Fréttablaðið - 05.10.2016, Qupperneq 36
Fyrsta vélmennið sem þjálfar borðtennis
FORPHEUS, fyrsta vélmennið sem þjálfar borðtennis, spilar á móti manni á CEATEC (Combined Exhibition of Advanced Technologies) ráðstefnunni
í Japan í gær. Ráðstefnan hófst þann 4. október og stendur yfir fram til 7. október. Fjöldi vara var kynntur þar, meðal annars ný tegund af dróna, vél-
menni, bílar og tölvuspeglar. Fréttablaðið/EPa
Nýsköpun
Oddur Sturluson
verkefnastjóri
Lengi vel lofsungu sósíalistar víða
um heim Venesúela sem efnahags-
lega velgengnissögu. Flestir hag-
fræðingar vissu allan tímann að
Venesúela var aldrei vel heppnað
heldur tálsýn. Það sem leit út eins
og velgengni var einungis hunda-
heppni sem skapaðist af viðvarandi
miklum hækkunum á olíuverði á
fyrsta áratug þessarar aldar (munið
að Venesúela er eitt af stærstu olíu-
framleiðsluríkjum heims). Nú er
það hins vegar augljóst, jafnvel fyrir
hörðustu sósíalista, að „Bólívars-
byltingin“ í Venesúela hefur verið
efnahagslegt og félagslegt stórslys.
Síðan 2013 hefur verg landsfram-
leiðsla minnkað um næstum 20%,
verðbólga hefur rokið upp og gæti
vel orðið óðaverðbólga ef ríkisstjórn
Maduros forseta breytir ekki fljót-
lega um stefnu. Venesúelski gjald-
miðillinn, bólívarinn, hefur hrapað
og Venesúelamenn eru áfjáðir í að
komast yfir gamla góða dollarinn.
Óþægilegir útreikningar
í peningahagfræði
Evrópskir vinstrisinnar verja „Bólív-
arsbyltinguna“ og hafa bergmálað
útskýringar Maduros forseta á efna-
hagsóförunum – það séu „vondir,
gráðugir kapítalistar“ sem hækka
verð og valda hinni miklu verðbólgu,
og bandarísk stjórnvöld hafi á ein-
hvern hátt „unnið skemmdarverk“ á
venesúelska hagkerfinu.
Enginn hagfræðinemi þarf hins
vegar að hugsa lengi um efnahags-
hrunið í Venesúela til að komast að
þeirri niðurstöðu að þetta sé dæmi
um það sem bandarísku hagfræð-
ingarnir Thomas Sargent og Neil
Wallace, í mjög frægri (á meðal hag-
fræðinga) grein árið 1981, kölluðu
„Nokkra óþægilega útreikninga í
peningahagfræði“.
Kjarninn í röksemdum Sargents
og Wallace var að verðbólga væri
í grundvallaratriðum peninga-
fyrirbæri en ef ríkisfjármálin yrðu
ósjálfbær myndu skapast væntingar
um að ríkisstjórnin myndi fyrr eða
síðar neyða seðlabankann til að
setja prentvélarnar af stað til að fjár-
magna fjárlagahallann og það í sjálfu
sér myndi valda aukinni verðbólgu.
Og þetta er auðvitað einmitt það
sem hefur átt sér stað í Venesúela.
Jafnvel áður en olíuverðið byrjaði
að lækka virtust ríkisfjármálin
frekar ótraust vegna mikillar aukn-
ingar á opinberum útgjöldum og
þegar olíuverðið byrjaði að lækka
2014 varð öllum mjög fljótt ljóst
að ástand ríkis fjármála í Venesúela
væri hörmulegt og þegar venesúelski
seðlabankinn byrjaði í raun og veru
að prenta peninga til að fjármagna
sístækkandi fjárlagahalla þurfti
engan snilling til að spá fyrir um
mjög aukna verðbólgu.
að drepa venesúelska hagkerfið
með því að skjóta sendiboðann
Í stað þess að viðurkenna grunn-
vandann – algerlega ótraust ríkis-
fjármál – hafa venesúelsk stjórnvöld
ákveðið að kenna „vondum brösk-
urum“ og „gráðugum kapítalistum“
um eymd landsins. Þess vegna hefur
stjórnin tekið upp gríðarlega ströng
verðlagshöft.
Aftur gæti hvaða fyrsta árs hag-
fræðinemi sem er sagt manni að ef
maður tekur upp verðlagshöft og
neyðir kaupmenn til að lækka verð
undir það sem hefði verið markaðs-
verð, þá muni vörur fljótlega hverfa
úr búðunum. Og það er auðvitað það
sem gerðist.
Niðurstaðan er sú að ekki einu
sinni sósíalistar geta hunsað hið
hagfræðilega þyngdarafl. Fyrr eða
síðar tekur raunveruleikinn við. Því
miður er efnahagslegt og þjóðfélags-
legt hrun Venesúela enn einn vitnis-
burðurinn um að sósíalismi endar
alltaf með hörmungum.
Þyngdaraflið verður ekki
hunsað – tilfelli Venesúela
Lars Christensen
alþjóðahagfræðingur
Fyrirtæki taka sjaldnast nógu
skýrt fram hverju er fórnað þegar
ákveðnar áherslur eru valdar. Sér-
hver stefnumarkandi ákvörðun er
aldrei farsælli en innleiðing hennar
og reynslumiklir leiðtogar vita að
það er ómögulegt að innleiða allt
sem okkur langar til. Ástæðan er
sú að ef innleiðing á að vera farsæl
og ná alla leið þarf að laga skipu-
lag, innviði, og ferla fyrirtækisins
að þeim áherslum sem urðu ofan
á. Það er ógerningur ef við veljum
ekki eitthvað burt.
Treacy og Wiersema færa rök
fyrir því með „The Value Discipline
Model“ að fyrirtæki sem ná leiðandi
stöðu á markaði leggi alltaf áherslu
á að skapa virði fyrir viðskiptavini
sína. Þeir lýsa því hvernig leið-
togarnir í hverjum geira á hverjum
markaði hafa náð að skilgreina
hvert mesta virðið er fyrir við-
skiptavini á þeim markaði. Síðan
móta þeir sterkt viðskiptamódel
sem skilar mun meira virði til við-
skiptavinarins en samkeppnin.
Fyrirtæki með afgerandi for-
ystu á markaði gera það með því
að skerpa fókusinn, ekki breikka
hann. Þau ná markaðsyfirburðum
með því að leggja áherslu á að vera
framúrskarandi í einni af þremur
meginvíddum til að hámarka virði
fyrir viðskiptavininn. Sú fyrsta
er viðskiptavinanánd (customer
intimacy) – þar sem fókusinn er
á að markhópagreina í þaula, að
vita „allt“ um viðskiptavininn
og hegðun hans til að geta skilað
honum hnitmiðuðu hámarksvirði.
Í öðru lagi er forysta í vöruþróun
(product leadership), þar sem allt
fyrirtækið er sérsniðið í kringum
vöruþróun, viðskiptavinir þess
upplifa mesta virðið í því að fá nýjar
vörur og þjónustu. Þriðja víddin
er framúrskarandi ferlastjórnun
(operational excellence) sem
tryggir skjóta áhyggju- og hnökra-
lausa afhendingu á vöru með fókus
á samkeppnis hæft verð.
Rannsóknir sýna að framúr-
skarandi fyrirtæki velja og hafna.
Þau velja að verða framúrskarandi
í einni af þessum þremur víddum
en halda samkeppnishæfni í hinum
tveimur. Þannig ná þau forskoti á
markaði sem aðrir eiga í stökustu
vandræðum með að fylgja, því for-
ystufyrirtækið lyftir jafnt og þétt
væntingavísitölu markaðarins upp
á hærra plan eftir því sem markað-
urinn eltir.
Að hafa stefnuna það skýra að
allir viti hvað trompar hvað á hverj-
um tíma auðveldar stjórnendum og
starfsmönnum fyrirtækjanna að ná
hámarksárangri í vegferðinni að
sameiginlegum sigri.
Þorum við að hafna einhverju?
Hin hliðin
anna björk
bjarnadóttir
framkvæmdastjóri
Expectus
Það sem leit út eins
og velgengni var
einungis hundaheppni sem
skapaðist af viðvarandi
miklum hækkunum á
olíuverði.
Orkukerfi sem byggja á samþætt-
ingu og nýtingu umhverfisvænna
orkugjafa hafa fengið aukinn byr í
seglin á síðastliðnum árum. Í fyrra
var sett met í hnattrænum fjár-
festingum í nýtingu á endurnýjan-
legri og hreinni orku – tæplega
30 billjónir íslenskra króna sem
samsvarar rúmlega fimmtánfaldri
vergri þjóðarframleiðslu Íslands.
Heildarfjárfestingar hafa því fjór-
faldast síðan 2004. Það vekur sér-
staka athygli að nýiðnvædd ríki
juku fjárfestingar í umhverfis-
vænum orkugjöfum um 19%,
þrátt fyrir verðfall á hráolíu og
kolum sem ætti að hafa verndað
samkeppnisstöðu jarðefnaelds-
neytis. Jafnvel Kína, sem hefur
fengið mikla gagnrýni á síðustu
árum vegna mengunar, jók sínar
fjárfestingar um 17%.
Sögulegur árangur náðist á
COP 21 ráðstefnunni í París í
desember síðastliðnum, bæði
í vitundarvakningu þjóða og
alþjóðlegu samstarfi með aukinni
áherslu á endurnýjanlega orku-
gjafa, samdrátt í losun gróður-
húsalofttegunda og orkuöryggi.
Draumurinn um sjálfbæran,
hnattrænan efnahag sem keyrist
áfram á grænni orku hefur aldrei
verið raunsærri. Slík bylting ger-
ist þó ekki af sjálfu sér og byggist
á óþrjótandi vinnu ráðamanna,
vísindamanna og frumkvöðla.
Startup Energy Reykjavik er
samstarfsverkefni Landsvirkj-
unar, Arion banka, GEORG og
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Um framkvæmd verkefnisins
sjá Icelandic Startups og Íslenski
jarðvarmaklasinn. Markmið verk-
efnisins er að efla og styðja við
íslenska frumkvöðla og sprota-
fyrirtæki sem starfa í orkutengd-
um greinum.
Startup Energy Reykjavik er
viðskiptahraðall (e. business-
accelerator) þar sem sjö sprota-
fyrirtæki fá aðgang að ríflega 60
sérfræðingum í íslensku atvinnu-
lífi. Um er að ræða þaulreynda
einstaklinga sem veita þátttak-
endum ráð og endurgjöf og opna
jafnvel á tengslanet sitt í þeim til-
gangi að koma viðskiptahugmynd
þeirra eins langt og mögulegt er
á þeim tíu vikum sem verkefnið
stendur yfir. Auk þess fá teymin
aðgang að sameiginlegri vinnuað-
stöðu þar sem þau fá tækifæri til
að vinna með og læra af öðrum
frumkvöðlum.
Bakhjarlar verkefnisins; Lands-
virkjun, Arion banki, GEORG og
Nýsköpunarmiðstöð Íslands fjár-
festa jafnframt fimm milljónir
króna í hverju fyrirtæki gegn 10%
eignarhlut. Verkefninu, sem nú
stendur yfir í þriðja sinn, lýkur
með kynningum fyrirtækjanna
tíu á verkefnum sínum fyrir fjár-
festum þann 18. nóvember næst-
komandi.
Fjárfest
í betri framtíð
Oddur Sturluson
5 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r10 markaðuriNN
0
5
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:2
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
D
0
-3
D
2
4
1
A
D
0
-3
B
E
8
1
A
D
0
-3
A
A
C
1
A
D
0
-3
9
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
4
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K