Fréttablaðið - 02.11.2016, Side 1

Fréttablaðið - 02.11.2016, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 5 9 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r M i ð V i K u d a g u r 2 . n ó V e M b e r 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag sKoðun Elva Tryggvadóttir skrifar um björgunarstörf. 12 sport Arnór Atlason og félagar eru klárir í Tékkaleikinn. 16 tÍMaMót Ingrid Kuhlman sýnir myndina Hamingjan sanna! í kvöld. 18 lÍfið Hrefna Sætran dæmir ásamt æsku- hetjunni sinni, Sigga Hall, í nýjum sjón- varpsþáttum. 30 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á ALLT FYRIR VEISLUNA OPIÐ TIL 24 Í KVÖLD AFMÆLISHÁTÍÐ FJÖR OG FRÁBÆR TILBOÐ KjaraMál „Það er auðvitað alveg óþolandi þegar svona stofnanir eru aftur og aftur að úrskurða launa- kjör alþingismanna þannig að það verði allt vitlaust í þjóðfélaginu,“ segir Svavar Gestsson, formaður Félags fyrrverandi alþingismanna, um nýja ákvörðun kjararáðs varð- andi laun forseta Íslands, ráðherra og alþingismanna. Segja má að Svavar slái þar tón- inn fyrir viðbrögð þjóðarinnar við þeirri ákvörðun sem kjararáð tók á kjördag og kynnti í gær hækkun á launum alþingismanna um 44 prósent, launum ráðherra um tæp 36 prósent og á launum forseta Íslands um fimmtung. Samtök launamanna, verkalýðs- foringjar og fulltrúar atvinnurek- enda fordæma hækkunina. „Við ætluðum að reyna að ná ein- hverju samkomulagi og sátt um að vera hóflegir í launahækkunum en svo koma æðstu embættismenn sem predika yfir okkur og gefa okkur puttann,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands. Í sumum sveitarfélögum lands- ins, meðal annars í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri, eru laun bæjarfulltrúa hlutfall af þingfarar- kaupi. Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri í Reykjavík, kveðst hafa mælt fyrir um það að af þessari hækkun yrði þó ekki þar. „Það að laun ráðamanna hækki langt umfram þær línur sem lagðar hafa verið varðandi kjaraþróun í landinu – í nafni stöðugleika, er bæði óréttlátt og rangt – og má ekki standa,“ segir borgarstjóri í bréfi til allra alþingismanna. „Þetta eru í raun og veru mein- gölluð vinnubrögð hjá ráðinu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið ræddi í gær við fólkið á götunni sem var reitt og vonsvikið. „Það voru allir í skól- anum að tala um þetta, hvað þetta væri fáránlegt. Meira að segja hófst kennsla ekki alveg á réttum tíma," sagði Kolfinna Birkisdóttir menntaskólanemi. Svavar Gestsson segir Alþingi geta breytt ákvörðuninni. „Alþingi ræður á Íslandi,“ svarar ráðherrann fyrrverandi aðspurður hvort það sé í raun á valdi þingmanna að taka fram fyrir hendur kjararáðs. – gar, bbh / sjá síður 8, 10 og 11 Þjóðinni misboðið og hafnar kjararáði Ákvörðun kjararáðs um miklar launahækkanir forseta Íslands, ráðherra og alþingismanna fellur í svo grýttan jarðveg að helst má líkja viðbrögðunum við það að ónæmiskerfi þjóðarinnar hafi hafnað útkomunni. Áskoranir um að grípa inn í streyma til alþingismanna. ViðsKipti Gríðarleg þörf er fyrir innviðafjárfestingar á Íslandi og má áætla að 230 milljarða vanti til að mæta lítilli fjárfestingu síðustu ára í innviðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fjármálafyrirtækisins Gamma sem kemur út í dag. Í skýrslunni kemur fram að þörf fyrir innviða- fjárfestingu þyrfti að vera 5,5% af landsframleiðslu, en hún hefur verið mun minni undanfarin ár. Gísli Hauksson, forstjóri Gamma, segir tækifæri liggja í áhuga stórra erlendra langtímasjóða sem kjósi stöðugleika framar hárri ávöxtun. Hann bendir á nauðsyn þess að skapa lagaramma til að auðvelda aðkomu fjárfesta að innviðaverk- efnum og segir nærtækast að líta til Norðurlandanna í leit að fyrir- myndum. – hh / sjá Markaðinn Gríðarleg þörf í innviðunum Formleg dagskrá Iceland Airwawes hefst í kvöld og verða tónleikar í Hörpu, Nasa, Gamla bíói, Húrra á Gauknum, í Iðnó og víðar. Í gær voru fjölmargir tónleikagestir í Hörpu að sækja arm- bönd, sem veita þeim aðgang að hátíðinni. Búast má við að enn fleiri sæki armböndin sín í dag. Fréttablaðið/Ernir plús 2 sérblöð l fólK l  MarKaðurinn *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 0 2 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :1 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 2 6 -2 2 4 C 1 B 2 6 -2 1 1 0 1 B 2 6 -1 F D 4 1 B 2 6 -1 E 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.