Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 22
Frá og með síðustu mánaða-mótum býður Gagnaveita Reykjavíkur upp á 1 gíga- bits tengingu til heimila eða 1.000 megabit yfir ljósleiðara. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar, segir þetta mikla byltingu, en áður var mest hægt að fá 500 megabit og algengar tenging- ar eru 100 megabit. Þessi breyting nær til þeirra 77 þúsund heimila sem nú þegar tengjast ljósleiðara Gagnaveitunnar. „Það er mikil eftirvænting hjá fjarskiptafyrirtækjunum að bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Erling og líkir breytingunni við að akrein- um í Ártúnsbrekkunni yrði fjölgað í 10 í hvora átt. „Þetta er þjónusta sem stendur öllum sem tengjast ljósleið- aranum til boða,“ bætir hann við, en bendir á að þeir sem fengu tengibox fyrir árið 2012 gætu þurft að endur- nýja það fyrir svo hraða tengingu. En er einhver þörf á þessu? kynni einhver að spyrja. Erling svarar því til að þeim tækjum á heimili sem tengjast neti fari ört fjölgandi. Hvert þessara tækja tekur til sín gagna- magn og það hefur áhrif á önnur tæki. „Notendur finna mikinn mun á hraða og snerpu, þó venjulegt heimili taki ekki til sín mikið af gögnum.“ Hann bendir á að þróun sjónvarpstækni, þar sem mynd- og hljóðgæði verða sífellt meiri, taki til sín mikinn flutning gagna. „Ég get tekið dæmi af mínu eigin heimili, þar sem ég er með 23 tæki tengd við netið og enn að bætast við.“ Erling bendir á til dæmis að með hverri kynslóð farsíma aukist þörfin verulega. „Við viðurkennum fúslega að við erum á undan og við segjum að með þessum hraða séum við til- búin fyrir næstu kynslóð síma.“ Hann bætir við að þörfin vaxi hratt. „Netflix og sjónvarpssendingar í háskerpu ásamt geymslu gagna svo sem myndaalbúms fjölskyldunnar í skýi og upphleðsla myndbanda á Facebook gerir það að verkum að fólk vill sífellt hraðari tengingar.“ Erling segir að kosturinn við ljós- leiðarann sé sú að hann geti vaxið áfram með breytingu á endabún- aði. „Það eru í raun engin takmörk á ljósleiðaranum sjálfum og það er góð tilfinning. Gagnaveitan er öflug vél fyrir þjónustufyrirtækin á fjarskiptamarkaði og við erum bara spennt að sjá hvernig þau nýta möguleikana.“ haflidi@frettabladid.is Tuttugufalt hraðari tengingar frá 2007 Netsjónvarp, fullkomnari snjallsímar, fjölskyldumyndbönd og myndir í skýi. Allt kallar þetta á hraðari aðgang og meiri gagnaflutninga. Þróunin er líka hröð og kröfur neytenda vaxa hratt. Nú stendur 1.000 megabita tenging til boða. Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, segir í raun engin takmörk á hraða tenginga yfir ljós- leiðara. Frá síðustu mánaðamótum er 1.000 megabita tenging í boði. Það eru í raun engin takmörk á ljós- leiðaranum sjálfum og það er góð tilfinning. Erling Freyr Guðmundsson Hlutabréfaviðskipti Katr-ínar Olgu Jóhannesdóttur, stjórnarmanns í Icelandair hf., vöktu heldur betur athygli mína síðastliðinn föstudag. Katrín Olga selur 400.000 hluti í Icelandair hf. eða stærstan hluta stöðu sinnar í félaginu. Í fyrstu var ég undrandi en síðar reið. Reið vegna þess að Katrín Olga er stjórnarmaður í Icelandair og þar með skilgreindur fruminn- herji í félaginu. Hún selur í félag- inu á síðasta degi 3. ársfjórðungs sem hefur sögulega verið stærsti og mikilvægasti fjórðungur Icelandair og 28 dögum áður en uppgjör félags- ins verður birt. Það hefur tíðkast hér á landi og er algengt erlendis að hjá skráðum félögum séu skil- greind ákveðin tímabil, sölugluggi (e. trading window), þar sem inn- herjum er heimilt að kaupa og selja bréf. Sá viðskiptagluggi er yfirleitt stutt tímabil eftir að ársfjórðungs- uppgjör hefur verið birt því þá hefur markaðurinn verið upplýstur um verðmetandi upplýsingar og situr við sama borð og skilgreindir frum- innherjar. Sést hvar hagsmunir liggja Í stóru skráðu fyrirtæki eins og Icelandair væri eðlilegt að reglu- legir stjórnarfundir væru á eins til tveggja mánaða fresti og séu fundir ekki haldnir einhverra hluta vegna ættu stjórnarmenn að vera vel upplýstir um rekstrar- þróun félagsins með mánaðar- legri skýrslugjöf til stjórnar. Starfi stjórn Icelandair með eðlilegum hætti ætti enginn vafi að leika á því að Katrín Olga átti viðskipti með bréf sín í Icelandair á sama tíma og fyrir lágu innherjaupplýsingar. Það breytir engu hvort uppgjör félagsins á 3. ársfjórðungi verði á áætlun eða með fráviki því stjórn og aðrir fruminnherjar eru einir um að vita það. Hverjar sem reglur fyrirtækisins eru þá er það alltaf á ábyrgð viðkomandi að eiga ekki viðskipti þegar fyrir liggja inn- herjaupplýsingar. Telji hún sig ekki hafa búið yfir innherjaupplýsingum þá blasir við önnur og enn verri mynd, en það væri að stjórn Icelandair væri ekki að vinna vinnuna sína og væri einfaldlega ekki upplýst um fram- gang og þróun félagsins á 3.  árs- fjórðungi. Hvort sem um ræðir þá er það algjörlega óásættanlegt fyrir hluthafa félagsins. Henni sem stjórnarmanni í félaginu ber að hafa hagsmuni félagsins að leiðarljósi umfram eigin hagsmuni. Útskýring- ar hennar sjálfrar um að hún hafi þurft að selja því hún sé að byggja sér sumarbúastað eru of lýsandi um hvar hagsmunir hennar liggja. Því miður kemur þetta mér ekki mikið á óvart og í mínum huga var þetta bara spurning um tíma, hve- nær upp kæmi hagsmunaárekstur milli atvinnustjórnarmanna og annarra hagsmunaaðila hjá skráð- um félögum. Ekki góðir stjórnarhættir Áhersla ákveðins sérhagsmuna- hóps á innleiðingu góðra stjórnar- hátta, að hluta, í íslenskt atvinnu- líf hefur verið áberandi á síðustu misserum. Ég tala um innleiðingu að hluta því hugmyndafræðin um góða stjórnarhætti er góð en birt- ingarmynd þeirra og áherslur hér á landi bera þess merki að valið hafi verið úr það sem þótti henta. Til hefur orðið ný starfsgrein, sem ég vil kalla atvinnustjórnarmenn, sem náð hefur að markaðssetja réttlætingu þess að lífeyrissjóðir til- nefni viðkomandi í stjórn á grund- velli þess að vera það sem kallað er „óháður“. Þetta sama fólk situr oft í mörgum stjórnum ásamt því að vera í fullu starfi og virðast sumir fagfjárfestar sætta sig við að þetta sé eitthvert aukastarf sem krefjist ekki mikils tíma og vinnuframlags. Sam- hliða hafa stjórnarlaun í skráðum félögum hækkað um allt að 70% milli ára og eru meðalstjórnarlaun um kr. 280.000 á mánuði og oft tvöfalt það fyrir formann stjórnar. Ég hef áhyggjur af því að stór hluti stjórna skráðra félaga á Íslandi verði samsettar af fólki sem skortir tíma, hefur takmarkaða framtíðarsýn á reksturinn, er með litla þekkingu á því sviði sem fyrirtækið starfar á og lætur eigin hagsmuni ganga framar hagsmunum fyrirtækisins. Á sama tíma sjáum við áherslur í samsetningu stjórna hjá stórum erlendum fyrirtækjum vera að þró- ast í aðra átt. Þar er mikil áhersla lögð á að samsetning stjórna leiði saman fólk sem geti náð árangri saman (e. effective boards) og lagt er upp úr samspili árangurs og ábyrgðar í stjórnarherberginu (e. effectiveness and accountability in the boardroom). Það á alltaf að vera meginmarkmið að fyrirtækin nái sem bestum árangri, hvernig sem sá árangur kann að vera skil- greindur af hluthöfum félagsins. Það að starfa eftir góðum stjórnar- háttum er jafn sjálfsagt og að fara eftir lögum og reglum í landinu og hefur að mínu mati ekkert með óhæði stjórnarmanna að gera heldur vegur þar þyngra persónur, þekking, reynsla og samsetning stjórnar. Mér, sem hluthafa í Icelandair hf. og fjárfesti á íslenskum hluta- bréfamarkaði, finnst ég geta gert þá kröfu að fólk sem tekur sæti í stjórnum skráðra íslenskra fyrir- tækja og fer þar meðal annars fyrir öðrum hagsmunum en sínum eigin, viti betur en svo að selja, í félagi þar sem það situr í stjórn, á síðasta degi ársfjórðungsins, það eru ekki góðir stjórnarhættir. Ábyrgð stjórnarmanna Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir Útskýringar hennar sjálfrar um að hún hafi þurft að selja því hún sé að byggja sér sumarbústað eru of lýsandi um hvar hagsmunir hennar liggja. GEFÐU ÞÉR TÍMON Færir þér nauðsynlega sýn á mannauðinn i l i Tímon.is 5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r4 markaðurinn 0 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D 0 -4 2 1 4 1 A D 0 -4 0 D 8 1 A D 0 -3 F 9 C 1 A D 0 -3 E 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.