Ljóðormur - 01.12.1990, Page 61

Ljóðormur - 01.12.1990, Page 61
59 Höfiindar og þýðendur: Arnór Hannibalsson, f. 1934. Prófessor í heimspeki við Háskóla íslands. Axel Pedersen, danskt skáld, f. 1952. Sjá kynningu með ljóðum hans. Ágústína Jónsdóttir, f. 1950. Hefur áður birt ljóð í tímaritum. Bárður Jónsson, f. 1953- Hefiir áður birt ljóð í tímaritum. Birgitta Jónsdóttir, f. 1S>67. Fyrsta ljóðabók hennar, Frostdinglar, kom út 1989. Elísabet Jökulsdóttir, f. 1958. Fyrsta ljóðabók hennar, Dans í lokuðu herbergi, kom út 1989. Gunnhildur Sigurjónsdóttir, f. 191$. Hefúr ekki birt ljóð áður. Hjörtur Pálsson, f. 1941. Hefur gefið út ljóðabækur og er kunnur þýðandi. Jón Egill Bergþórsson, f. 1960. Hefúr gefið út tvær ljóðabækur. Dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu. Jón firá Pálmholti, f. 1930. Út hafa komið eftir hann margar ljóðabækur auk sagnaskáldskapar. Jónas Þorbjarnarson, f. 1960. Fyrsta ljóðabók hans, I jaðri bæjarins, kom út 1989- Ljóð eftir hann hafa áður birst í Ljóðormi. Kavafls, Konstantínos, 1863-1933. Eitt helsta ljóðskáld Grikkja á þessari öld. Hann fæddist í Alexandríu í Egyptalandi og ól þar næstum allan sinn aldur. Mörg bestu kvæði hans fjalla um söguleg efhi, ekki þó um stóratburði, heldur um smáatvik sem lýsa þó vel hvötum manna og hegðun. Milosz, Czeslaw, er Lithái en móðurmál hans er pólska. Hann fæddist árið 1911 í Litháen og ólst upp í Vilnius. Eftir 1940 hefur hann búið í Póllandi, Frakklandi en lengst af í Bandaríkjunum. Hann fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1980. Ottó Másson, f. 1965. Bókavörður í Reykjavík. Sigfús Daðason, f. 1928, Fjórar ljóðabækur hafa komið út frá hendi Sigfúsar, hin nýjasta 1987. Steinunn Ásmundsdóttir, f. 1966. Fyrsta ljóðabók Steinunnar, Einleikur á regnboga, kom út 1989. Valgerður Benediktsdóttir, f. 1965. Bókmenntafræðingur. Vilhjálmur Bergsson, f. 1937. Kunnur listmálari, búsettur í Þýskalandi. Sjá nánari kynningu á skáldskap hans bls. 13. Þorsteinn Þorsteinsson, f. 1938. Þýðandi og menntaskólakennari. Þóra Elfa Björnsson, f. 1939- Frumort ljóð eftir Þóru hafa birst í 7. og 9- hefti Ljóðorms. Þuríður Kristjánsdóttir, f. 1927. Doktor í uppeldisfræði, fyrtv. prófessor við Kennaraháskóla íslands.

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.