Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 16
Enn er fólk borið út úr húsum sínum þrátt fyrir „leiðréttingu“ ríkisstjórnar enda ákvað hún að
fjármunir sem fengust frá erlendum
kröfuhöfum skyldu að stórum hluta
greiddir til þeirra sem síst skyldi í
stað þess að setja í forgang þá sem
mest þurftu á aðstoð að halda. Einn-
ig ákvað ríkisstjórnin að hafa að engu
samkomulag sem komið var á við hóp
lánsveðshafa og því eru þeir meðal
þeirra sem nú fá að finna til tevatnsins.
(http://kvennabladid.is/2015/05/02/
ad-missa-heimilid-sitt-2/)
Meðal helstu afreka sem ríkis-
stjórnin telur sig hafa unnið er glíman
við „hrægammasjóðina“ og þeir fjár-
munir sem þeir greiddu í ríkissjóð.
Að vísu eru fjárhæðirnar sem náðust
aðeins brot af þeim fjármunum sem
ríkisstjórnin lofaði en sem kunnugt er
voru þeir að mestu sóttir í vasa þjóðar-
innar sjálfrar.
Glíman við kröfuhafa bankanna
hefur staðið allt frá hruni. Unnið var
samfellt að því að tryggja þjóðarhag
m.a. með lagasetningum sem tryggðu
hagsmuni þjóðarinnar. Í því skyni var
efnt til víðtækrar pólitískrar samstöðu
og settir á laggirnar þverpólitískir
starfshópar til að tryggja sem mest
samráð.
Sérfræðinganefnd um afnám hafta
Meðal þess sem sett var á laggirnar var
sérfræðinganefnd allra stjórnmála-
flokka til að vinna að afnámi hafta.
Ein meginforsendan var samningar
við kröfuhafa. Verulegur tími fór í að
kortleggja þann vanda sem við var að
glíma áður en hægt var að takast á við
hann. Í upphafi árs 2013 lá loksins ljóst
fyrir með hvaða hætti væri hægt að
vinna að afnámi gjaldeyrishaftanna og
forsendu þess, samningum við kröfu-
hafa bankanna. Þá þegar var orðið
ljóst hvaða upphæðir myndu koma í
hlut ríkisins við þessar aðgerðir.
Útfærsla atriðanna var svo næsta
skref. Þegar að því kom hafði verið
kosið til Alþingis og ný ríkisstjórn
ákvað að taka málin úr allri þverpóli-
tískri samvinnu. Líklegust ástæða þess
er að svo mikið lá við að sýna fram á að
hér væri um árangur hinnar nýju rík-
isstjórnar að ræða en ekki afleiðingu
samfelldrar vinnu sem unnin hafði
verið í samstarfi allra flokka misserin
á undan.
Þetta varð til þess að hægja á gangi
málsins, þegar eingöngu aðilar tengdir
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki voru
kallaðir til starfa við losun haftanna.
Síðan hafa málin mjakast áfram með
nokkrum „flugeldasýningum“ og sjálf-
hælni í frásögnum af heimsmetum
ríkis stjórnarinnar, þeim sem hentug-
ast hefur þótt að guma af hverju sinni.
Nýjustu skrefin sem nú hafa loksins
verið stigin til losunar gjaldeyrishafa
eru þau skref sem næst verður komist
að taka til afléttingar hafta á íslenskri
krónu. Gera verður ráð fyrir að krónan
verði um ókomna tíð í einhvers konar
höftum enda er hún smæsta sjálfstæða
mynt veraldar og aðeins til heima-
brúks.
Enn eru stærstu viðfangsefnin um
framtíð peningamála á Íslandi óleyst.
Stærri fyrirtæki gera mörg hver
reikninga sína upp í erlendri mynt en
þjóðinni er gert að notast við gjald-
miðil sem er hvergi annars staðar
gjaldgengur. Allir stjórnmálaflokkar
nema þeir sem vilja kanna kosti og
galla á upptöku evru skila auðu í þess-
um efnum og reyna að telja sjálfum sér
og kjósendum sínum trú um að hægt
verði að notast við íslenska krónu til
frambúðar.
„Leiðréttingin“ – afrek ríkisstjórnarinnar?
Bolli Héðinsson
hagfræðingur
Glíman við kröfuhafa
bankanna hefur staðið allt
frá hruni. Unnið var samfellt
að því að tryggja þjóðarhag
m.a. með lagasetningum sem
tryggðu hagsmuni þjóðar-
innar.
Hér má sjá nefndarmenn á gangi í Washington DC eftir fundina með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) í febrúar 2013. Frá
vinstri: Sigurður Hannesson, fulltrúi Framsóknarflokksins, Björn Rúnar Guðmundsson, starfsmaður fjármálaráðuneytisins,
Bolli Héðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar og Tryggvi Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Auk þeirra voru í nefndinni
Huginn Freyr Þorsteinsson fyrir Vinstri græna og Jón Helgi Egilsson, þá fulltrúi Hreyfingarinnar, nú fulltrúi Framsóknarflokks-
ins í bankaráði Seðlabanka Íslands. Engin laun voru greidd fyrir setu i nefndinni.
Já, það skiptir máli; miklu máli. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að þjóðarframleiðsla dregst saman
um tæplega 0,5% fyrir hvert
prósent sem framleiðsla færist
úr landi. Það sama á við ef innlend
framleiðsla leysir innflutning af
hólmi, þá eykst þjóðarframleiðslan
um tæplega 0,5% fyrir hvert prósent
sem innlend framleiðsla leysir inn-
flutning af hólmi. Þess vegna skiptir
innlend framleiðsla miklu máli fyrir
hagkerfið.
En hver er ástæðan fyrir þessu?
Þegar framleiðsla færist úr landi fer
það sem greitt er fyrir framleiðsluna
til útlanda og störf tapast. Sá hluti
sem áður fór til að greiða laun og
innlend aðföng til framleiðslunnar
færist úr landi og í stað þess að þetta
fjármagn skapi margfeldisáhrif í
hagkerfinu, með ráðstöfun til launa,
aðfangakaupa, í skatta, kaup á þjón-
ustu og fleira tapast þessar tekjur í
hagkerfinu.
Ástæða fyrrnefndra margfeldis-
áhrifa er að með því að velja íslenskt
er greitt fyrir íslenska framleiðslu-
þætti í stað erlendra. Þessar greiðslur
valda því síðan að þeir sem fá tekjur
af innlendri framleiðslu verja þeim
til framfærslu og skattgreiðslna. Þessi
umsvif valda því svo að enn aðrir fá
tekur af þeirra útgjöldum, með öðrum
orðum þá aukast öll umsvif í hagkerf-
inu við innlenda framleiðslu sem og
tekjur ríkissjóðs, langt umfram það
sem á sér stað ef vara eða þjónusta
er flutt inn. Þannig velta tekjurnar
af innlendri framleiðslu áfram í hag-
kerfinu þangað til að hver milljón
króna sem varið er í kaup á innlendri
framleiðslu í stað innfluttrar, hefur
aukið þjóðarframleiðsluna um hálfa
milljón króna.
Vissulega gera ýmsar takmark-
anir, einkum landfræðilegar, það að
verkum að ekki er hægt að framleiða
nema hluta innflutnings hér á landi
þannig að um samkeppnishæfa vöru
eða þjónustu sé að ræða. Samkvæmt
rannsóknum eru um 22% innfluttra
vara í dag í beinni eða óbeinni sam-
keppni við innlenda framleiðslu og
mætti því framleiða hér á landi.
Ástandið hefur versnað
Núverandi ríkisstjórn virðist ekki
hafa áhuga á íslenskum iðnaði. Gott
dæmi um þetta eru upprunamerk-
ingar á innfluttar ullar og skinnavörur
sem verið hafa í umræðunni undan-
farin misseri. Stærsti hluti þessara
vara er í dag fluttur inn, einkum frá
Asíu, án upprunamerkinga og reynt
með merkingum að láta svo líta út
sem varan sé íslensk. Þrátt fyrir fögur
loforð iðnaðarráherra hefur ekk-
ert gerst og með fánalögunum sem
samþykkt voru á Alþingi í vor hefur
ástandið bara versnað fyrir innlenda
framleiðslu á þessu sviði.
Megináhersla núverandi ríkis-
stjórnar í atvinnumálum virðist
vera að gæta sérhagsmuna landbún-
aðarkerfis sem vinnur gegn hags-
munum neytenda og bænda, tryggja
eigendum sjávarútvegsfyrirtækja
langstærsta hlutann af arðinum af
auðlindinni og tryggja erlendum
fyrirtækjum sem setja hér upp fram-
leiðslu alls kyns sérákvæði varðandi
skatta og annað á meðan íslenskur
iðnaður er hornreka.
Íslenskur iðnaður býr við einhver
verstu samkeppnisskilyrði í Vestur-
Evrópu. Fjármagnskostnaður, trygg-
ingagjald og ýmsar aðrar opinberar
álögur eru með því hæsta sem þar
þekkist. Á meðan svo er nýtast tæki-
færin ekki sem skyldi. Nýsköpun og
framleiðniaukandi aðgerðir í hefð-
bundnum iðnaði eiga vegna þessa
undir högg að sækja. Vissulega hafa
stjórnvöld gert ýmislegt til að örva
stofnun og starfsemi sprotafyrir-
tækja, en staðreyndin er sú að það er
þjóðhagslega margfalt hagkvæmara
að ná árangri við nýsköpun í starf-
andi fyrirtækjum en með stofnun
nýrra.
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur virðast fastir í sérhagsmuna-
gæslu landbúnaðar, sjávarútvegs og
erlendra iðnfyrirtækja sem hér setja
upp starfsemi.
Við þurfum nýja sýn þar sem
skilningur á gildi innlends iðnaðar
fær notið sín og þar sem ekki er litið á
hann sem hornreka þátt í hagkerfinu.
„Framleitt á Íslandi“ – Skiptir það máli?
Páll Kr. Pálsson
eigandi og
framkvæmda
stjóri ullarvöru
fyrirtækisins
Glófa ehf.
Í langan tíma hafa notendur heil-brigðisþjónustu Suðurlands fundið hana skerðast verulega.
Það hefur ýmislegt verið reynt til
að koma til móts við notendur en
þeim hefur líka fjölgað umtalsvert
undanfarin ár. Notendasvæðið nær
frá Þorlákshöfn austur til Hafnar
í Hornafirði. Inni í því er meira en
helmingur sumarhúsa á landinu
þar sem notendur eru oft með skráð
lögheimili annars staðar og því ekki
gert ráð fyrir þeim þegar fjárframlög
eru ákvörðuð. Þá er eftir að reikna
með öllum ferðamönnunum og
tímabundnu vinnuafli sem eru mjög
hreyfanlegar tölur.
Ég hef áður skrifað grein sem
fjallaði um heildarfjárframlög til
HSU (Heilbrigðisþjónustu Suður-
lands) þar sem ég fór yfir tölur t.d.
á notendur og starfsmenn. Þann
9. september fjallar forstjóri HSU
um fjárframlög til tækjakaupa, á
heimasíðu HSU, en 2015 voru þau
7,6 milljónir. Talið er að til að endur-
nýja lækningartæki á þessu ári þurfi
um 90 milljónir króna. Sem betur
fer hafa góðvinir HSU staðið sig og
því var nýlega hægt að kaupa nýtt
röntgentæki upp á tæpar 50 millj-
ónir. Það er hrikalegt ósamræmi í
því sem ríkið telur duga til reksturs á
þjónustu og grunnstoð sem þessari
og því sem virkilega þarf.
Bitnar á öllum notendum
Sjúkraflutningar líða fyrir þetta
líka. Þeir hafa aukist um helming
síðustu fimm ár en starfsmönnum
ekki fjölgað í neinu samræmi. Ekki
er gert ráð fyrir fjölgun óskráðra
notenda í fjárframlögum á þessu 30
þúsund ferkílómetra svæði og það
bitnar á öllum notendum.
Læknar eru yfirbókaðir og þurfa
sumir að ferðast um svæðið allt til
að sinna notendum. Ekki er langt
síðan margir af hinum almennu
notendum hættu að reyna að fá
bókaðan tíma hjá heimilislækni
og nýttu sér vaktina frekar. Þar
beið fólk frá hálftíma upp í tvo og
hálfan í stað þess að bíða í margar
vikur. Álagið á vakthafandi lækna
og starfsfólk jókst samhliða. Nýlega
var tekið upp nýtt kerfi þar sem
þarf að bóka tíma samdægurs til að
komast á vaktina. Vonandi minnkar
það álagið á alla starfsemi og eykur
möguleika á hefðbundnum tíma-
bókunum í framhaldi.
Persónulega upplifun notandans?
Ég reyndi 30. september að panta
tíma hjá barnalækninum, í eintölu.
Mér var sagt að hringja á mánudag,
þá myndi ég mögulega ná tíma 17.
eða 18. október. Þetta er reyndar
framför. Ég hringdi síðast í ágúst-
byrjun og var þá sagt að ég gæti
mögulega fengið tíma í byrjun októ-
ber. Í maí þurfti ég að bíða í rúma 2
klukkutíma eftir sjúkrabíl þar sem
ég var föst og gat mig hvergi hreyft.
Það tók bílinn hins vegar um 4 mín-
útur að skutla mér upp á sjúkrahús
og starfstöðin þeirra er við hliðina
á því.
Eins og ég minntist á var nýlega
keypt nýtt röntgentæki en eftir að
hafa beðið á bekk í nokkra klukku-
tíma var röntgentæknirinn farinn
heim og því þurfti ég að vera á
bráðamóttökunni yfir nótt til að
bíða eftir myndatöku. Á meðan ég
lá heyrði ég lækni ráðleggja notanda
að fara heim og ef ástandið myndi
versna gæti hann komið daginn
eftir í myndatöku. Læknirinn var
reyndar nokkuð viss um að ekki
væri um brot að ræða. Í framhaldi
af þessu þurfti ég svo að leggjast inn
og get því persónulega sagt að allt
starfslið vill gera sitt besta. Hag-
ræðingin er hins vegar svo mikil að
til dæmis þeir sem ekki geta baðað
sig sjálfir fá til þess aðstoð einn dag í
viku. Hina dagana geta þeir reyndar
fengið þvottapoka.
Starfsfólkið finnur fyrir þessu og
tekur aukavaktir til að notendur
finni minna fyrir þessu. Viljinn er að
veita bestu mögulegu þjónustu og
aðhlynningu en það vantar töluvert
upp á fjárframlög ef hluti af starf-
seminni á ekki að lognast út af. Það
þarf að taka með í reikninginn vax-
andi fjölda ferðamanna og sumar-
bústaðanotendur í umdæminu.
Það þarf að taka með í reikninginn
að tæki úreldast og að álag eykst ár
frá ári. Það þarf að auka fjárframlög
til víðfeðmasta heilbrigðisumdæmis
landsins, með því er hægt að spara
til lengri tíma. Kostnaðurinn við
heilbrigðiskerfi sem virkar ekki er
mun meiri og mun stærri en bara sá
sýnilegi.
Sveltir notendur og starfsmenn heilbrigðiskerfis?
Það þarf að taka með í reikn-
inginn vaxandi fjölda ferða-
manna og sumarbústaðanot-
endur í umdæminu. Það þarf
að taka með í reikninginn að
tæki úreldast og að álag eykst
ár frá ári. Það þarf að auka
fjárframlög til víðfeðmasta
heilbrigðisumdæmis lands-
ins, með því er hægt að spara
til lengri tíma.
Eyrún B.
Magnúsdóttir
í 5. sæti á lista
Bjartrar fram
tíðar í Suður
kjördæmi
5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r16 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
0
5
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:2
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
D
0
-0
6
D
4
1
A
D
0
-0
5
9
8
1
A
D
0
-0
4
5
C
1
A
D
0
-0
3
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K