Fréttablaðið - 02.11.2016, Qupperneq 11
Mér finnst þetta
alveg hræðilegt. Það
er búið að vera mikið um
samninga við kjararáð um
alls konar stéttir sem finnst
þær ekki fá næga peninga og
það að hækka launin sem
nemur rúmlega launum
venjulegs manns
er bilun.
Teitur Hinrichsen,
19 ára nemi í MR
Það voru allir í
skólanum að tala
um þetta hvað þetta var
fáránlegt. Meira að segja
hófst kennsla
ekki alveg á
réttum tíma.
Kolfinna Birkis
dóttir, 18 ára nemi
Ég skil vel þessa
reiði og hvað þetta
er fáránlegt því peningarnir
hefðu getað verið
nýttir í miklu
betri hluti.
Stefanía Þórhildur
Hauksdóttir,
18 ára nemi
Kjaramál
Garðar Örn Úlfarsson
gar@frettabladid.is
„Ég tel þetta fráleitt og að það eigi
að taka það upp og endurskoða,“
segir Svavar Gestsson, formaður
Félags fyrrverandi alþingismanna,
um nýja ákvörðun kjararáðs varð-
andi laun forseta Íslands, ráðherra
og alþingismanna.
Þeir sem gegndu fyrrnefndum
störfum fram að lagabreytingu
sem gerð var í apríl 2009 þiggja
eftirlaun úr ríkissjóði sem mið-
ast við laun eftirmanna þeirra.
Þannig hækka til dæmis eftirlaun
fyrrverandi þingmanna nú um 44
prósent ofan á eftirlaunin eins og
þau voru orðin með sjö prósent
hækkun sem kjararáð ákvað í júní.
Eftirlaunin eru misjöfn eftir því
hversu lengi viðkomandi gegndi
þingmennsku.
Svavar segir að Alþingi geti ein-
faldlega breytt ákvörðun kjararáðs.
„Alþingi ræður á Íslandi,“ svarar
ráðherrann fyrrverandi aðspurður
hvort það sé á valdi þingmanna að
taka fram fyrir hendur kjararáðs.
„Það er auðvitað alveg óþolandi
þegar svona stofnanir eru aftur
og aftur að úrskurða launakjör
alþingismanna – sem verða auð-
vitað að hafa laun – þannig að það
verði allt vitlaust í þjóðfélaginu,“
segir Svavar og gagnrýnir tíma-
setninguna beint ofan í kjördag.
„Það er svo andstyggilegur svipur
yfir þessu að það bara gengur ekki
– það er svo einfalt mál.“
Ekki fengust upplýsingar í gær
frá Lífeyrissjóði starfsmanna rík-
isins um það hversu margir ein-
staklingar fái nú eftirlaun sem
þingmenn og ráðherrar á grund-
velli launa starfandi þingmanna
og ráðherra. Heldur ekki um hvaða
áhrif ákvörðun kjararáðs hefur á
útgreiðslu til þessa hóps.
Á vefsíðu Alþingis kemur hins
vegar fram að um 150 séu í Félagi
fyrrverandi alþingismanna. Svavar
Gestsson segir það ekki tæmandi
tölu því ekki séu allir fyrrverandi
þingmenn í félaginu auk þess sem
inni í þeirri tölu sé enginn þeirra
sem voru að hætta á þingi um
helgina.
Svavar segir Félag fyrrverandi
alþingismanna ekki munu tjá sig
um ákvörðun kjararáðs. Félagið
geri ekki annað en að fara í eitt
ferðalag árlega. „Það er enginn
sem getur gert neitt í þessu nema
Alþingi,“ undirstrikar hann.
gar@frettabladid.is
Fjöldi fyrrverandi þingmanna
fær 44 prósent hærri eftirlaun
Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir „andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum
þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun.
Hvað finnst þér um
ákvörðun kjararáðs?
Svavar Gestsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra með meiru, er formaður
Félags fyrrverandi alþingismanna. Fréttablaðið/Valli
Audi Q7 e-tron var valinn jeppi ársins 2017
af bílablaðamönnum á Íslandi. Hann er
fjórhjóladrifinn tengiltvinnbíll sem sameinar
krafta rafmagnsmótors og dísilvélar.
Q7 e-tron quattro er sparneytinn, umhverfismildur og eldsneytis-
notkunin er aðeins 1,9 lítrar á hverja 100 km. Mættu nýrri árstíð
með grænni samvisku og allt að 56 km drægni á rafmagni.
Komdu við og upplifðu Q7 e-tron quattro í hversdagslífinu.
f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 11M i ð V i K U D A G U r 2 . n ó V e M B e r 2 0 1 6
0
2
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:1
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
2
6
-2
7
3
C
1
B
2
6
-2
6
0
0
1
B
2
6
-2
4
C
4
1
B
2
6
-2
3
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K