Fréttablaðið

Date
  • previous monthOctober 2016next month
    MoTuWeThFrSaSu
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Fréttablaðið - 05.10.2016, Page 18

Fréttablaðið - 05.10.2016, Page 18
Fótbolti „Við erum í dauðafæri og erum staðráðnir í því að fara alla leið í þessu. Við erum komnir í þá stöðu að ef við vinnum báða leikina þá förum við alla leið. Við ætlum bara að gera það,“ segir Aron Elís Þrándarson, framherji íslenska 21 árs landsliðsins sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM með því að vinna tvo síðustu leiki sína í undan­ keppninni. Tveir leikir á sex dögum Fram undan eru tveir leikir á heima­ velli á aðeins sex dögum og sá fyrri er á Víkingsvellinum klukkan 15.30 í dag. Íslenska liðið er þremur stig­ um á eftir Makedóníu og tveimur stigum á eftir Frakklandi en á leik inni á báðar þjóðir. Jafni Ísland Makedóníu að stigum verður íslenska liðið alltaf ofar þar sem liðið stendur betur hvað varðar innbyrðisviðureignir. „Þetta er í okkar höndum. Við þurfum allavega að klúðra þessu,“ segir Aron Elís ákveðinn. Verður eitthvert stress hjá strákunum í dag? „Það má ekkert klikka hjá okkur en ég held samt að við séum alveg slakir yfir þessu. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera og við vitum alveg hvernig Skotarnir eru. Þetta verður bara barátta og við þurfum bara að sjá til þess að við vinnum hana,“ segir Aron. Úrslitakeppnin fer fram í Tékk­ landi næsta sumar og tólf þjóðir keppa þá um Evrópumeistaratitil­ inn. Risastór gluggi „Þetta er risastór gluggi og ég held að allir séu að fara gefa 150 prósent í þetta,“ segir Aron. Íslenska liðið skoraði átta mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í keppninni en hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórum leikjum sínum. Hefur Aron Elís áhyggjur af því? „Það eru gæði í liðinu en við leggjum svolítið mikið upp með það að vera sterkir til baka og beita góðum skyndisóknum. Við höfum alveg fengið færi en boltinn hefur ekki verið að detta inn hjá okkur. Ég hef fulla trú á að þetta muni breytast núna,“ sagði hann. Aron Elís er að fara að spila á sínum gamla heimavelli í dag en hann er uppalinn Víkingur. Hann hefur spilað á vellinum með bæði 17 ára og 19 ára landsliðinu en spilar nú í Víkinni í fyrsta sinn í rúm tvö ár. „Ég er mjög ánægður með það að fá að koma aftur á Víkingsvöllinn. Þetta verður gaman fyrir mig,“ segir Aron en mun það hjálpa honum? „Ég á góðar minningar frá Víkings­ vellinum. Þetta er besti völlurinn,“ segir Aron brosandi. Aron Elís Þrándarson leikur með norska liðinu Aalesunds FK og er á sínu öðru tímabili. Liðið var í fall­ sæti fyrir aðeins nokkrum vikum en fjórir sigrar í röð hafa komið liðinu upp í tíunda sæti. „Þetta byrjaði brösuglega en upp á síðkastið þá erum við búnir að vera óstöðvandi. Við Íslendingarnir í Aalesunds komum fullir sjálfs­ trausts inn í þessa leiki,“ segir Aron en í íslenska hópnum eru einnig liðsfélagar hans Adam Örn Arnar­ son og Daníel Leó Grétarsson. Aron þekkir hina strákana einnig vel. „Við þekkjum hver annan út og inn enda búnir að vera spila saman í gegnum öll landsliðinu,“ segir Aron. Svo stutt í þetta „Við höfum verið að tala um það að það er svo stutt í þetta. Þetta eru bara tveir leikir sem við þurfum að klára og þá erum við komnir alla leið. Það væri synd að fara að klúðra þessu núna. Það væri svo gaman að komast í lokakeppnina,“ segir Aron Elís. „Við erum búnir að gera mjög vel í riðlinum og þetta er sterkur riðill. Við erum sáttir með okkur hingað til og nú er bara að fara alla leið. Við erum allir einbeittir og á sömu blaðsíðu. Ég hef því mjög góða til­ finningu fyrir þessu,“ segir Aron Elís. ooj@frettabladid.is Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. Aron Elís Þrándarson hefur spilað alla átta leiki íslenska liðsins í undankeppninni til þessa sem og fjórir aðrir leikmenn, eða þeir Adam Örn Arnarson, Böðvar Böðvarsson, Elías Már Ómarsson og Orri Sigurður Ómarsson. FRéTTABlAðið/ERniR Þetta eru bara tveir leikir sem við þurfum að klára og þá erum við komnir alla leið. Það væri synd að fara að klúðra þessu núna. Aron Elís Þrándarson KörFubolti Domino’s­deild kvenna fer af stað í kvöld og það er sannkall­ aður stórleikur á dagskrá í fyrstu umferð. Íslandsmeisturum Snæfells og nýliðum Skallagríms var spáð tveimur efstu sætunum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna og þeir mætast einmitt í Borgarnesi í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og það má búast við að Fjósið verði troðfullt. Skallagrímur er að taka þátt í efstu deild kvenna í fyrsta sinn í fjóra áratugi og þetta verður fyrsti Vesturlandsslagurinn í sögu úrvals­ deildar kvenna. Það dregur ekki úr veisluhöldum í kvöld að mótherj­ arnir séu bæði ríkjandi Íslands­ meistarar og nágrannar þeirra úr Stykkishólmi. Borgnesingar hafa búið til gríðar­ lega sterkt kvennalið á stuttum tíma en margir öflugir leikmenn hafa skipt yfir í Skallagrím á þessum tíma. Liðið vann 1. deildina í fyrra og bætti síðan meðal annars við þremur landsliðskonum í sumar. Það er ekki oft sem nýliðum er spáð svo góðu gengi á fyrsta ári en leikmanna­ hópur Skallagrímsliðsins gefur ekki tilefni til ann­ ars en að þar fari lið sem ætlar að stimpla sig inn í hóp bestu liða landsins. Mótherjarnir úr Snæ­ felli bættu við sig landsliðs­ b a k v e r ð ­ inum Pálínu Gunnlaugs­ d ó t t u r á d ö g u n u m en þær bíða enn eftir því hvað hin öfluga B r y n d í s Guðmunds­ dóttir ætlar að gera í vetur. S n æ f e l l s l i ð i ð hefur klárað titilinn undan­ farin ár þrátt fyrir að missa lykil­ menn um sumarið og það er því ekkert skrýtið að liðinu sé spáð titlinum nú þegar liðið mætir með nánast sama lið. Þrír aðrir leikir í Domino’s­ deild kvenna fara fram í kvöld og allir á Suðurnesjunum. Þeir eru Keflavík­Stjarnan, Njarð­ vík­Valur og Grindavík­ Haukar. Allir leikir kvöldsins hefjast á sama tíma eða klukkan 19.15. – óój Fyrsta orrustan um Vesturlandið í dag ORF Líftækni hf., kt. 420201-3540, boðar hér með til hluthafafundar félagsins dags. 12.10.2016 kl. 16.30 í húsnæði félagsins að Víkurhvarfi 3 í Kópavogi. Fundarefni: Staðfesting fyrri ákvörðunar aðalfundar þann 19. maí 2016 um kjör stjórnar og endurskoðanda félagsins þar sem ákvörðun þess fundar var ekki tilkynnt til Fyrirtækjaskrár innan lögboðins frests , eins og kveðið er á um í 149. grein laga nr. 2/1995, um hlutafélög. Önnur mál sem löglega eru upp borin. Stjórn ORF Líftækni hf. Boðun til hluthafafundar ORF Líftækni hf. 1 - 2 - Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, leik- maður Skallagríms. Í dag 15.20 Ísland - Skotland U21 Sport 19.10 Skallagrímur - Snæfell Sport Domino’s-deild kvenna: 19.15 Grindavík - Haukar Röstin 19.15 Keflavík - Stjarnan TM-höllin 19.15 njarðvík - Valur Njarðvík Olís-deild karla: 19.00 Akureyri - Haukar KA-heimili 19.30 Valur - Fram Valshöllin 19.30 FH - Selfoss Kaplakriki Meistaradeild Evrópu: 15.30 Breiðablik - Rosengård Kópav. MArTA MæTir Í KóPAVoGiNN Breiðabliks bíður erfitt verkefni í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar mætir liðið rosengård frá Svíþjóð en fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli klukkan 15.30 í dag. Seinni leikurinn verður svo leikinn 12. október næstkom­ andi. rosengård er eitt sterkasta lið Evrópu en það hefur orðið sænskur meistari undanfarin þrjú ár og situr núna 2. sæti sænsku deildarinnar. Sara Björk Gunnarsdóttir lék með rosengård á árunum 2011­16 og varð fjórum sinnum sænskur meistari með liðinu. Með rosengård leika þekktir leikmenn á borð við hina brasilísku Mörtu sem var valin besti leikmaður heims fimm ár í röð (2006­10). FrEyr VELur KÍNAFArANA Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalands­ liðsins í fótbolta, valdi í gær þá 22 leikmenn sem fara með til Kína þar sem Ísland tekur þátt í æfingamóti 20.­24. október næstkomandi. Leikið verður gegn Kína, Danmörku og Úsbekistan. Einn nýliði er í íslenska hópnum, Berglind Hrund Jónasdóttir, tví­ tugur markvörður Íslandsmeistara Stjörnunnar. Liðsfélagi hennar, Katrín Ásbjörnsdóttir, kemur einnig inn í hópinn eftir nokk­ urt hlé. Freyr valdi einnig Svövu rós Guðmundsdóttur, leikmann Breiðabliks, en hún á aðeins einn landsleik að baki. Hópinn má sjá í heild sinni inni á Vísi. 5 . o K t ó b e r 2 0 1 6 M i Ð V i K u D A G u r18 s p o r t ∙ F r É t t A b l A Ð i Ð sport 0 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D 0 -1 A 9 4 1 A D 0 -1 9 5 8 1 A D 0 -1 8 1 C 1 A D 0 -1 6 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Language:
Volumes:
23
Issues:
7021
Published:
2001-2023
Available till:
31.03.2023
Locations:
Keyword:
Description:
Dagblað
Sponsor:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue: 235. tölublað (05.10.2016)
https://timarit.is/issue/390102

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

235. tölublað (05.10.2016)

Actions: