Fréttablaðið - 05.10.2016, Qupperneq 12
✿ Þau tíu lönd sem hýsa flesta flóttamenn
Auðugustu ríkin veita minnsta hjálp
Mannréttindasamtökin Amnesty International saka Vesturlönd um að láta fátækari lönd heims sitja uppi með flóttamanna-
vandann. Evrópusambandið er harðlega gagnrýnt fyrir að reyna að koma sér hjá því að takast á við vandamál flóttamannanna.
Orban ætlar að skella í lás
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverja-
lands, ætlar að gera breytingar á stjórnar-
skrá landsins þannig að samþykki þingsins
þurfi til að heimila fjölmennum
hópum flóttafólks að setjast þar að.
Þetta sagði hann á blaðamanna-
fundi í gær, eftir þjóðaratkvæða-
greiðsluna um helgina þar
sem yfirgnæfandi meirihluti
kjósenda samþykkti að hafna flótta-
mannakvótum Evrópusambandsins.
Kosningaþátttakan var að vísu innan
við helmingur kosningabærra
manna, eða 3,3 milljónir, sem
þýðir að atkvæðagreiðslan
var ekki marktæk. Orban
segist engu að síður ætla
að standa við þau áform
stjórnarinnar, sem borin voru undir atkvæði.
„Það eru 3,3 milljónir manna í Ungverjalandi
sem tóku ákvörðun um að þeir muni ekki leyfa
neinum öðrum að taka ákvarðanir um málefni
innflytjenda og flóttafólks,“ sagði Orban í gær.
Ungverjar hafa jafnframt í hyggju að styrkja
landamæragirðinguna að Serbíu, sem reist var
á síðasta ári til að hindra flóttafólk í að komast
yfir landamærin.
Í Serbíu sitja þúsundir flóttamanna nú fastar
og komast ekki áfram yfir til Ungverjalands.
Engu að síður héldu nokkur hundruð þeirra af
stað í gær gangandi frá Belgrad í áttina til Ung-
verjalands.
„Við þurfum hvorki mat né vatn,“ sögðu
flóttamennirnir og beindu orðum sínum til
ungversku stjórnarinnar. „Við viljum að þið
opnið landamærin.“
ÍÞróttir Geir Þorsteinsson, for-
maður KSÍ, fékk tveggja mánaða
laun greidd í bónus fyrir árangur
karlalandsliðsins á Evrópumótinu
í Frakklandi.
Annað starfsfólk KSÍ, sem vann
í Frakklandi, fékk einn mánuð
greiddan í bónus. Þetta hefur Frétta-
blaðið fengið staðfest innan raða
KSÍ.
KSÍ greiðir ekki yfirvinnu en
sökum vinnuálags í tengslum við
EM í Frakklandi var samþykkt að
greiða starfsfólki sambandsins
aukamánuð.
Á stjórnarfundi KSÍ í ágúst var
borin fram tillaga fjárhagsnefndar
sambandsins þess efnis að Geir
fengi greiðslu líkt og aðrir starfs-
menn en tillagan hljómaði upp á
tvo mánuði sem nefndin samþykkti.
„Greiðslur starfsmanna, leik-
manna og mín eru trúnaðarmál.
Ég get ekki staðfest eitt né neitt og
sérstaklega ekki mín laun,“ segir
Geir og bætir við að á ársþingi KSÍ
í febrúar muni koma meiri upplýs-
ingar um skiptingu bónusgreiðslna
fyrir EM.
Fyrir að komast í átta liða úrslit
fékk KSÍ rúma tvo milljarða í verð-
launafé frá UEFA. Leikmenn fengu
sinn skerf, starfsfólk aukamánuð,
Geir fékk tvo mánuði greidda og
aðildarfélög innan KSÍ fengu um
400 milljónir.
Jón Rúnar Halldórsson, formað-
ur knattspyrnudeildar FH, hefur
gagnrýnt greiðslur til formannsins.
Fréttablaðinu hefur reynst erfitt að
fá nefndarmenn fjárhagsnefndar-
innar og aðra formenn knattspyrnu-
deilda til að tjá sig um málið. KSÍ
fær 33 milljónir frá ÍSÍ í styrki og
sex milljónir frá getraunum á þessu
ári samkvæmt fjárhagsáætlun sam-
bandsins.
benediktboas@frettabladid.is
Geir fékk tvo mánuði greidda vegna starfa í tengslum við EM
FlóttaFólk Meira en helmingur
allra flóttamanna heimsins dvelst í
tíu löndum. Ekkert þessara tíu landa
er í hópi auðugustu ríkja heims.
Mannréttindasamtökin Amnesty
International saka Vesturlönd um
að koma sér undan ábyrgðinni.
„Það er kominn tími til þess að
leiðtogar heims hefji fyrir alvöru
uppbyggilegt samtal um það hvern-
ig samfélög okkar ætla sér að hjálpa
fólki sem neyðist til þess að yfirgefa
heimili sín vegna stríðs og ofsókna,“
segja samtökin í nýrri skýrslu um
flóttamannavandann.
Alls er það 21 milljón manna sem
telst til flóttafólks um þessar mundir.
Langflestir þeirra eru í Jórdaníu, alls
2,7 milljóir manna, en af þeim eru
2,1 milljón Palestínumenn sem hafa
búið í Jórdaníu áratugum saman.
Þar eru hins vegar einnig 664 þús-
und manns sem falla undir umboð
Flóttamannastofnunar Sameinuðu
þjóðanna.
Næstflestir eru í Tyrklandi, eða
2,6 milljónir, og eru flestir þeirra
frá Sýrlandi. Tyrkir hýsa nú fleiri
flóttamenn frá Sýrlandi en nokkurt
annað ríki.
Auðugustu lönd heims hafa hins
vegar tekið við afar fáum flótta-
mönnum, segir í skýrslunni. Til
dæmis hafa Bretar ekki tekið við
nema 11.000 sýrlenskum flótta-
mönnum frá árinu 2011, sem er
harla fátæklegt miðað við þá 656
þúsund sýrlensku flóttamenn sem
fengið hafa að doka við í Jórdaníu.
Amnesty International segir
þetta sláandi þegar litið er til þess
að Bretar eru tíu sinnum fleiri en
Jórdanar og þjóðarframleiðsla
Jórdaníu er aðeins 1,2 prósent af
þjóðarframleiðslu Bretlands.
Þá er Evrópusambandið harðlega
gagnrýnt fyrir að reyna að koma sér
hjá því að takast á við vandann.
„Andspænis þessum versta
flóttamannavanda sem heimurinn
hefur staðið frammi fyrir áratugum
saman þá hefur Evrópusambandið,
auðugasta stjórnmálasamband
heims, reynt að koma í veg fyrir að
hælisleitendur og flóttafólk komist
inn fyrir landamæri þess,“ segir í
skýrslunni. „Evrópusambandið
hefur reist girðingar á landamær-
um, sent á vettvang sífellt stærri
hópa landamæravarða og gert
samninga við nágrannaríki um að
halda fólki fyrir utan.“
Árið 2014 sóttu um 563 þúsund
manns um alþjóðlega vernd í Evr-
ópusambandsríkjunum en árið
2015 urðu umsækjendurnir rúm-
lega helmingi fleiri, eða 1,26 millj-
ónir manna.
„Íbúar Evrópusambandsins eru
rétt rúmlega 510 milljónir,“ segir í
skýrslunni. „Íbúar Líbanons voru
um það bil 4,5 milljónir árið 2013 en
samt hýsir Líbanon nú 1,5 milljónir
flóttamanna, sem flestir eru frá Sýr-
landi.“ gudsteinn@frettabladid.is
Tyrkland
2,5 milljónir
Líbanon
1,5 milljónir
Jórdanía
2,7 milljónir
Íran
979 þúsund
Pakistan
1,6 milljónir
Eþíópía
736 þúsund
Kenía
554 þúsund
Úganda
477 þúsund
Austur-Kongó
383 þúsund
Tsjad
370 þúsund
Greiðslur starfs-
manna, leikmanna
og mín eru trúnaðarmál. Ég
get ekki staðfest eitt né neitt
og sérstaklega
ekki mín laun.
Geir Þorsteinsson,
formaður KSÍ
5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M i Ð V i k U D a G U r12 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a Ð i Ð
0
5
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:2
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
D
0
-1
F
8
4
1
A
D
0
-1
E
4
8
1
A
D
0
-1
D
0
C
1
A
D
0
-1
B
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K