
dagar koma og fara.
Tímans dropar detta
duftið frjóvgun hlýtur.
(Hugrún: Strengjakliður 1977:7)