Fréttablaðið - 05.10.2016, Síða 24
Stærstu stjórnmálaflokkar landsins telja að efna-hagslegur stöðugleiki, fjölbreyttur orkuiðnaður í sátt við umhverfi, og menntun og nýsköpun
séu mikilvægustu áherslumálin er
varða atvinnulífið. Þetta kom fram
á fundi Samtaka iðnaðarins í gær.
Samtökin hafa lagt fram sex mál-
efni sem skipta atvinnulífið og þar
með fólkið í landinu miklu máli.
Skiptar skoðanir voru um fram-
tíð krónunnar, hvort myntráð,
upptaka evru eða önnur tól í pen-
ingastefnu væru lausnin. Jóna
Sólveig Elínardóttir, fulltrúi Við-
reisnar, talaði fyrir myntráði og
sagði að mikilvægt væri að hugsa
ekki um lausn hverju sinni heldur
líta til stöðugleika til lengri tíma.
Össur Skarphéðinsson benti þá
á að skýrsla Seðlabankans væri
búin að afgreiða myntráð sem ekki
besta kostinn, enda væri hann of
áhættumikill. Langtímamarkmiðið
í stöðugleika væri að taka upp evru
Smári McCarthy taldi ákjósanlegt
að notast við fastgengisstefnu til að
ná því markmiði.
Pólitísk samstaða var að mestu
um að lækka tryggingargjald, en
svo voru skiptar skoðanir um auð-
lindagjald á fundinum. Fulltrúar
allra flokkanna, utan Sjálfstæðis-
flokksins, sögðust vilja að þjóðin
kjósi um áframhaldandi viðræður
um inngöngu í Evrópusambandið
Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins sagði þó þjóðarat-
kvæðagreiðslu um hvort við göng-
um inn eða ekki vera mjög álitlega.
Forystufólkið var sammála um
nauðsyn á innviðauppbyggingu,
hins vegar voru skiptar skoðanir
um fjármögnun hennar, hvort fjár-
magna ætti uppbyggingu úr ríkis-
kassanum, með einkaframkvæmd
eða blandaðri leið.
Markaðurinn hefur tekið saman
helstu skoðanir flokkanna á mál-
efnunum sem tekin voru fyrir á
fundinum, sem og sex málefni Sam-
taka iðnaðarins.
saeunn@frettabladid.is
Vilja kjósa um ESB
Fulltrúar sjö stærstu stjórnmálaflokka landsins, utan Sjálfstæðisflokksins, vilja
að þjóðin kjósi um áframhaldandi viðræður um inngöngu í Evrópusambandið.
Forystufólk úr sjö stærstu stjórnmálaflokkum landsins tók þátt í pallborði um áherslumál sín í atvinnulífinu á fundi Samtaka iðnaðarins í gær. Fréttablaðið/GVa
Sæunn
Gísladóttir
saeunn@frettabladid.is
Sex málefni sem skipta atvinnulífið
máli samkvæmt SI
1. Efnahagslegur stöðugleiki
l Rekstur fyrirtækja og heimila
þrífst best við stöðugleika í verð
lagi og gengi.
2. Húsnæði
l Frá árinu 2009 hefur fjöldi full
gerðra íbúða verið langt undir
þörfum markaðarins. Skortur er á
ýmsum tegundum húsnæðis.
3. Menntun
l Menntun og þekking fólks
á öllum sviðum er forsenda
aukinnar framleiðni, velferðar og
verðmætasköpunar.
4. Samgöngur og innviðir
l Þrátt fyrir myndarlegan hagvöxt
síðustu ára er fjárfesting í landinu
enn of lítil. Innviðafjárfestingar
styðja við alla aðra uppbyggingu.
5. Orka og umhverfi
l Fyrirtæki eru í lykilstöðu til
að bæta nýtingu auðlinda og
minnka sóun. Með því að styrkja
uppbyggingu fyrirtækja á þessu
sviði má leggja stoðir undir
sterka atvinnugrein sem fylgir
grænni tækni.
6. Nýsköpun
l Drifkraftur verðmætasköpunar
og gjaldeyrisöflunar fyrir land
og þjóð. Nýsköpun styrkir alla
framþróun og því er mikilvægt að
unnið sé stöðugt að fjölbreyttri
nýsköpun í öllum atvinnu
greinum.
Lilja Alfreðsdóttir, Framsóknarflokki
Áherslumál af sex málum
Si: Efnahagslegur stöðug
leiki og aukin áhersla á
nýsköpun.
Framtíð krónunnar:
Vantar umboð þjóðar
innar áður en farið er að
skoða aðild að Evrópusam
bandinu og upptöku evru.
Ísland í ESb: Við erum til í þjóðar
atkvæði um hvort við göngum inn í
Evrópusambandið.
Skattar og fyrirtæki: Lækka trygg
ingargjaldið, einfalda regluverk og
skapa nýja hvata.
innviðauppbygging: Þörf á að gera
betur í innviðauppbyggingu og vera
með langtímasýn, þarf að klára að
ljósleiðaravæða allt landið og setja
meira í vegakerfið.
Fjármagn til uppbyggingar innviða:
Blönduð fjármögnun, til dæmis með
samstarfi við lífeyrissjóði og önnur
lönd.
Smári McCarthy, Pírötum
Áherslumál af sex málum Si:
Menntun og efnahagslegur
stöðugleiki.
leið að efnahagslegum
stöðugleika: Einbeita
okkur að því að flytja út
verðmætari varning. Búa til
alvöru plön um að laga sam
keppnishæfni okkar og krónuna.
Framtíð krónunnar: Eina peninga
stefnan sem hefur skilað okkur
hagvexti er fastgengisstefna. Lausnin
er eins og hjá Króatíu að hafa laus
bindingu við aðra gjaldmiðla.
Ísland í ESb: Til í þjóðaratkvæði um
áframhaldandi viðræður.
Skattar og fyrirtæki: Eðlilegt gjald
sé tekið af orku og auðlindum, laga
gallana í skattkerfinu, uppræta svindl,
stöðva kennitöluflakk, þunna eigin
fjármögnun.
innviðauppbygging: Þarf að byggja
upp innviðina í landinu, samgöngur,
ferðamannastaði, rafmagn og ljós
leiðarasamband.
Fjármagn til innviðauppbyggingar:
Grunnþjónusta hjá hinu opinbera,
uppbygging ferðamannastaða má
vera í höndum einkaaðila.
Við erum
búin að sjá
núna gríðarlegan
vöxt í útflutningi á
hugverkaiðnaði.
Þetta er ekki tak-
mörkuð auðlind, þetta
er sá iðnaður sem við
viljum sjá börnin okkar
vinna í í framtíðinni og við
eigum að hlúa að honum.
Verðbólgu-
viðmiðin í
dag eru ekki að
virka nógu vel. Ég
held að lausnin eigi
að vera eins og hjá
Króatíu, að hafa
lausbindingu við aðra
gjaldmiðla.
5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r6 marKaðurinn
0
5
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:2
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
D
0
-3
D
2
4
1
A
D
0
-3
B
E
8
1
A
D
0
-3
A
A
C
1
A
D
0
-3
9
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K